Kampavínsklúbbur opnaður í miðbæ Reykjavíkur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. júní 2016 06:00 Staðurinn er bólstraður með svörtu gervileðri og herma heimildir Fréttablaðsins að inni séu klefar sem hægt sé að draga fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kampavínsklúbburinn Crystal var opnaður á Tryggvagötu í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Fyrir er einn slíkur klúbbur á höfuðborgarsvæðinu, Shooters við Austurstræti. „Þetta er bara klassískur kampavínsklúbbur. Þú getur keypt flott vín og fengið að ræða við stúlkurnar sem vinna á staðnum,“ segir Haraldur Jóhann Þórðarson, eigandi Crystal sem áður var starfræktur í Ármúla. Haraldur segir ekkert óeðlilegt við starfsemina og að hún sé öll innan lagalegra marka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru forsvarsmenn fyrirtækja í nágrenni staðarins ekki ánægðir með nýja staðinn. Staðurinn er bólstraður með svörtu gervileðri og í loftinu hanga kristalsljósakrónur. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að inni á staðnum séu klefar sem hægt sé að draga fyrir. „Það er ekkert slíkt í gangi. Þarna er bara sötrað kampavín og dansa bæði gestir og starfsmenn eins og gengur og gerist á skemmtistöðum,“ segir Haraldur og bætir við að reksturinn hafi gengið ágætlega. Starfsemi sem þessi hefur verið umdeild og þarf að sækja um leyfi hjá borginni sérstaklega fyrir svokallaðan listdansstað. Þetta segir Snorri Birgisson lögreglufulltrúi. „Það er Reykjavíkurborg sem gefur út leyfi. Um leið og það er listdans að eiga sér stað án leyfis þá er það ólöglegt og lögreglan getur gripið inn í,“ segir Snorri. Hann bætir við að lögreglan hafi mjög takmarkaðar heimildir til að banna slíka starfsemi í dag. „Um leið og það eru komnar súlur og konur að dansa þá þarf að skoða hvort þarna sé eitthvað ólöglegt í gangi. Við skoðum hvort þarna séu einstaklingar að veita meiri þjónustu en að drekka vín með viðskiptavinum.“ Snorri segir að lögreglan skoði slíka staði með tilliti til vændis. Sóley Tómasdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, segir að ef þarna sé verið að gera út á nekt starfsfólks þá varði það við lög og að það sé lögreglunnar að bregðast við því. „Við getum lítið annað gert en að árétta stefnu borgarinnar og afstöðu okkar til reksturs svona klúbba. Það er svo lögreglunnar að bregðast við.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Sjá meira
Kampavínsklúbburinn Crystal var opnaður á Tryggvagötu í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Fyrir er einn slíkur klúbbur á höfuðborgarsvæðinu, Shooters við Austurstræti. „Þetta er bara klassískur kampavínsklúbbur. Þú getur keypt flott vín og fengið að ræða við stúlkurnar sem vinna á staðnum,“ segir Haraldur Jóhann Þórðarson, eigandi Crystal sem áður var starfræktur í Ármúla. Haraldur segir ekkert óeðlilegt við starfsemina og að hún sé öll innan lagalegra marka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru forsvarsmenn fyrirtækja í nágrenni staðarins ekki ánægðir með nýja staðinn. Staðurinn er bólstraður með svörtu gervileðri og í loftinu hanga kristalsljósakrónur. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að inni á staðnum séu klefar sem hægt sé að draga fyrir. „Það er ekkert slíkt í gangi. Þarna er bara sötrað kampavín og dansa bæði gestir og starfsmenn eins og gengur og gerist á skemmtistöðum,“ segir Haraldur og bætir við að reksturinn hafi gengið ágætlega. Starfsemi sem þessi hefur verið umdeild og þarf að sækja um leyfi hjá borginni sérstaklega fyrir svokallaðan listdansstað. Þetta segir Snorri Birgisson lögreglufulltrúi. „Það er Reykjavíkurborg sem gefur út leyfi. Um leið og það er listdans að eiga sér stað án leyfis þá er það ólöglegt og lögreglan getur gripið inn í,“ segir Snorri. Hann bætir við að lögreglan hafi mjög takmarkaðar heimildir til að banna slíka starfsemi í dag. „Um leið og það eru komnar súlur og konur að dansa þá þarf að skoða hvort þarna sé eitthvað ólöglegt í gangi. Við skoðum hvort þarna séu einstaklingar að veita meiri þjónustu en að drekka vín með viðskiptavinum.“ Snorri segir að lögreglan skoði slíka staði með tilliti til vændis. Sóley Tómasdóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, segir að ef þarna sé verið að gera út á nekt starfsfólks þá varði það við lög og að það sé lögreglunnar að bregðast við því. „Við getum lítið annað gert en að árétta stefnu borgarinnar og afstöðu okkar til reksturs svona klúbba. Það er svo lögreglunnar að bregðast við.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Sjá meira