Heill mánuður af góðgerðarstarfsemi á Ramadan Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2016 06:00 Ahmad Seddeq (t.v.). Vísir/GVA Ramadan, helgasti mánuður múslima, hófst í fyrrinótt. „Í ramadan föstum við í heilan mánuð. Fastan hefst stuttu fyrir sólarupprás og lýkur við sólsetur. Við neytum hvorki matar né drykkjar,“ segir Ahmad Seddeq, ímam Menningarseturs múslima á Íslandi. Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, hins trúfélags múslima, segir sinn söfnuð fasta frá sólarupprás og til níu að kvöldi. Þó séu sumir innan safnaðarins sem fasti allan daginn. „Við í Félagi múslima kjósum að gera þetta svona því þetta er svo erfitt fyrir fólk,“ segir Salmann.Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi. Vísir/Anton BrinkSalmann segir fleira felast í föstunni. „Þetta snýst ekki bara um að hætta að borða og drekka heldur á maður að hætta öllu ljóta helvítinu sem maður gerir í sínu daglega lífi. Svo á maður að biðja og vera góður við fólk. Þennan mánuð gefum við fátækum ölmusu. Þetta er heill mánuður af góðgerðarstarfsemi,“ segir Salmann. Föstuna segir Salmann vera tilskipun frá guði til að minnast þeirra sem eiga ekki jafn mikið og við og til að læra að stjórna sjálfum sér. „Þetta er fallegasti mánuður ársins í íslamska heiminum. Það eru allir svo glaðir. Maður finnur til samkenndar með fólki sem á ekki neitt,“ segir Salmann. Þá segir Ahmad föstu ramadanmánaðarins ekki auðvelda. „Fastan hefur hins vegar ýmsa kosti. Maður lærir að hafa hemil á löngunum sínum. Fólk elskar mat og drykk, ekki bara til að fá næringu heldur af því það er gott að borða og drekka. Fastan getur kennt manni að venja sig af ósiðum ef maður er viljasterkur,“ segir Ahmad. Engin borg í heimi býr við lengri föstu en Reykjavík, 21,5 klukkutíma á sólarhring. Þrátt fyrir lengd föstunnar segir Ahmad hana ekki erfiða. „Á Íslandi er gott veður þannig að fastan er ekki svo erfið. Í Mið-Austurlöndum, þar sem er hlýrra, er hún erfiðari. Í fjörutíu stiga hita ertu orðinn þyrstur eftir tveggja tíma föstu. Á Íslandi geturðu fastað í tuttugu tíma án þess að verða þyrstur,“ segir Ahmad Seddeq. Reglur föstunnar Fasta hefst við sólarupprás Föstu lýkur við sólsetur Ekkert má borða þess á milli Ekkert má drekka heldur (ekki einu sinni vatn) Engar samfarir Aldraðir, veikir, óléttar konur o.fl. fá undanþáguGreinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Karlmaður gluggar í Kóraninn í mosku Félags múslima við Ármúla í Reykjavík.vísir/Hanna Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Ramadan, helgasti mánuður múslima, hófst í fyrrinótt. „Í ramadan föstum við í heilan mánuð. Fastan hefst stuttu fyrir sólarupprás og lýkur við sólsetur. Við neytum hvorki matar né drykkjar,“ segir Ahmad Seddeq, ímam Menningarseturs múslima á Íslandi. Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, hins trúfélags múslima, segir sinn söfnuð fasta frá sólarupprás og til níu að kvöldi. Þó séu sumir innan safnaðarins sem fasti allan daginn. „Við í Félagi múslima kjósum að gera þetta svona því þetta er svo erfitt fyrir fólk,“ segir Salmann.Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi. Vísir/Anton BrinkSalmann segir fleira felast í föstunni. „Þetta snýst ekki bara um að hætta að borða og drekka heldur á maður að hætta öllu ljóta helvítinu sem maður gerir í sínu daglega lífi. Svo á maður að biðja og vera góður við fólk. Þennan mánuð gefum við fátækum ölmusu. Þetta er heill mánuður af góðgerðarstarfsemi,“ segir Salmann. Föstuna segir Salmann vera tilskipun frá guði til að minnast þeirra sem eiga ekki jafn mikið og við og til að læra að stjórna sjálfum sér. „Þetta er fallegasti mánuður ársins í íslamska heiminum. Það eru allir svo glaðir. Maður finnur til samkenndar með fólki sem á ekki neitt,“ segir Salmann. Þá segir Ahmad föstu ramadanmánaðarins ekki auðvelda. „Fastan hefur hins vegar ýmsa kosti. Maður lærir að hafa hemil á löngunum sínum. Fólk elskar mat og drykk, ekki bara til að fá næringu heldur af því það er gott að borða og drekka. Fastan getur kennt manni að venja sig af ósiðum ef maður er viljasterkur,“ segir Ahmad. Engin borg í heimi býr við lengri föstu en Reykjavík, 21,5 klukkutíma á sólarhring. Þrátt fyrir lengd föstunnar segir Ahmad hana ekki erfiða. „Á Íslandi er gott veður þannig að fastan er ekki svo erfið. Í Mið-Austurlöndum, þar sem er hlýrra, er hún erfiðari. Í fjörutíu stiga hita ertu orðinn þyrstur eftir tveggja tíma föstu. Á Íslandi geturðu fastað í tuttugu tíma án þess að verða þyrstur,“ segir Ahmad Seddeq. Reglur föstunnar Fasta hefst við sólarupprás Föstu lýkur við sólsetur Ekkert má borða þess á milli Ekkert má drekka heldur (ekki einu sinni vatn) Engar samfarir Aldraðir, veikir, óléttar konur o.fl. fá undanþáguGreinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Karlmaður gluggar í Kóraninn í mosku Félags múslima við Ármúla í Reykjavík.vísir/Hanna
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira