Strandferðir harma virðingarleysið sem mennirnir þrír sýndu í Hornvík Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. júní 2016 20:20 Rúnar Karlsson er ferðaþjónustuaðili á svæðinu sem kom að mönnunum og birti myndir af aðkomunni á Facebook. Á myndinni er starfsmaður fyrirtækis hans Borea Adventures en fyrirtækið furðar sig á athæfi mannanna. Vísir/Rúnar Karlsson „Við lýsum megnustu skömm á þeirri aðkomu sem við blasti þegar komið var að sækja mennina enda er hún óafsakanleg og samræmist á engan hátt þeim gildum sem fyrirtæki okkar vill standa fyrir.“ Þetta segir í tilkynningu frá Strandferðum en fyrirtækið gerir út bátinn Solomon Sig sem flutti mennina þrjá til Hornvíkur sem vakið hafa athygli í dag sökum slæmrar umgengni og ólöglegra veiða. Fyrirtækið tilkynnti ekki um komu mannanna í friðlandið líkt og krafa er gerð um. Eins og fram kom í frétt Vísis í dag var ferðalag mannanna ekki á vegum Strandferða. Allur vafi er tekinn af um þetta með tilkynningu frá Strandferðum sem barst fréttastofu í kvöld en þar leggur fyrirtækið áherslu á að athæfi mannanna endurspegli virðingarleysi í garð náttúrunnar.Mistökin fólust í að láta hjá líða að tilkynna um komu mannanna „Vegna fjölmiðlaumræðu sem skapast hefur um umgengni þriggja manna í Hornvík um síðustu helgi viljum við sem gerum út bátinn Salomon Sig taka fram að ferðalag þessara manna var ekki á vegum Strandferða að öðru leyti en því að við fluttum þá til Hornvíkur og sóttum þá viku síðar eins og um hafði verið samið,“ segir í tilkynningunni. Ferðin var sú fyrsta sem Strandferðir fara á þessu vori með farþega í Hornvík. „Meðferð skotvopna er bönnuð í friðlandinu og óheimilt er að nota neyðarskýli Björgunarfélags Ísafjarðar nema í neyð,“ útskýra Strandferðir en mennirnir dvöldu í skýlinu í leyfisleysi. „Um svipað leyti og farþegarnir voru sóttir kom annar bátur fyrirtækisins, einnig á vettvang en sá bátur var í einkaerindum og tengdist ekki þessu verkefni Strandferða. Starfsfólk Strandferða harmar það virðingarleysi gagnvart náttúrunni og neyðarbúnaði á staðnum sem framkoma þessara manna endurspeglar og að fyrirtækið hafi að ósekju verið bendlað við þetta athæfi. Okkar mistök fólust hins vegar í því að tilkynna ekki um flutning mannanna í friðlandið en fram til 15. júní ber að tilkynna allar slíkar ferðir til Ísafjarðarbæ. Gerðar hafa verið ráðstafanir hjá Strandferðum til að slík mistök endurtaki sig ekki.“ Tengdar fréttir Hrikaleg aðkoma í Hornvík: „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur“ Þremenningar gengu illa um friðlandið í Hornvík þar sem þeir fláðu sel og komu hreyfiskynjara við hræið. 6. júní 2016 10:42 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
„Við lýsum megnustu skömm á þeirri aðkomu sem við blasti þegar komið var að sækja mennina enda er hún óafsakanleg og samræmist á engan hátt þeim gildum sem fyrirtæki okkar vill standa fyrir.“ Þetta segir í tilkynningu frá Strandferðum en fyrirtækið gerir út bátinn Solomon Sig sem flutti mennina þrjá til Hornvíkur sem vakið hafa athygli í dag sökum slæmrar umgengni og ólöglegra veiða. Fyrirtækið tilkynnti ekki um komu mannanna í friðlandið líkt og krafa er gerð um. Eins og fram kom í frétt Vísis í dag var ferðalag mannanna ekki á vegum Strandferða. Allur vafi er tekinn af um þetta með tilkynningu frá Strandferðum sem barst fréttastofu í kvöld en þar leggur fyrirtækið áherslu á að athæfi mannanna endurspegli virðingarleysi í garð náttúrunnar.Mistökin fólust í að láta hjá líða að tilkynna um komu mannanna „Vegna fjölmiðlaumræðu sem skapast hefur um umgengni þriggja manna í Hornvík um síðustu helgi viljum við sem gerum út bátinn Salomon Sig taka fram að ferðalag þessara manna var ekki á vegum Strandferða að öðru leyti en því að við fluttum þá til Hornvíkur og sóttum þá viku síðar eins og um hafði verið samið,“ segir í tilkynningunni. Ferðin var sú fyrsta sem Strandferðir fara á þessu vori með farþega í Hornvík. „Meðferð skotvopna er bönnuð í friðlandinu og óheimilt er að nota neyðarskýli Björgunarfélags Ísafjarðar nema í neyð,“ útskýra Strandferðir en mennirnir dvöldu í skýlinu í leyfisleysi. „Um svipað leyti og farþegarnir voru sóttir kom annar bátur fyrirtækisins, einnig á vettvang en sá bátur var í einkaerindum og tengdist ekki þessu verkefni Strandferða. Starfsfólk Strandferða harmar það virðingarleysi gagnvart náttúrunni og neyðarbúnaði á staðnum sem framkoma þessara manna endurspeglar og að fyrirtækið hafi að ósekju verið bendlað við þetta athæfi. Okkar mistök fólust hins vegar í því að tilkynna ekki um flutning mannanna í friðlandið en fram til 15. júní ber að tilkynna allar slíkar ferðir til Ísafjarðarbæ. Gerðar hafa verið ráðstafanir hjá Strandferðum til að slík mistök endurtaki sig ekki.“
Tengdar fréttir Hrikaleg aðkoma í Hornvík: „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur“ Þremenningar gengu illa um friðlandið í Hornvík þar sem þeir fláðu sel og komu hreyfiskynjara við hræið. 6. júní 2016 10:42 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Hrikaleg aðkoma í Hornvík: „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur“ Þremenningar gengu illa um friðlandið í Hornvík þar sem þeir fláðu sel og komu hreyfiskynjara við hræið. 6. júní 2016 10:42