Strandferðir harma virðingarleysið sem mennirnir þrír sýndu í Hornvík Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. júní 2016 20:20 Rúnar Karlsson er ferðaþjónustuaðili á svæðinu sem kom að mönnunum og birti myndir af aðkomunni á Facebook. Á myndinni er starfsmaður fyrirtækis hans Borea Adventures en fyrirtækið furðar sig á athæfi mannanna. Vísir/Rúnar Karlsson „Við lýsum megnustu skömm á þeirri aðkomu sem við blasti þegar komið var að sækja mennina enda er hún óafsakanleg og samræmist á engan hátt þeim gildum sem fyrirtæki okkar vill standa fyrir.“ Þetta segir í tilkynningu frá Strandferðum en fyrirtækið gerir út bátinn Solomon Sig sem flutti mennina þrjá til Hornvíkur sem vakið hafa athygli í dag sökum slæmrar umgengni og ólöglegra veiða. Fyrirtækið tilkynnti ekki um komu mannanna í friðlandið líkt og krafa er gerð um. Eins og fram kom í frétt Vísis í dag var ferðalag mannanna ekki á vegum Strandferða. Allur vafi er tekinn af um þetta með tilkynningu frá Strandferðum sem barst fréttastofu í kvöld en þar leggur fyrirtækið áherslu á að athæfi mannanna endurspegli virðingarleysi í garð náttúrunnar.Mistökin fólust í að láta hjá líða að tilkynna um komu mannanna „Vegna fjölmiðlaumræðu sem skapast hefur um umgengni þriggja manna í Hornvík um síðustu helgi viljum við sem gerum út bátinn Salomon Sig taka fram að ferðalag þessara manna var ekki á vegum Strandferða að öðru leyti en því að við fluttum þá til Hornvíkur og sóttum þá viku síðar eins og um hafði verið samið,“ segir í tilkynningunni. Ferðin var sú fyrsta sem Strandferðir fara á þessu vori með farþega í Hornvík. „Meðferð skotvopna er bönnuð í friðlandinu og óheimilt er að nota neyðarskýli Björgunarfélags Ísafjarðar nema í neyð,“ útskýra Strandferðir en mennirnir dvöldu í skýlinu í leyfisleysi. „Um svipað leyti og farþegarnir voru sóttir kom annar bátur fyrirtækisins, einnig á vettvang en sá bátur var í einkaerindum og tengdist ekki þessu verkefni Strandferða. Starfsfólk Strandferða harmar það virðingarleysi gagnvart náttúrunni og neyðarbúnaði á staðnum sem framkoma þessara manna endurspeglar og að fyrirtækið hafi að ósekju verið bendlað við þetta athæfi. Okkar mistök fólust hins vegar í því að tilkynna ekki um flutning mannanna í friðlandið en fram til 15. júní ber að tilkynna allar slíkar ferðir til Ísafjarðarbæ. Gerðar hafa verið ráðstafanir hjá Strandferðum til að slík mistök endurtaki sig ekki.“ Tengdar fréttir Hrikaleg aðkoma í Hornvík: „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur“ Þremenningar gengu illa um friðlandið í Hornvík þar sem þeir fláðu sel og komu hreyfiskynjara við hræið. 6. júní 2016 10:42 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
„Við lýsum megnustu skömm á þeirri aðkomu sem við blasti þegar komið var að sækja mennina enda er hún óafsakanleg og samræmist á engan hátt þeim gildum sem fyrirtæki okkar vill standa fyrir.“ Þetta segir í tilkynningu frá Strandferðum en fyrirtækið gerir út bátinn Solomon Sig sem flutti mennina þrjá til Hornvíkur sem vakið hafa athygli í dag sökum slæmrar umgengni og ólöglegra veiða. Fyrirtækið tilkynnti ekki um komu mannanna í friðlandið líkt og krafa er gerð um. Eins og fram kom í frétt Vísis í dag var ferðalag mannanna ekki á vegum Strandferða. Allur vafi er tekinn af um þetta með tilkynningu frá Strandferðum sem barst fréttastofu í kvöld en þar leggur fyrirtækið áherslu á að athæfi mannanna endurspegli virðingarleysi í garð náttúrunnar.Mistökin fólust í að láta hjá líða að tilkynna um komu mannanna „Vegna fjölmiðlaumræðu sem skapast hefur um umgengni þriggja manna í Hornvík um síðustu helgi viljum við sem gerum út bátinn Salomon Sig taka fram að ferðalag þessara manna var ekki á vegum Strandferða að öðru leyti en því að við fluttum þá til Hornvíkur og sóttum þá viku síðar eins og um hafði verið samið,“ segir í tilkynningunni. Ferðin var sú fyrsta sem Strandferðir fara á þessu vori með farþega í Hornvík. „Meðferð skotvopna er bönnuð í friðlandinu og óheimilt er að nota neyðarskýli Björgunarfélags Ísafjarðar nema í neyð,“ útskýra Strandferðir en mennirnir dvöldu í skýlinu í leyfisleysi. „Um svipað leyti og farþegarnir voru sóttir kom annar bátur fyrirtækisins, einnig á vettvang en sá bátur var í einkaerindum og tengdist ekki þessu verkefni Strandferða. Starfsfólk Strandferða harmar það virðingarleysi gagnvart náttúrunni og neyðarbúnaði á staðnum sem framkoma þessara manna endurspeglar og að fyrirtækið hafi að ósekju verið bendlað við þetta athæfi. Okkar mistök fólust hins vegar í því að tilkynna ekki um flutning mannanna í friðlandið en fram til 15. júní ber að tilkynna allar slíkar ferðir til Ísafjarðarbæ. Gerðar hafa verið ráðstafanir hjá Strandferðum til að slík mistök endurtaki sig ekki.“
Tengdar fréttir Hrikaleg aðkoma í Hornvík: „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur“ Þremenningar gengu illa um friðlandið í Hornvík þar sem þeir fláðu sel og komu hreyfiskynjara við hræið. 6. júní 2016 10:42 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Hrikaleg aðkoma í Hornvík: „Þvílík frekja, siðleysi og ruddaskapur“ Þremenningar gengu illa um friðlandið í Hornvík þar sem þeir fláðu sel og komu hreyfiskynjara við hræið. 6. júní 2016 10:42