Ég spyr þig Illugi! Ólafur Haukur Johnson skrifar 7. júní 2016 07:00 Opið bréf til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins er sumum ráðherrum flokksins mikil áþján. Það er áhyggjuefni að slíkir einstaklingar hafi valist til forystu. Oft heyrist sagt að þátttaka í stjórnmálum sé vandasöm. Það er rangt. Allir langlífir og farsælir stjórnmálamenn eiga eitt sameiginlegt. Þeir fylgja samviskusamlega stefnu- og hugsjónarmálum flokksins síns. Í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins segir m.a. að flokknum sé ætlað: „Að vinna ... að þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis ...“ og í landsfundarályktun 2015 segir m.a.: „Tryggja ber ... fjölbreytt rekstrarform skóla og tekið verði tillit til ólíkra þarfa nemenda.“ Stefnan er því skýr sem þér er ætlað að vinna eftir Illugi. Í upphafi kjörtímabilsins, í september 2013, hitti ég þig á fundi. Þá fórst þú mörgum orðum um ódrengilega framkomu Katrínar Jakobsdóttur gagnvart skólanum. Þar hafi verið unnið gott starf og vinda yrði ofan af rangindum fyrri ríkisstjórnar. Síðan lofaðir þú að styðja það að gerður yrði nýr þjónustusamningur við Hraðbraut svo skólinn tæki til starfa haustið 2014. Málið velktist síðan hjá þér lengi og þú lést ekki ná í þig þrátt fyrir óteljandi tilraunir. Síðan sveikst þú öll fallegu loforðin þín. Í janúar 2015 hittumst við á fundi. Þá lofaðir þú að gert yrði mat á fjárhagslegri hagkvæmni þess fyrir ríkið að gera þjónustusamning við Hraðbraut. Það leist mér vel á enda enginn skóli í landinu sem nálgast það að ná þeirri fjárhaglegu hagkvæmni fyrir ríkið sem tveggja ára nám í Hraðbraut býður. Þegar svar þitt barst kom í ljós að allt var svikið að nýju og engir útreikningar höfðu verið gerðir á fjárhagslegri hagkvæmni Hraðbrautar. Í það minnsta lagðir þú ekki í að birta þá. Í febrúar á þessu ári hittumst við enn á fundi. Þá lofaðir þú mér því að gera þjónustusamning við Hraðbraut ef við gætum fengið stuðning Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við málið. Sá stuðningur hefur legið fyrir í nokkurn tíma en ekkert heyrist í þér vegna málsins og engin leið er að ná sambandi við þig. Nú spyr ég þig Illugi Gunnarsson: Ætlar þú að standa við loforð þitt um að gera þjónustusamning við Menntaskólann Hraðbraut svo hann geti tekið til starfa í haust? Hefur þú kjark til að fylgja grunngildum og stefnu Sjálfstæðisflokksins?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins er sumum ráðherrum flokksins mikil áþján. Það er áhyggjuefni að slíkir einstaklingar hafi valist til forystu. Oft heyrist sagt að þátttaka í stjórnmálum sé vandasöm. Það er rangt. Allir langlífir og farsælir stjórnmálamenn eiga eitt sameiginlegt. Þeir fylgja samviskusamlega stefnu- og hugsjónarmálum flokksins síns. Í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins segir m.a. að flokknum sé ætlað: „Að vinna ... að þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis ...“ og í landsfundarályktun 2015 segir m.a.: „Tryggja ber ... fjölbreytt rekstrarform skóla og tekið verði tillit til ólíkra þarfa nemenda.“ Stefnan er því skýr sem þér er ætlað að vinna eftir Illugi. Í upphafi kjörtímabilsins, í september 2013, hitti ég þig á fundi. Þá fórst þú mörgum orðum um ódrengilega framkomu Katrínar Jakobsdóttur gagnvart skólanum. Þar hafi verið unnið gott starf og vinda yrði ofan af rangindum fyrri ríkisstjórnar. Síðan lofaðir þú að styðja það að gerður yrði nýr þjónustusamningur við Hraðbraut svo skólinn tæki til starfa haustið 2014. Málið velktist síðan hjá þér lengi og þú lést ekki ná í þig þrátt fyrir óteljandi tilraunir. Síðan sveikst þú öll fallegu loforðin þín. Í janúar 2015 hittumst við á fundi. Þá lofaðir þú að gert yrði mat á fjárhagslegri hagkvæmni þess fyrir ríkið að gera þjónustusamning við Hraðbraut. Það leist mér vel á enda enginn skóli í landinu sem nálgast það að ná þeirri fjárhaglegu hagkvæmni fyrir ríkið sem tveggja ára nám í Hraðbraut býður. Þegar svar þitt barst kom í ljós að allt var svikið að nýju og engir útreikningar höfðu verið gerðir á fjárhagslegri hagkvæmni Hraðbrautar. Í það minnsta lagðir þú ekki í að birta þá. Í febrúar á þessu ári hittumst við enn á fundi. Þá lofaðir þú mér því að gera þjónustusamning við Hraðbraut ef við gætum fengið stuðning Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við málið. Sá stuðningur hefur legið fyrir í nokkurn tíma en ekkert heyrist í þér vegna málsins og engin leið er að ná sambandi við þig. Nú spyr ég þig Illugi Gunnarsson: Ætlar þú að standa við loforð þitt um að gera þjónustusamning við Menntaskólann Hraðbraut svo hann geti tekið til starfa í haust? Hefur þú kjark til að fylgja grunngildum og stefnu Sjálfstæðisflokksins?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar