Erlent

Mark Zuckerberg „hakkaður“

Samúel Karl Ólason skrifar
Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri Facebook.
Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri Facebook. Vísir/EPA
Hakkarar komust í gær yfir aðgangsorð Mark Zuckerberg að nokkrum samfélagsmiðlum. Skilaboð voru birt á reikningum hans á TwitterLinkedIn og Pinterest. Svo virðist sem að Zuckerberg hafi fallið í þá gryfju að endurnýta gömul lykilorð.

Gamalt lykilorð Zuckerberg var meðal gagna sem birt voru í síðasta mánuði. Talið er að gögnunum hafi verið stolið árið 2012. Hakkararnir héldu því fram að lykilorð Zuckerberg hafi verið „dadada.

Hakkararnir héldu því einnig fram að þeir hafi komist inn á Instagram reikning Zuckerberg, en Instagram er í eigu Facebook. Fyrirtækið neitaði þó að svo hefði verið og segir öryggiskerfi samfélagsmiðilsins hafa komið í veg fyrir innskráningu hakkaranna.

Hakkararnir kalla sig OurMine og birtu þeir skilaboð á reikninum Zuckerberg. Þar segjast þeir hafa fengið lykilorðið í LinkedIn gögnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×