Golden State vann þrátt fyrir sögulegan dapran leik hjá Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2016 22:00 Stephen Curry og Klay Thompson. Vísir/Getty Stephen Curry fékk fullt hús sem mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta en það var þó ekki að sjá í nótt þegar fyrsti leikur lokaúrslitanna fóru fram enda bauð Curry upp á sögulega dapra frammistöðu. Golden State Warriors vann 15 stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 104-89, í leik eitt en þennan sigur verður seint hægt að skrifa á hetju frammistöðu Stephen Curry. Stephen Curry endaði leikinn með aðeins 11 stig, hann tapaði 5 boltum og hitti aðeins úr 4 af 15 skotum sínum. Golden State tapaði meira segja þeim hluta leiksins sem hann var inná og Curry tók ekki eitt vítaskot á þeim 36 mínútum sem hann spilaði. Tölfræðingar ESPN voru fljótir að setja frammistöðu Steph í sögulegt samhengi. Þetta var nefnilega fjórða lægsta stigaskor besta leikmanns deildarinnar í úrslitaeinvígi um titilinn. Það eru aðeins þeir Bill Russell og Wilt Chamberlain sem hafa skorað minna í lokaúrslitum eftir að hafa verið kosnir bestir á sama tímabili. Bill Russell skoraði aðeins 5 stig í öðrum leik Boston Celtics og St. Louis Hawks í lokaúrslitum 1961 en hann endaði einvígið með því að vinna einvígið og skila meðaltölum upp á 17,6 stig og 28,8 fráköst í leik. Wilt Chamberlain skoraði tvisvar bara 10 stig fyrir Philadelphia 76ers í lokaúrslitunum á móti San Francisco Warriors árið 1967 en líkt og Russell þá varð hann NBA-meistari. Chamberlain var með 17,7 stig, 28,5 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í lokaúrslitunum sem Philadelphia 76ers vann 4-2. Stephen Curry hafði skorað yfir 30 stig í síðustu þremur leikjum á undan leiknum í nótt og í þeim hitti hann meðal annars úr 16 af 34 þriggja stiga skotum sínum eða 47 prósent skotanna. Curry var með 32,7 stig og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum þar sem Golden State liðið gróf sig upp úr 3-1 holu á móti Oklahoma City Thunder. Þeir félagar Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu aðeins 20 stig saman í leiknum og klikkuðu á 19 af 27 skotum sínum. Það eru því ekki góðar fréttir fyrir leikmenn Cleveland Cavaliers að þeir geti ekki unnið Golden State þegar bestu skyttur Warriors-liðsins eru ískaldar.Steph Curry's 11 Pts are the 4th fewest in a Finals game by an MVP that played at least 30 mins. (via @EliasSports) pic.twitter.com/s5uaTotPQH— SportsCenter (@SportsCenter) June 3, 2016 Steph Curry and Klay Thompson scored just 20 combined Pts, their fewest in a win this season. (via @ESPNStatsInfo) pic.twitter.com/klPpd8wCkY— SportsCenter (@SportsCenter) June 3, 2016 Stephen Curry and Klay Thompson combined for 20 points, their fewest in a game they both played in over last 2 seasons,— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 3, 2016 NBA Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Stephen Curry fékk fullt hús sem mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta en það var þó ekki að sjá í nótt þegar fyrsti leikur lokaúrslitanna fóru fram enda bauð Curry upp á sögulega dapra frammistöðu. Golden State Warriors vann 15 stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 104-89, í leik eitt en þennan sigur verður seint hægt að skrifa á hetju frammistöðu Stephen Curry. Stephen Curry endaði leikinn með aðeins 11 stig, hann tapaði 5 boltum og hitti aðeins úr 4 af 15 skotum sínum. Golden State tapaði meira segja þeim hluta leiksins sem hann var inná og Curry tók ekki eitt vítaskot á þeim 36 mínútum sem hann spilaði. Tölfræðingar ESPN voru fljótir að setja frammistöðu Steph í sögulegt samhengi. Þetta var nefnilega fjórða lægsta stigaskor besta leikmanns deildarinnar í úrslitaeinvígi um titilinn. Það eru aðeins þeir Bill Russell og Wilt Chamberlain sem hafa skorað minna í lokaúrslitum eftir að hafa verið kosnir bestir á sama tímabili. Bill Russell skoraði aðeins 5 stig í öðrum leik Boston Celtics og St. Louis Hawks í lokaúrslitum 1961 en hann endaði einvígið með því að vinna einvígið og skila meðaltölum upp á 17,6 stig og 28,8 fráköst í leik. Wilt Chamberlain skoraði tvisvar bara 10 stig fyrir Philadelphia 76ers í lokaúrslitunum á móti San Francisco Warriors árið 1967 en líkt og Russell þá varð hann NBA-meistari. Chamberlain var með 17,7 stig, 28,5 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í lokaúrslitunum sem Philadelphia 76ers vann 4-2. Stephen Curry hafði skorað yfir 30 stig í síðustu þremur leikjum á undan leiknum í nótt og í þeim hitti hann meðal annars úr 16 af 34 þriggja stiga skotum sínum eða 47 prósent skotanna. Curry var með 32,7 stig og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum þar sem Golden State liðið gróf sig upp úr 3-1 holu á móti Oklahoma City Thunder. Þeir félagar Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu aðeins 20 stig saman í leiknum og klikkuðu á 19 af 27 skotum sínum. Það eru því ekki góðar fréttir fyrir leikmenn Cleveland Cavaliers að þeir geti ekki unnið Golden State þegar bestu skyttur Warriors-liðsins eru ískaldar.Steph Curry's 11 Pts are the 4th fewest in a Finals game by an MVP that played at least 30 mins. (via @EliasSports) pic.twitter.com/s5uaTotPQH— SportsCenter (@SportsCenter) June 3, 2016 Steph Curry and Klay Thompson scored just 20 combined Pts, their fewest in a win this season. (via @ESPNStatsInfo) pic.twitter.com/klPpd8wCkY— SportsCenter (@SportsCenter) June 3, 2016 Stephen Curry and Klay Thompson combined for 20 points, their fewest in a game they both played in over last 2 seasons,— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 3, 2016
NBA Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira