Hundruð barna á biðlista eftir plássi í skólahljómsveit Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. júní 2016 07:00 Snorri Heimisson og skólahljómsveit Breiðholts og Árbæjar. vísir/Anton brink Tæplega fjögur hundruð börn sem sóttu um tónlistarnám hjá skólahljómsveitum Reykjavíkurborgar á síðasta ári komust ekki að. Í ár stefnir aftur í mikla umframaðsókn í skólahljómsveitirnar. Nú þegar eru 170 börn á biðlista þótt umsóknarferlinu sé ekki lokið. Alls hafa sveitirnar heimild til að kenna 441 nemanda á hverju ári eða sem samsvarar 445 klukkustundum á mánuði. Þannig geta sveitirnar hagrætt starfi sínu með það í huga. Um það bil átta hundruð börn sóttu um pláss. Markmið skólahljómsveitanna er meðal annars að jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms. Snorri Heimisson, stjórnandi sveitar í Árbæ og Breiðholti, var með um 150 börn á biðlista í fyrra. Þá var hann með 118 nemendur. „Mér finnst þetta sorglegt, það eru mörg börn sem hafa tónlistarhæfileika og komast ekki að. Það er okkar reynsla. Ég á erfitt með það hvað biðlistarnir eru langir,“ segir Snorri. Stjórnendur hafi óskað eftir því að fá að taka við fleiri börnum. „Draumurinn er auðvitað að koma öllum börnunum að.“Reykjavíkurborg rekur fjórar skólahljómsveitir, skólahljómsveit Austurbæjar, skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar, skólahljómsveit Árbæjar, Norðlingaholts og Breiðholts og skólahljómsveit Grafarvogs, Úlfarsárdals og Grafarholts. Allar sveitirnar hafa heimild upp á 110,25 tónlistarnemendur, samtals 441 nemanda. Stjórnendur báðu um að fjölgað yrði í sveitunum sem hefðu þá 120 nemendur hver. Þeir vilja líka kaupa búnað og bæta kennsluaðstöðu. Reykjavíkurborg jafnaði nýverið fjölda plássa í hverri sveit eftir gagnrýni um mismunun eftir hverfum. Þannig var sveitin í Breiðholti og Árbæ aðeins með 90 pláss á meðan önnur hverfi höfðu mun fleiri. Plássum hefur hins vegar ekki fjölgað þrátt fyrir mikla aðsókn. Stjórnandi skólahljómsveitarinnar í Grafarvogi, Einar Jónsson, tekur undir með Snorra. „Umsóknarferlið er nýhafið og strax er komið töluvert umfram fjölda plássa. Aðsóknin fer vaxandi og ég tek eftir því að börn af erlendum uppruna sækja í meira mæli um. Það er jákvætt en ég myndi vilja bæta starfið fyrir þessi börn,“ segir Einar og segist myndu vilja stuðning vegna þessarar þróunar. „Það væri skemmtilegt að spila tónlist frá fleiri heimshornum til dæmis,“ segir Einar. „Tónlistarnámið okkar býður ekki upp á neina aðlögun að fjölmenningarsamfélaginu. Við erum ekki með starfsfólk sem talar erlend tungumál. Við viljum teygja okkur að fjölmenningarsamfélaginu en viljum fá stuðning til þess. Ég væri til í að taka þátt í slíku verkefni,“ segir Einar. Sigfríður Björnsdóttir, deildarstjóri listfræðslu hjá skóla- og frístundasviði, segir rætt hjá borginni um breyttar þarfir vegna mikillar aðsóknar. „Við erum mörg sem myndum vilja að öll börn fengju að læra skipulega á hljóðfæri að lágmarki tvö til þrjú ár. Rannsóknir sýna að tónlistarnám hefur varanleg áhrif á almennan árangur,“ segir Sigfríður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Tæplega fjögur hundruð börn sem sóttu um tónlistarnám hjá skólahljómsveitum Reykjavíkurborgar á síðasta ári komust ekki að. Í ár stefnir aftur í mikla umframaðsókn í skólahljómsveitirnar. Nú þegar eru 170 börn á biðlista þótt umsóknarferlinu sé ekki lokið. Alls hafa sveitirnar heimild til að kenna 441 nemanda á hverju ári eða sem samsvarar 445 klukkustundum á mánuði. Þannig geta sveitirnar hagrætt starfi sínu með það í huga. Um það bil átta hundruð börn sóttu um pláss. Markmið skólahljómsveitanna er meðal annars að jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms. Snorri Heimisson, stjórnandi sveitar í Árbæ og Breiðholti, var með um 150 börn á biðlista í fyrra. Þá var hann með 118 nemendur. „Mér finnst þetta sorglegt, það eru mörg börn sem hafa tónlistarhæfileika og komast ekki að. Það er okkar reynsla. Ég á erfitt með það hvað biðlistarnir eru langir,“ segir Snorri. Stjórnendur hafi óskað eftir því að fá að taka við fleiri börnum. „Draumurinn er auðvitað að koma öllum börnunum að.“Reykjavíkurborg rekur fjórar skólahljómsveitir, skólahljómsveit Austurbæjar, skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar, skólahljómsveit Árbæjar, Norðlingaholts og Breiðholts og skólahljómsveit Grafarvogs, Úlfarsárdals og Grafarholts. Allar sveitirnar hafa heimild upp á 110,25 tónlistarnemendur, samtals 441 nemanda. Stjórnendur báðu um að fjölgað yrði í sveitunum sem hefðu þá 120 nemendur hver. Þeir vilja líka kaupa búnað og bæta kennsluaðstöðu. Reykjavíkurborg jafnaði nýverið fjölda plássa í hverri sveit eftir gagnrýni um mismunun eftir hverfum. Þannig var sveitin í Breiðholti og Árbæ aðeins með 90 pláss á meðan önnur hverfi höfðu mun fleiri. Plássum hefur hins vegar ekki fjölgað þrátt fyrir mikla aðsókn. Stjórnandi skólahljómsveitarinnar í Grafarvogi, Einar Jónsson, tekur undir með Snorra. „Umsóknarferlið er nýhafið og strax er komið töluvert umfram fjölda plássa. Aðsóknin fer vaxandi og ég tek eftir því að börn af erlendum uppruna sækja í meira mæli um. Það er jákvætt en ég myndi vilja bæta starfið fyrir þessi börn,“ segir Einar og segist myndu vilja stuðning vegna þessarar þróunar. „Það væri skemmtilegt að spila tónlist frá fleiri heimshornum til dæmis,“ segir Einar. „Tónlistarnámið okkar býður ekki upp á neina aðlögun að fjölmenningarsamfélaginu. Við erum ekki með starfsfólk sem talar erlend tungumál. Við viljum teygja okkur að fjölmenningarsamfélaginu en viljum fá stuðning til þess. Ég væri til í að taka þátt í slíku verkefni,“ segir Einar. Sigfríður Björnsdóttir, deildarstjóri listfræðslu hjá skóla- og frístundasviði, segir rætt hjá borginni um breyttar þarfir vegna mikillar aðsóknar. „Við erum mörg sem myndum vilja að öll börn fengju að læra skipulega á hljóðfæri að lágmarki tvö til þrjú ár. Rannsóknir sýna að tónlistarnám hefur varanleg áhrif á almennan árangur,“ segir Sigfríður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira