Gróði ríkisins gæti orðið 160 milljarðar Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. júní 2016 07:00 Höfundar nýrrar skýrslu um bein áhrif falls bankanna á fjárhag ríkisins, Hersir Sigurgeirsson og Ásgeir Jónsson. vísir/Vilhelm Endurheimtur ríkissjóðs af hruni bankakerfisins 2008 eru mun meiri en beinn kostnaður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Ásgeir Jónsson hagfræðingur og Hersir Sigurgeirsson fjármálastærðfræðingur hafa unnið fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Endurheimtur ríkisins eru sagðar nema 55,3 til 76 milljörðum króna, eftir því hvort horft er til endurheimta sem hluta af vergri landsframleiðslu (2,6 prósent) eða krónutöluuppgjörs hvers árs miðað við verð í árslok 2015. Á verðlagi hvers árs er ábati ríkisins hins vegar sagður 286 milljarðar króna. „Með endurheimtum af fjármögnun viðskiptabankanna, sérstökum sköttum á slitabúin og stöðugleikaframlögum slitabúanna hefur ríkissjóður því heimt til baka, og gott betur, allan þann beina kostnað sem féll á hann vegna lánveitinga Seðlabankans og lánamála ríkisins, ríkisábyrgða og falls sparisjóðanna,“ segir í skýrslunni. Hrunið falli því í flokk með bankakrísunum í Brasilíu, Úkraínu og Svíþjóð á árunum 1988 til 1991 sem ein af þeim krísum sem ríkissjóður hafi borið hvað minnstan hreinan kostnað af.Í skýrslunni er ekki tekið tillit til mögulegs ábata Seðlabanka Íslands vegna fyrirhugaðs gjaldeyrisútboðs á aflandskrónum 16.?júní næstkomandi, enda sé alls óvíst hversu mikil þátttaka verði í því. „En ef allri snjóhengjunni, 320 milljörðum króna, verður skipt fyrir evrur verður gengið í viðskiptunum 190 krónur og mun hagnaður Seðlabankans þá nema um 84 milljörðum króna miðað við opinbert gengi evru,“ segir þar. Gangi það eftir er hagnaður ríkisins kominn upp í 160 milljarða króna. Um leið er bent á að í versta falli verði engin þátttaka, en þá leiti 320 milljarðar króna í innstæðubréf Seðlabankans sem beri 0,5 prósenta vexti. Þeir séu 5,25 prósentum lægri en á bundnum innstæðum í Seðlabanka og því megi líta svo á að á meðan spari Seðlabankinn sér um 17 milljarða í árlegar vaxtagreiðslur af snjóhengjunni. Vegna óvissunnar er hugsanlegur ábati af útboðinu sagður látinn liggja á milli hluta. „Meginmarkmið útboðsins er heldur alls ekki að afla tekna heldur að þurrka út eftirstöðvar af vaxtamunarviðskiptum fyrir hrun með því að eyða aflandskrónum úr íslensku fjármálakerfi,“ segir jafnframt í skýrslunni.Óbeinn kostnaður ekki með Sleginn er sá varnagli í nýrri skýrslu Ásgeirs Jónssonar og Hersis Sigurgeirssonar um kostnað ríkisins af falli bankanna að einungis sé reynt að meta beinan kostnað og ávinning. „Ekki er hins vegar tekið tillit til óbeins kostnaðar, svo sem vegna tapaðra skatttekna og aukinna almennra ríkisútgjalda vegna þess skarpa efnahagssamdráttar sem sigldi í kjölfar hrunsins.“ Sagt er ljóst að ákaflega erfitt sé að festa hendur nákvæmlega á því hvað telst raunverulega vera óbeinn kostnaður vegna falls bankanna – enda sé niðurstaða fjárlaga hvort tveggja í senn, afleiðing af pólitískum ákvörðum á Alþingi sem og árferði í efnahagsmálum. „Þannig eru tilraunir til þess að meta óbeinan kostnað ríkissjóðs að miklu leyti ágiskanir um hvað hefði gerst og hvað ekki, hefði hrunið ekki orðið. Skal öðrum fróðari rannsakendum látið það verkefni eftir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Endurheimtur ríkissjóðs af hruni bankakerfisins 2008 eru mun meiri en beinn kostnaður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Ásgeir Jónsson hagfræðingur og Hersir Sigurgeirsson fjármálastærðfræðingur hafa unnið fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Endurheimtur ríkisins eru sagðar nema 55,3 til 76 milljörðum króna, eftir því hvort horft er til endurheimta sem hluta af vergri landsframleiðslu (2,6 prósent) eða krónutöluuppgjörs hvers árs miðað við verð í árslok 2015. Á verðlagi hvers árs er ábati ríkisins hins vegar sagður 286 milljarðar króna. „Með endurheimtum af fjármögnun viðskiptabankanna, sérstökum sköttum á slitabúin og stöðugleikaframlögum slitabúanna hefur ríkissjóður því heimt til baka, og gott betur, allan þann beina kostnað sem féll á hann vegna lánveitinga Seðlabankans og lánamála ríkisins, ríkisábyrgða og falls sparisjóðanna,“ segir í skýrslunni. Hrunið falli því í flokk með bankakrísunum í Brasilíu, Úkraínu og Svíþjóð á árunum 1988 til 1991 sem ein af þeim krísum sem ríkissjóður hafi borið hvað minnstan hreinan kostnað af.Í skýrslunni er ekki tekið tillit til mögulegs ábata Seðlabanka Íslands vegna fyrirhugaðs gjaldeyrisútboðs á aflandskrónum 16.?júní næstkomandi, enda sé alls óvíst hversu mikil þátttaka verði í því. „En ef allri snjóhengjunni, 320 milljörðum króna, verður skipt fyrir evrur verður gengið í viðskiptunum 190 krónur og mun hagnaður Seðlabankans þá nema um 84 milljörðum króna miðað við opinbert gengi evru,“ segir þar. Gangi það eftir er hagnaður ríkisins kominn upp í 160 milljarða króna. Um leið er bent á að í versta falli verði engin þátttaka, en þá leiti 320 milljarðar króna í innstæðubréf Seðlabankans sem beri 0,5 prósenta vexti. Þeir séu 5,25 prósentum lægri en á bundnum innstæðum í Seðlabanka og því megi líta svo á að á meðan spari Seðlabankinn sér um 17 milljarða í árlegar vaxtagreiðslur af snjóhengjunni. Vegna óvissunnar er hugsanlegur ábati af útboðinu sagður látinn liggja á milli hluta. „Meginmarkmið útboðsins er heldur alls ekki að afla tekna heldur að þurrka út eftirstöðvar af vaxtamunarviðskiptum fyrir hrun með því að eyða aflandskrónum úr íslensku fjármálakerfi,“ segir jafnframt í skýrslunni.Óbeinn kostnaður ekki með Sleginn er sá varnagli í nýrri skýrslu Ásgeirs Jónssonar og Hersis Sigurgeirssonar um kostnað ríkisins af falli bankanna að einungis sé reynt að meta beinan kostnað og ávinning. „Ekki er hins vegar tekið tillit til óbeins kostnaðar, svo sem vegna tapaðra skatttekna og aukinna almennra ríkisútgjalda vegna þess skarpa efnahagssamdráttar sem sigldi í kjölfar hrunsins.“ Sagt er ljóst að ákaflega erfitt sé að festa hendur nákvæmlega á því hvað telst raunverulega vera óbeinn kostnaður vegna falls bankanna – enda sé niðurstaða fjárlaga hvort tveggja í senn, afleiðing af pólitískum ákvörðum á Alþingi sem og árferði í efnahagsmálum. „Þannig eru tilraunir til þess að meta óbeinan kostnað ríkissjóðs að miklu leyti ágiskanir um hvað hefði gerst og hvað ekki, hefði hrunið ekki orðið. Skal öðrum fróðari rannsakendum látið það verkefni eftir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira