Viðskipti innlent

Eigendur DataMarket keyptir á 375 milljarða

ingvar haraldsson skrifar
Anthony Deighton, tæknistjóri og framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá Qlik og Mike Potter, framkvæmdastjóra hugbúnaðarþróunar fyrirtækisins á skrifstofum fyrirtækisins í Sóltúni.
Anthony Deighton, tæknistjóri og framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá Qlik og Mike Potter, framkvæmdastjóra hugbúnaðarþróunar fyrirtækisins á skrifstofum fyrirtækisins í Sóltúni. vísir/stefán
Qlik Technologies, sem keyptu íslenska tæknifyrirtækið DataMarket á árið 2014, var í dag keypt af fjárfestingasjóðnum Thoma Bravo LLC fyrir um 3 milljarða dollar eða um 375 milljarða íslenskra króna.

Í frétt Fortune er fullyrt að kaupin komi til í kjölfar þrýstings um að selja fyrirtæki frá vogunarsjóðnum Elliott Management Corp sem á 8,8 prósenta hlut í Qlik.

Hlutabréf í Qlik hafa hækkað um tuttugu prósent í verði síðan þreifingar hófust milli Elliot og Qlik í mars.

Qlik keypti DataMarket á um 1,7 milljarð íslenskra króna og rekur meðal annars skrifstofur í Sóltúninu í Reykjavík en hjá Qlik starfa yfir tvö þúsund manns víða um heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×