Endurheimtur ríkisins vegna bankahrunsins 76 milljarðar umfram kostnað Birgir Olgeirsson skrifar 2. júní 2016 15:14 Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiddu ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar þegar bankakerfið á Íslandi hrundi árið 2008. Vísir. Endurheimtur ríkissjóðs umfram kostnað vegna hrunsins nema í heildina um 286 milljörðum króna að nafnverði sem jafngildir 76 milljörðum króna á verðlagi ársins 2015. Þetta kemur fram í skýrslu doktorarnir Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson unnu fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið.Í skýrslunni er lagt mat á hreinan kostnað ríkissjóðs af falli viðskiptabankanna haustið 2008 og endurreisn banakerfisins í kjölfarið. Með hreinum kostnaði er átt við beinan útlagðan kostnað ríkissjóðs vegna falls bankanna að frádregnum tekjum og endurheimtum sem ríkissjóður hefur eða gæti haft af slitabúunum og aðkomu sinni að endurreisn bankakerfisins. Meginniðurstaða mats þeirra Ásgeirs og Hersis er að endurheimtur ríkissjóðs gætu jafnvel orðið allnokkru meiri en beinn kostnaður sem ríkissjóður þurfti axla vegna falls bankakerfisins, eða sem svarar til á bilinu 55-75 milljörðum króna með þeirri matsaðferð sem beitt er í skýrslunni, eftir því hvort miðað er við kostnað og ábata á föstu verðlagi eða sem hlutfall af landsframleiðslu á hverjum tíma. Mikilvæg forsenda í matinu er að sögn að unnt verði að selja eignarhluti ríkisins í viðskiptabönkunum á næstunni á gengi sem svarar til 100% af bókfærðu virði eigin fjár þeirra. Er vakin athygli á því í skýrslunni að matið tekur eingöngu til beinna fjárráðstafana ríkisins gagnvart fjármálakerfinu en ekki til margs konar óbeinna áhrifa af efnahagssamdrættinum sem fylgdi í kjölfar bankahrunsins, svo sem mikið tekjuhrap og útgjaldaaukning meðal annars vegna atvinnuleysisbóta og vaxtakostnaðar af hallarekstri ríkissjóðs. Samkvæmt mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá árinu 2012 nam beinn heildarkostnaður ríkissjóðs vegna falls fjármálastofnana, án tillits til verðmætis yfirtekinna eigna, um 43 prósent af vergri landsframleiðslu á tímabilinu 2008 til 2011 og var sá næst mesti allra landa innan OECD á eftir Írlandi. „Nú fimm árum seinna hefur þessi kostnaður verið endurheimtur og gott betur. Með endurheimtum af fjármögnun viðskiptabankanna og skattlagningu og stöðugleikaframlögum slitabúanna hefur ríkissjóður ekki aðeins endurheimt allan beinan kostnað vegna veðlánaviðskipta Seðlabankans, verðbréfalána ríkissjóðs, ríkisábyrgða, láns Seðlabankans til Kaupþings og falls sparisjóðanna heldur haft hreinan ábata umfram það sem nemur um 286 milljörðum króna á verðlagi hvers árs,“ segir í skýrslunni sem má lesa hér. Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Endurheimtur ríkissjóðs umfram kostnað vegna hrunsins nema í heildina um 286 milljörðum króna að nafnverði sem jafngildir 76 milljörðum króna á verðlagi ársins 2015. Þetta kemur fram í skýrslu doktorarnir Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson unnu fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið.Í skýrslunni er lagt mat á hreinan kostnað ríkissjóðs af falli viðskiptabankanna haustið 2008 og endurreisn banakerfisins í kjölfarið. Með hreinum kostnaði er átt við beinan útlagðan kostnað ríkissjóðs vegna falls bankanna að frádregnum tekjum og endurheimtum sem ríkissjóður hefur eða gæti haft af slitabúunum og aðkomu sinni að endurreisn bankakerfisins. Meginniðurstaða mats þeirra Ásgeirs og Hersis er að endurheimtur ríkissjóðs gætu jafnvel orðið allnokkru meiri en beinn kostnaður sem ríkissjóður þurfti axla vegna falls bankakerfisins, eða sem svarar til á bilinu 55-75 milljörðum króna með þeirri matsaðferð sem beitt er í skýrslunni, eftir því hvort miðað er við kostnað og ábata á föstu verðlagi eða sem hlutfall af landsframleiðslu á hverjum tíma. Mikilvæg forsenda í matinu er að sögn að unnt verði að selja eignarhluti ríkisins í viðskiptabönkunum á næstunni á gengi sem svarar til 100% af bókfærðu virði eigin fjár þeirra. Er vakin athygli á því í skýrslunni að matið tekur eingöngu til beinna fjárráðstafana ríkisins gagnvart fjármálakerfinu en ekki til margs konar óbeinna áhrifa af efnahagssamdrættinum sem fylgdi í kjölfar bankahrunsins, svo sem mikið tekjuhrap og útgjaldaaukning meðal annars vegna atvinnuleysisbóta og vaxtakostnaðar af hallarekstri ríkissjóðs. Samkvæmt mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá árinu 2012 nam beinn heildarkostnaður ríkissjóðs vegna falls fjármálastofnana, án tillits til verðmætis yfirtekinna eigna, um 43 prósent af vergri landsframleiðslu á tímabilinu 2008 til 2011 og var sá næst mesti allra landa innan OECD á eftir Írlandi. „Nú fimm árum seinna hefur þessi kostnaður verið endurheimtur og gott betur. Með endurheimtum af fjármögnun viðskiptabankanna og skattlagningu og stöðugleikaframlögum slitabúanna hefur ríkissjóður ekki aðeins endurheimt allan beinan kostnað vegna veðlánaviðskipta Seðlabankans, verðbréfalána ríkissjóðs, ríkisábyrgða, láns Seðlabankans til Kaupþings og falls sparisjóðanna heldur haft hreinan ábata umfram það sem nemur um 286 milljörðum króna á verðlagi hvers árs,“ segir í skýrslunni sem má lesa hér.
Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira