WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júní 2016 10:33 Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt beint frá mótttökuathöfn á Keflavíkurflugvelli og rætt við Skúla Mogensen, forstjóra og eiganda WOW-air. Meðal þeirra sem fögnuðu með WOW í gær var Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Þoturnar eru af gerðinni Airbus A330, 64 metra langar og með 60 metra vænghaf. Þær verða að öllum líkindum dýrustu þotur flugflotans en opinbert listaverð einnar slíkrar þotu er um 30 milljarðar króna, álíka og Búðarhálsvirkjun kostaði, en hún er nýjasta stórvirkjun Íslendinga.Fyrsta breiðþota WOW-air, Airbus A330, á Keflavíkurflugvelli.Stöð 2/Steíngrímur Þórðarson.Þær verða fyrstu breiðþotur WOW-air og mjög langdrægar, komast nærri 12.000 kílómetra í einum áfanga. Þær marka jafnframt upphaf áætlunarflugs WOW til vesturstrandar Bandaríkjanna. Flug til San Francisco hefst 9. júní og flug til Los Angeles 15. júní. Þoturnar eru nýjar, allar af árgerð 2015. Þær taka 350 farþega í sæti. Til samanburðar má geta þess að Boeing 757-þotur Icelandair, sem undanfarinn aldarfjórðung hafa verið burðarás millilandaflugsins, taka 189 farþega, og Boeing 767-breiðþoturnar, sem Icelandair er að fá, taka 252 farþega. Fyrsta breiðþota íslensks áætlunarflugs var hins vegar DC-10 breiðþota, sem Flugleiðir ráku um skamma hríð á árunum 1979 til 1980 en hún gat borið allt að 380 farþega.Gestir WOW-air og starfsmenn fylltu vélina þegar komu hennar var fagnað.Stöð 2/Steingrímur ÞórðarsonSætabil í öllum þremum Airbus A330 vélunum eru 31-35 tommur sem er meira en hefðbundin farrými hjá flestum flugfélögum, sem eru oftast 29-31 tommur, samkvæmt upplýsingum frá WOW. Tveir gangar eru í farþegarýminu; tvö sæti við glugga sitthvoru megin og fjögur sæti í miðju. Flugfreyjur buðu gesti velkomna um borð að skoða nýju flugvélina.Stöð 2/Steingrímur Þórðarson.Meira myndefni frá mótttökuathöfninni í gærkvöldi má sjá hér að neðan. Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt beint frá mótttökuathöfn á Keflavíkurflugvelli og rætt við Skúla Mogensen, forstjóra og eiganda WOW-air. Meðal þeirra sem fögnuðu með WOW í gær var Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Þoturnar eru af gerðinni Airbus A330, 64 metra langar og með 60 metra vænghaf. Þær verða að öllum líkindum dýrustu þotur flugflotans en opinbert listaverð einnar slíkrar þotu er um 30 milljarðar króna, álíka og Búðarhálsvirkjun kostaði, en hún er nýjasta stórvirkjun Íslendinga.Fyrsta breiðþota WOW-air, Airbus A330, á Keflavíkurflugvelli.Stöð 2/Steíngrímur Þórðarson.Þær verða fyrstu breiðþotur WOW-air og mjög langdrægar, komast nærri 12.000 kílómetra í einum áfanga. Þær marka jafnframt upphaf áætlunarflugs WOW til vesturstrandar Bandaríkjanna. Flug til San Francisco hefst 9. júní og flug til Los Angeles 15. júní. Þoturnar eru nýjar, allar af árgerð 2015. Þær taka 350 farþega í sæti. Til samanburðar má geta þess að Boeing 757-þotur Icelandair, sem undanfarinn aldarfjórðung hafa verið burðarás millilandaflugsins, taka 189 farþega, og Boeing 767-breiðþoturnar, sem Icelandair er að fá, taka 252 farþega. Fyrsta breiðþota íslensks áætlunarflugs var hins vegar DC-10 breiðþota, sem Flugleiðir ráku um skamma hríð á árunum 1979 til 1980 en hún gat borið allt að 380 farþega.Gestir WOW-air og starfsmenn fylltu vélina þegar komu hennar var fagnað.Stöð 2/Steingrímur ÞórðarsonSætabil í öllum þremum Airbus A330 vélunum eru 31-35 tommur sem er meira en hefðbundin farrými hjá flestum flugfélögum, sem eru oftast 29-31 tommur, samkvæmt upplýsingum frá WOW. Tveir gangar eru í farþegarýminu; tvö sæti við glugga sitthvoru megin og fjögur sæti í miðju. Flugfreyjur buðu gesti velkomna um borð að skoða nýju flugvélina.Stöð 2/Steingrímur Þórðarson.Meira myndefni frá mótttökuathöfninni í gærkvöldi má sjá hér að neðan.
Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira