WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júní 2016 10:33 Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt beint frá mótttökuathöfn á Keflavíkurflugvelli og rætt við Skúla Mogensen, forstjóra og eiganda WOW-air. Meðal þeirra sem fögnuðu með WOW í gær var Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Þoturnar eru af gerðinni Airbus A330, 64 metra langar og með 60 metra vænghaf. Þær verða að öllum líkindum dýrustu þotur flugflotans en opinbert listaverð einnar slíkrar þotu er um 30 milljarðar króna, álíka og Búðarhálsvirkjun kostaði, en hún er nýjasta stórvirkjun Íslendinga.Fyrsta breiðþota WOW-air, Airbus A330, á Keflavíkurflugvelli.Stöð 2/Steíngrímur Þórðarson.Þær verða fyrstu breiðþotur WOW-air og mjög langdrægar, komast nærri 12.000 kílómetra í einum áfanga. Þær marka jafnframt upphaf áætlunarflugs WOW til vesturstrandar Bandaríkjanna. Flug til San Francisco hefst 9. júní og flug til Los Angeles 15. júní. Þoturnar eru nýjar, allar af árgerð 2015. Þær taka 350 farþega í sæti. Til samanburðar má geta þess að Boeing 757-þotur Icelandair, sem undanfarinn aldarfjórðung hafa verið burðarás millilandaflugsins, taka 189 farþega, og Boeing 767-breiðþoturnar, sem Icelandair er að fá, taka 252 farþega. Fyrsta breiðþota íslensks áætlunarflugs var hins vegar DC-10 breiðþota, sem Flugleiðir ráku um skamma hríð á árunum 1979 til 1980 en hún gat borið allt að 380 farþega.Gestir WOW-air og starfsmenn fylltu vélina þegar komu hennar var fagnað.Stöð 2/Steingrímur ÞórðarsonSætabil í öllum þremum Airbus A330 vélunum eru 31-35 tommur sem er meira en hefðbundin farrými hjá flestum flugfélögum, sem eru oftast 29-31 tommur, samkvæmt upplýsingum frá WOW. Tveir gangar eru í farþegarýminu; tvö sæti við glugga sitthvoru megin og fjögur sæti í miðju. Flugfreyjur buðu gesti velkomna um borð að skoða nýju flugvélina.Stöð 2/Steingrímur Þórðarson.Meira myndefni frá mótttökuathöfninni í gærkvöldi má sjá hér að neðan. Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt beint frá mótttökuathöfn á Keflavíkurflugvelli og rætt við Skúla Mogensen, forstjóra og eiganda WOW-air. Meðal þeirra sem fögnuðu með WOW í gær var Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála. Þoturnar eru af gerðinni Airbus A330, 64 metra langar og með 60 metra vænghaf. Þær verða að öllum líkindum dýrustu þotur flugflotans en opinbert listaverð einnar slíkrar þotu er um 30 milljarðar króna, álíka og Búðarhálsvirkjun kostaði, en hún er nýjasta stórvirkjun Íslendinga.Fyrsta breiðþota WOW-air, Airbus A330, á Keflavíkurflugvelli.Stöð 2/Steíngrímur Þórðarson.Þær verða fyrstu breiðþotur WOW-air og mjög langdrægar, komast nærri 12.000 kílómetra í einum áfanga. Þær marka jafnframt upphaf áætlunarflugs WOW til vesturstrandar Bandaríkjanna. Flug til San Francisco hefst 9. júní og flug til Los Angeles 15. júní. Þoturnar eru nýjar, allar af árgerð 2015. Þær taka 350 farþega í sæti. Til samanburðar má geta þess að Boeing 757-þotur Icelandair, sem undanfarinn aldarfjórðung hafa verið burðarás millilandaflugsins, taka 189 farþega, og Boeing 767-breiðþoturnar, sem Icelandair er að fá, taka 252 farþega. Fyrsta breiðþota íslensks áætlunarflugs var hins vegar DC-10 breiðþota, sem Flugleiðir ráku um skamma hríð á árunum 1979 til 1980 en hún gat borið allt að 380 farþega.Gestir WOW-air og starfsmenn fylltu vélina þegar komu hennar var fagnað.Stöð 2/Steingrímur ÞórðarsonSætabil í öllum þremum Airbus A330 vélunum eru 31-35 tommur sem er meira en hefðbundin farrými hjá flestum flugfélögum, sem eru oftast 29-31 tommur, samkvæmt upplýsingum frá WOW. Tveir gangar eru í farþegarýminu; tvö sæti við glugga sitthvoru megin og fjögur sæti í miðju. Flugfreyjur buðu gesti velkomna um borð að skoða nýju flugvélina.Stöð 2/Steingrímur Þórðarson.Meira myndefni frá mótttökuathöfninni í gærkvöldi má sjá hér að neðan.
Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira