Fótbolti

Ætlar að tefla fram sterku liði á móti Portúgal á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Vísir/Getty
Fyrstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi verða Portúgalar og þeir eru að spila vináttulandsleik í vikunni og Ísland. Ísland mætir Noregi í Osló í kvöld en Portúgalar spila við Englendinga á Wembley á morgun.

Þetta verður lokaleikur enska liðsins fyrir Evrópumótið en þeir spila líka sinn fyrsta leik á EM þremur dögum fyrr en Ísland og Portúgal. Portúgal mætir Eistlandi á miðvikudaginn eftir viku í lokaleik sínum fyrir Evrópukeppnina.

Roy Hodgson, þjálfari enska liðsins, ætlar að tefla fram sterku liði á móti Portúgal.

„Ég þarf ekki að prófa neitt lengur en ég er samt ekki tilbúinn að gefa það út að byrjunarliðið á móti Portúgal byrji í fyrsta leiknum á móti Rússlandi," sagði Roy Hodgson á blaðamannafundi í dag.

„Ég vil ekki skuldbinda mig að velja sama lið eftir tíu daga þegar við mætum Rússum. Þetta verður samt sterkt lið á móti Portúgal og Wayne Rooney verður fyrirliðinn og spilar," sagði Hodgson.

„Ég hef verið með lokahópnum nær fullmótaðan í langan tíma og ef,  við tökum út nýja strákinn  Marcus Rashford, þá þekki ég leik þessara leikmanna sérstaklega vel," sagði Hodgson.

„Ég þekki leikmennina út og inn og ég veit hvað þeir geta. Við gætum næstum því tefla fram tveimur ólíkum byrjunarliðum á mótu Rússum," sagði Hodgson.

„Við erum með fullt af leikmönnum sem geta spilað fyrir England á bæði þessu móti og í framtíðinni. Ég er fullkomlega sáttur með þá 23 leikmenn sem ég hef valið eftir langa íhugun. Ég er ánægður en ég veit líka að margir hafa aðrar skoðanir á þessu," sagði Hodgson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×