Fótbolti

Takmarkaður áhugi á íslenska landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr norsku dagblöðunum í dag.
Úr norsku dagblöðunum í dag. Vísir
Vináttulandsleikur Íslands og Noregs fær litla athygli í norsku dagblöðunum en liðin mætast á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í kvöld.

Það voru afar fáir fulltrúar frá norskum fjölmiðlum á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær og enginn kom frá stóru dagblöðunum.

Umfjöllun VG um leikinn tengist úttekt blaðsins á hinum unga og stórefnilega Martin Samuelsen, leikmann West Ham, sem gæti fengið stórt hlutverk í norska landsliðinu í kvöld.

Dagbladet fjallar um störf landsliðsþjálfarann Per-Mathias Högmo sem mistókst að koma Noregi á EM í Frakklandi og hefur verið gagnrýndur fyrir óstöðugleika.

Aftenposten birtir ítarlega grein um árangur íslenska landsliðsins og setur árangurinn í undankeppni EM 2016 í samhengi við þá erfiðleika sem hafa dunið á íslensku þjóðfélagi undanfarinn áratug. Það er þó ekkert rætt við leikmenn eða þjálfara íslenska liðsins um leikinn í kvöld.

Leikur Noregs og Íslands hefst klukkan 17.45 í kvöld og verður bein textalýsing frá leiknum á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×