Innlent

„Sumarið er loks komið“

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Frá Kvennahlaupinu.
Frá Kvennahlaupinu. Vísir/Aðsend
Vel mun viðra á þátttakendur í Kvennahlaupi ÍSÍ á laugardag ef fer sem horfir. Spáð er sólskini og allt að tuttugu stiga hita.

Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands segir að sumarið sé loksins komið. Þó verður þungbúið sunnan- og vestanlands í dag og lítilsháttar væta. „Sumarið er loks komið,“ skrifar veðurfræðingum.

„Hiti næstu daga gæti vel farið yfir 20 stig í sólskini nn til landsins, en þokubakkar, sem gjarnan loða við sjávarsíðuna, halda hitanum mun lægri þar. Kólnar síðan lítið eitt eftir helgi, þó áfram verði fínasta sumarveður, en líkur munu aukast á síðdegisskúrum í innsveitum og til fjalla.“

Í dag verður hlýjast austanlands.

„Það er alltaf gaman í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ, hvernig sem veðrið er,“ segir Sigríður Inga Viggósdóttir, sviðstjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ. „En það spillir síður en svo fyrir að fá svona spá. Það er eins og við höfum pantað þetta veður.“

Hlaupið fer fram í 27. sinn í ár og verður hlaupið á yfir hundrað stöðum hérlendis og erlendis. Þúsundir kvenna hafa tekið þátt í hlaupinu. Á vefsíðu hlaupsins má finna upplýsingar um hlaupastaðina í ár en engin skráning er í hlaupið heldur er þátttökugjald greitt með því að kaupa Kvennahlaupsbol annaðhvort í forsölu eða á hlaupadag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×