Viðskipti innlent

Bein útsending: Ný þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka fyrir árin 2016-2018

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka.
Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka.
Greining Íslandsbanka gefur út nýja þjóðhagsspá fyrir árin 2016-2018. Hún verður kynnt á morgunverðarfundi í Silfurbergi í Hörpu frá klukkan 8:30-10:00.

Dagskrá

08:00 Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða Íslandsbanka



08:35 Hvert stefnir hagkerfið? Efnahagshorfur 2016-2018

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka:

Í erindinu verður m.a. fjallað um horfur varðandi hagvöxt, verðbólgu, vexti, laun, atvinnuleysi, íbúðaverð og fleiri þætti er varða efnahagslega umgjörð heimila, fyrirtækja og fjármálamarkaðarins.



09:00 Hvað með krónuna? Gengisspá 2016-2018


Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka:

Í erindinu verður m.a. fjallað um horfur varðandi gengisþróun krónunnar og helstu áhrifaþætti, þ.m.t. áhrif fjármagnshafta og losunar þeirra, þróun utanríkisviðskipta og erlendrar stöðu þjóðarbúsins.

09:25 Pallborðsumræður

- Agnar Tómas Möller, CIO og sjóðsstjóri hjá GAMMA

- Helga Óskarsdóttir, sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum

- Þórður Pálsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá Sjóvá

- Pallborðsumræðum stýrir Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka

10:00 Fundi slitið






Fleiri fréttir

Sjá meira


×