Viðskipti innlent

Vextir Seðlabankans óbreyttir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. vísir/vilhelm
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5,75%. Jafnframt ákvað nefndin að lækka bindiskyldu um 0,5 prósentur, í samræmi við fyrri yfirlýsingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Þar segir jafnframt að efnahagshorfur í landinu séu lítið breyttar frá síðustu vaxtaákvörðun. Þannig sé áfram útlit fyrir öran hagvöx og vaxandi spennu gæti á vinnumarkaði. Þó hefur verðbólgan haldist undir markmiði um ríflega tveggja ára skeið þrátt fyrir miklar launahækkanir og vaxandi framleiðsluspennu.

Í maí hafi hún til að mynda verið 1,7 prósent, svipuð og fyrir ári, en þarna vegast á annars vegar innlendur verðbólguþrýstingur og hins vegar áhrif gengishækkunar krónunnar auk óvenju lítillar alþjóðlegrar verðbólgu.

„Að öðru óbreyttu er útlit fyrir að verðbólga verði undir markmiði fram eftir ári en aukist þegar innflutningsverðlag hættir að lækka, eins og gert var ráð fyrir í síðustu spá Seðlabankans sem birtist í Peningamálum 2016/2 í maí,“ segir í tilkynningu bankans. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×