Hér eru 400 taldir bundnir þrældómi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. júní 2016 07:00 Tilhugsunin um að hér kunni að eiga sér stað þrælahald er að öllum líkindum flestum landsmönnum fjarlæg. vísir/andri marinó Ísland er í 49. sæti á heimsvísu í nýrri skýrslu Global Slavery Index sem kom út í gær. Talið er að á Íslandi séu 400 vinnuþrælar. Ísland fær einkunnina B sem er með lægstu einkunnum í Vestur-Evrópu þegar kemur að því hvernig stjórnvöld taka á þrælahaldi. rælahald er skilgreint þannig að fólk vinnur við aðstæður sem það getur ekki yfirgefið vegna hótana, ofbeldis, harðstjórnar, valdníðslu eða svika. Flestir þrælar starfa í Norður-Kóreu, þá Úsbekistan og Kambódíu og í heiminum öllum er talið að 45 milljónir séu bundnar í þrældóm. Til samanburðar við þær niðurstöður að á Íslandi eru 400 taldir bundnir þrældómi eru 1.000 taldir vinnuþrælar í allri Danmörku og aðeins 900 í Noregi. Hlutfall þræla er samkvæmt skýrslunni lægra í flestum löndum Vestur-Evrópu. Rannsóknin var unnin af Gallup á heimsvísu með viðtölum. Tekin voru 42 þúsund viðtöl í 167 löndum víða um heim og leiddar líkur að fjölda fólks sem bundið er þrældómi í hverju landi.Brynhildur Pétursdóttirmynd/sigtryggur ariEfni skýrslunnar var rætt á Alþingi í gær. „Mér finnst þetta vera mjög sláandi. Við höfum heyrt ýmis dæmi í fréttum af mansali á Íslandi,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, og sagði ráðherra hljóta að taka niðurstöðurnar alvarlega. „Við getum ekki sætt okkur við að vera á þessum stað,“ sagði Brynhildur og krafði Eygló Harðardóttur, félags og húsnæðismálaráðherra, svara um aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Eygló svaraði því til að það hefði verið að gerast fyrst og fremst á undanförnum vikum og mánuðum að samfélagið hafi verið að átta sig á mansali. „Áður voru menn mjög mikið að horfa á samspil mansals og vændis. Hins vegar höfum við gert okkur betur grein fyrir því að þarna undir geta fallið margvísleg störf sem við höfum verið að huga að,“ sagði Eygló. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherraVísirReyndin er hins vegar sú að töluverð umfjöllun var á síðasta ári um tilvist vinnumansals á Íslandi. Á síðasta ári var til dæmis greint frá auknum fjölda vinnumansalsmála og tilvist verndartolla í ýmsum geirum atvinnulífsins. Þá hefur verið fjallað um ólaunuð störf í ferðamannaiðnaði, rannsókn á vinnumansali í textíliðnaði í Vík í Mýrdal og á hóteli í Reykjavík, undirboð í iðnaði, svo sem byggingariðnaði og ógreidd vinna au-pair-starfsmanna í sveit. Eygló var einnig viðmælandi í fréttum á síðasta ári þar sem hún var krafin svara um árangur af aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Í febrúar sagði Eygló að ekki hafi verið horfst í augu við að mansal nái yfir fjölbreytt mál. Velferðarráðuneytið ber ábyrgð á þremur aðgerðum áætlunar ríkisstjórnar en heildarumsjón með málaflokknum fellur hins vegar undir innanríkisráðuneytið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Ísland er í 49. sæti á heimsvísu í nýrri skýrslu Global Slavery Index sem kom út í gær. Talið er að á Íslandi séu 400 vinnuþrælar. Ísland fær einkunnina B sem er með lægstu einkunnum í Vestur-Evrópu þegar kemur að því hvernig stjórnvöld taka á þrælahaldi. rælahald er skilgreint þannig að fólk vinnur við aðstæður sem það getur ekki yfirgefið vegna hótana, ofbeldis, harðstjórnar, valdníðslu eða svika. Flestir þrælar starfa í Norður-Kóreu, þá Úsbekistan og Kambódíu og í heiminum öllum er talið að 45 milljónir séu bundnar í þrældóm. Til samanburðar við þær niðurstöður að á Íslandi eru 400 taldir bundnir þrældómi eru 1.000 taldir vinnuþrælar í allri Danmörku og aðeins 900 í Noregi. Hlutfall þræla er samkvæmt skýrslunni lægra í flestum löndum Vestur-Evrópu. Rannsóknin var unnin af Gallup á heimsvísu með viðtölum. Tekin voru 42 þúsund viðtöl í 167 löndum víða um heim og leiddar líkur að fjölda fólks sem bundið er þrældómi í hverju landi.Brynhildur Pétursdóttirmynd/sigtryggur ariEfni skýrslunnar var rætt á Alþingi í gær. „Mér finnst þetta vera mjög sláandi. Við höfum heyrt ýmis dæmi í fréttum af mansali á Íslandi,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, og sagði ráðherra hljóta að taka niðurstöðurnar alvarlega. „Við getum ekki sætt okkur við að vera á þessum stað,“ sagði Brynhildur og krafði Eygló Harðardóttur, félags og húsnæðismálaráðherra, svara um aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Eygló svaraði því til að það hefði verið að gerast fyrst og fremst á undanförnum vikum og mánuðum að samfélagið hafi verið að átta sig á mansali. „Áður voru menn mjög mikið að horfa á samspil mansals og vændis. Hins vegar höfum við gert okkur betur grein fyrir því að þarna undir geta fallið margvísleg störf sem við höfum verið að huga að,“ sagði Eygló. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherraVísirReyndin er hins vegar sú að töluverð umfjöllun var á síðasta ári um tilvist vinnumansals á Íslandi. Á síðasta ári var til dæmis greint frá auknum fjölda vinnumansalsmála og tilvist verndartolla í ýmsum geirum atvinnulífsins. Þá hefur verið fjallað um ólaunuð störf í ferðamannaiðnaði, rannsókn á vinnumansali í textíliðnaði í Vík í Mýrdal og á hóteli í Reykjavík, undirboð í iðnaði, svo sem byggingariðnaði og ógreidd vinna au-pair-starfsmanna í sveit. Eygló var einnig viðmælandi í fréttum á síðasta ári þar sem hún var krafin svara um árangur af aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Í febrúar sagði Eygló að ekki hafi verið horfst í augu við að mansal nái yfir fjölbreytt mál. Velferðarráðuneytið ber ábyrgð á þremur aðgerðum áætlunar ríkisstjórnar en heildarumsjón með málaflokknum fellur hins vegar undir innanríkisráðuneytið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira