Bandarískir kjósendur ósáttir við útnefningarferli flokkanna Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. júní 2016 07:00 Mikill stuðningur er við kröfur Bernie Sanders um breytingar á útnefningarferli flokkanna tveggja. Nordicphotos/AFP Bandaríkjamönnum þykir margt athugavert við hið ógnarlanga ferli við val forsetaefna Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins. Um 70 prósent Bandaríkjamanna eru pirruð á skipulaginu sem flokkarnir tveir hafa við val á forsetaefnum sínum, rúmlega helmingur þeirra er hreinlega reiður en aðeins um 13 prósent eru stolt af því sem er að gerast. Flestir, eða 65 prósent, segjast þó hafa áhuga á kosningunum og 23 prósent segjast spennt. Þetta kemur fram í skoðanakönnun, sem bandaríska fréttastofan AP lét gera í samvinnu við NORC-rannsóknarstofnunina við Chicago-háskóla. AP segir þetta sýna breiðan stuðning við kröfur Bernie Sanders um að breytingar verði gerðar á forkosninga- og útnefningarferlinu öllu. Athygli vekur að nærri helmingur demókrata telur að framboð Sanders hafi góð áhrif á Demókrataflokkinn, en einungis þriðjungur repúblikana telur að framboð Donalds Trump hafi góð áhrif á Repúblikanaflokkinn. Þá segja 29 prósent demókrata að þeirra eigin flokkur sé ekki nógu opinn fyrir nýjum hugmyndum, en um 46 prósent repúblikana segja hið sama um Repúblikanaflokkinn. Almennt vilja kjósendur opnar forkosningar frekar en lokaðar, þeir vilja forkosningar frekar en kjörfundi og svo hafa þeir litla trú á ofurfulltrúunum svonefndu, sem ráða miklu um niðurstöðuna. Þá sýnir könnunin einnig að almennt hafa Bandaríkjamenn litla trú á opinberum stofnunum. Mest er traustið reyndar í garð hersins, því 56 prósent segjast hafa mikla trú á honum. Hins vegar segjast aðeins fjögur prósent hafa mikla trú á þinginu og tíu prósent segjast hafa mikla trú á bandaríska stjórnmálakerfinu. Nærri því fjörutíu prósent segja tveggja flokka kerfið, sem tryggt hefur Demókrataflokknum og Repúblikanaflokknum öll völd í Bandaríkjunum, vera meingallað. Einungis þrettán prósent eru sátt við þetta tveggja flokka kerfi, en fimmtíu prósent segja kerfið vera gallað, en þó ekki svo mjög að ekki megi bæta þar úr. Könnunin var gerð 12. til 15. maí í öllum ríkjum Bandaríkjanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump búinn að ná meirihluta Nánast öruggt þykir að hann muni komast hjá miklum deilum á flokksþingi Repúblikana í júlí. 26. maí 2016 14:58 Segir ólöglega innflytjendur fá betri meðferð en hermenn Donald Trump forsetaefni Reúpblíkanaflokksins mætti á samkomu mótorhjólaeiganda í Washington í dag. 29. maí 2016 23:09 Baðst afsökunar á því að ýja að því að Trump væri með lítið typpi Marco Rubio sér eftir ummælunum og segir þau ekki endurspegla sinn innri mann. 29. maí 2016 14:46 Mótmælendur og stuðningsmenn Trump tókust á 35 voru handteknir eftir kosningafund forsetaframbjóðandans í Sand Diego. 28. maí 2016 09:06 Trump í vanda vegna vafasamra viðskipta FL Group Fimmtíu milljón dollara fjárfesting FL Group í alþjóðlega fasteignafélaginu Bayrock Group árið 2007 gæti reynst forsetaframbjóðandanum Donald Trump erfiður ljár í þúfu. 26. maí 2016 15:42 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Bandaríkjamönnum þykir margt athugavert við hið ógnarlanga ferli við val forsetaefna Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins. Um 70 prósent Bandaríkjamanna eru pirruð á skipulaginu sem flokkarnir tveir hafa við val á forsetaefnum sínum, rúmlega helmingur þeirra er hreinlega reiður en aðeins um 13 prósent eru stolt af því sem er að gerast. Flestir, eða 65 prósent, segjast þó hafa áhuga á kosningunum og 23 prósent segjast spennt. Þetta kemur fram í skoðanakönnun, sem bandaríska fréttastofan AP lét gera í samvinnu við NORC-rannsóknarstofnunina við Chicago-háskóla. AP segir þetta sýna breiðan stuðning við kröfur Bernie Sanders um að breytingar verði gerðar á forkosninga- og útnefningarferlinu öllu. Athygli vekur að nærri helmingur demókrata telur að framboð Sanders hafi góð áhrif á Demókrataflokkinn, en einungis þriðjungur repúblikana telur að framboð Donalds Trump hafi góð áhrif á Repúblikanaflokkinn. Þá segja 29 prósent demókrata að þeirra eigin flokkur sé ekki nógu opinn fyrir nýjum hugmyndum, en um 46 prósent repúblikana segja hið sama um Repúblikanaflokkinn. Almennt vilja kjósendur opnar forkosningar frekar en lokaðar, þeir vilja forkosningar frekar en kjörfundi og svo hafa þeir litla trú á ofurfulltrúunum svonefndu, sem ráða miklu um niðurstöðuna. Þá sýnir könnunin einnig að almennt hafa Bandaríkjamenn litla trú á opinberum stofnunum. Mest er traustið reyndar í garð hersins, því 56 prósent segjast hafa mikla trú á honum. Hins vegar segjast aðeins fjögur prósent hafa mikla trú á þinginu og tíu prósent segjast hafa mikla trú á bandaríska stjórnmálakerfinu. Nærri því fjörutíu prósent segja tveggja flokka kerfið, sem tryggt hefur Demókrataflokknum og Repúblikanaflokknum öll völd í Bandaríkjunum, vera meingallað. Einungis þrettán prósent eru sátt við þetta tveggja flokka kerfi, en fimmtíu prósent segja kerfið vera gallað, en þó ekki svo mjög að ekki megi bæta þar úr. Könnunin var gerð 12. til 15. maí í öllum ríkjum Bandaríkjanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump búinn að ná meirihluta Nánast öruggt þykir að hann muni komast hjá miklum deilum á flokksþingi Repúblikana í júlí. 26. maí 2016 14:58 Segir ólöglega innflytjendur fá betri meðferð en hermenn Donald Trump forsetaefni Reúpblíkanaflokksins mætti á samkomu mótorhjólaeiganda í Washington í dag. 29. maí 2016 23:09 Baðst afsökunar á því að ýja að því að Trump væri með lítið typpi Marco Rubio sér eftir ummælunum og segir þau ekki endurspegla sinn innri mann. 29. maí 2016 14:46 Mótmælendur og stuðningsmenn Trump tókust á 35 voru handteknir eftir kosningafund forsetaframbjóðandans í Sand Diego. 28. maí 2016 09:06 Trump í vanda vegna vafasamra viðskipta FL Group Fimmtíu milljón dollara fjárfesting FL Group í alþjóðlega fasteignafélaginu Bayrock Group árið 2007 gæti reynst forsetaframbjóðandanum Donald Trump erfiður ljár í þúfu. 26. maí 2016 15:42 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Trump búinn að ná meirihluta Nánast öruggt þykir að hann muni komast hjá miklum deilum á flokksþingi Repúblikana í júlí. 26. maí 2016 14:58
Segir ólöglega innflytjendur fá betri meðferð en hermenn Donald Trump forsetaefni Reúpblíkanaflokksins mætti á samkomu mótorhjólaeiganda í Washington í dag. 29. maí 2016 23:09
Baðst afsökunar á því að ýja að því að Trump væri með lítið typpi Marco Rubio sér eftir ummælunum og segir þau ekki endurspegla sinn innri mann. 29. maí 2016 14:46
Mótmælendur og stuðningsmenn Trump tókust á 35 voru handteknir eftir kosningafund forsetaframbjóðandans í Sand Diego. 28. maí 2016 09:06
Trump í vanda vegna vafasamra viðskipta FL Group Fimmtíu milljón dollara fjárfesting FL Group í alþjóðlega fasteignafélaginu Bayrock Group árið 2007 gæti reynst forsetaframbjóðandanum Donald Trump erfiður ljár í þúfu. 26. maí 2016 15:42