Erlent

Vilja Bandaríkjaher burt í kjölfar hrottalegs morðs

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá mótmælunum í dag. „Burt með sjóliðana“ stendur á spjöldunum.
Frá mótmælunum í dag. „Burt með sjóliðana“ stendur á spjöldunum. Vísir/EPA
Tugþúsundir söfnuðust saman á japönsku eyjunni Ókínava í dag til að mótmæla veru bandarískra hermanna á eyjunni. Í síðustu viku var fyrrverandi sjóliði í bandaríska hernum handtekinn grunaður um að hafa nauðgað og myrt tvítuga japanska konu.

Eyjaskeggjar hafa lengi kallað eftir því að herlið Bandaríkjamanna yfirgefi Ókínava en mörgum þeirra er enn ferskt í minni þegar þrír hermenn nauðguðu tólf ára japanskri stúku árið 1995. Mál sjóliðans fyrrverandi hefur hellt olíu á þann eld.

„Svo lengi sem Bandaríkjamenn eru með herbúðir hérna, munu svona hlutir gerast,“ segir einn mótmælenda í samtali við fréttaveituna AFP.

Um 26 þúsund bandarískir hermenn eru á Ókínava og herbúðirnar taka upp landsvæði sem nemur um fimmtungi eyjunnar. Eyjan var hersetin í 27 ár eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×