Erlent

24 látnir í flóðum á Jövu

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá eyjunni Jövu, mynd úr safni. Veðurfræðingar vara við því að rigningin geti haldið áfram næstu vikur.
Frá eyjunni Jövu, mynd úr safni. Veðurfræðingar vara við því að rigningin geti haldið áfram næstu vikur. Vísir/Getty
Að minnsta kosti 24 eru látnir og 26 er saknað eftir mikil flóð á indónesísku eyjunni Jövu í gær. Mikil rigning var í gær sem olli aurskriðum víða á svæðinu.

Indónesíski herinn og lögreglan vinna nú með sjálfboðaliðum til að rýma svæðin sem hafa orðið illa úti og leita þeirra sem enn er saknað.

Júní er alla jafna þurr mánuður í Indónesíu en veðurfræðingar þar í landi vara við því að rigningin geti haldið áfram næstu vikur með tilheyrandi asaflóðum og aurskriðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×