Erlent

Raggi líklega fyrsti kvenkyns borgarstjóri Rómar

Bjarki Ármannsson skrifar
Hin 37 ára Raggi býður sig fram fyrir hina svokölluðu Fimm stjörnu hreyfingu, stjórnmálaflokk sem grínistinn Beppe Grillo stofnaði og á að berjast gegn rótgrónni spillingu þar í landi.
Hin 37 ára Raggi býður sig fram fyrir hina svokölluðu Fimm stjörnu hreyfingu, stjórnmálaflokk sem grínistinn Beppe Grillo stofnaði og á að berjast gegn rótgrónni spillingu þar í landi. Vísir/EPA
Allar líkur eru á að Róm, höfuðborg Ítalíu, eignist í dag sinn fyrsta kvenkyns borgarstjóra frá upphafi en lögfræðingurinn Virginia Raggi nýtur góðs forskots fyrir síðari umferð borgarstjórnarkosninganna.

Hin 37 ára Raggi býður sig fram fyrir hina svokölluðu Fimm stjörnu hreyfingu, stjórnmálaflokk sem grínistinn Beppe Grillo stofnaði árið 2009 og á að berjast gegn rótgróinni spillingu þar í landi.

Nái Raggi kjöri, verður það að teljast nokkuð áfall fyrir Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Frambjóðendur Demókrataflokks Renzi virðast hvorki ætla að ná kjöri í höfuðborginni né í fjármálamiðstöðinni Mílanó.

Rómarbúar hafa fengið sig fullsadda af lélegri sorphirðu, velferðarþjónustu og vegaumhirðu undanfarin ár, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um málið. Borgin skuldar sem nemur nærri tvö þúsund milljörðum íslenskra króna og hefur verið án borgarstjóra frá því í október síðastliðnum þegar síðasti borgarstjórinn, Ignazio Marino, sagði af sér í vegna spillingarhneykslis.

Enn stærra hneyksli hefur þó ýtt undir vinsældir Fimm stjörnu hreyfingarinnar í Róm en það varðar meint áhrif ítölsku mafíunnar í borgarstjórn Rómar. Gæti það orðið til þess að fleyta Raggi alla leið í borgarstjórasætið og gera Fimm stjörnu hreyfinguna að stærsta stjórnarandstöðuflokki fyrir kosningarnar á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×