Birkir Már um sjálfsmarkið: Hitti boltann ekki nógu vel Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 19:06 Birkir setur boltann í eigið mark. vísir/epa Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Ísland og Ungverjaland mættust í Marseille í F-riðli á EM 2016 í dag. Gylfi Þór Sigurðsson kom íslenska liðinu yfir á 40. mínútu en þegar tvær mínútur voru til leiksloka stýrði Birkir fyrirgjöf Nemanja Nikolić framhjá Hannesi Þór Halldórssyni og jafnaði metin í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Birkir var að vonum súr og svekktur í leikslok. „Það er erfitt að lýsa því, ég er mjög svekktur,“ sagði Birkir. „Ég var fyrir framan minn mann og ætlaði að hreinsa boltann í burtu. Ef ég hefði verið mjög heppinn hefði hann farið í burtu en ég hitti hann ekki nógu vel,“ bætti bakvörðurinn við. Íslenska liðið lá mjög aftarlega í leiknum í dag og færðist aftar og aftar eftir því sem á leið. Birkir segir að það hafi ekki verið meðvituð ákvörðun að falla svona aftarlega á völlinn. „Uppleggið var ekki að liggja í vörn allan seinni hálfleikinn. Við náðum ekki að halda boltanum nógu vel þegar við unnum hann og fengum alltaf nýja og nýja sókn á okkur,“ sagði Birkir sem kvaðst þó ánægður með varnarleik Íslands í dag og sagði að Ungverjarnir hefðu ekki fengið mörg færi í leiknum. Ísland er nú með tvö stig og mætir Austurríki í síðasta leik sínum í riðlakeppninni á miðvikudaginn. „Við erum taplausir en finnst samt eins og við höfum tapað þessum leik. Við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik þar sem við þurfum að ná í þrjú stig,“ sagði Birkir Már að lokum.Markið má sjá hér að neðan (aðeins aðgengilegt á Íslandi).Jöfnunarmark Ungverja. 1-1 #EMÍsland https://t.co/xDYd7eXvcV— Síminn (@siminn) June 18, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Ísland og Ungverjaland mættust í Marseille í F-riðli á EM 2016 í dag. Gylfi Þór Sigurðsson kom íslenska liðinu yfir á 40. mínútu en þegar tvær mínútur voru til leiksloka stýrði Birkir fyrirgjöf Nemanja Nikolić framhjá Hannesi Þór Halldórssyni og jafnaði metin í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Birkir var að vonum súr og svekktur í leikslok. „Það er erfitt að lýsa því, ég er mjög svekktur,“ sagði Birkir. „Ég var fyrir framan minn mann og ætlaði að hreinsa boltann í burtu. Ef ég hefði verið mjög heppinn hefði hann farið í burtu en ég hitti hann ekki nógu vel,“ bætti bakvörðurinn við. Íslenska liðið lá mjög aftarlega í leiknum í dag og færðist aftar og aftar eftir því sem á leið. Birkir segir að það hafi ekki verið meðvituð ákvörðun að falla svona aftarlega á völlinn. „Uppleggið var ekki að liggja í vörn allan seinni hálfleikinn. Við náðum ekki að halda boltanum nógu vel þegar við unnum hann og fengum alltaf nýja og nýja sókn á okkur,“ sagði Birkir sem kvaðst þó ánægður með varnarleik Íslands í dag og sagði að Ungverjarnir hefðu ekki fengið mörg færi í leiknum. Ísland er nú með tvö stig og mætir Austurríki í síðasta leik sínum í riðlakeppninni á miðvikudaginn. „Við erum taplausir en finnst samt eins og við höfum tapað þessum leik. Við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik þar sem við þurfum að ná í þrjú stig,“ sagði Birkir Már að lokum.Markið má sjá hér að neðan (aðeins aðgengilegt á Íslandi).Jöfnunarmark Ungverja. 1-1 #EMÍsland https://t.co/xDYd7eXvcV— Síminn (@siminn) June 18, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti