Erlent

Maður skotinn til bana í beinni á Facebook

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Antonio Perkins var skotinn til bana á götum Chicago í Bandaríkjunum á miðvikudaginn. Hann var í beinni útsendingu á Facebook þegar skotárásin átti sér stað. Fyrr í vikunni myrti maður tvo í París og var hann í beinni útsendingu þegar hann hélt konu í gíslingu. Hann myrti konuna svo síðar.

Perkins var skotinn í höfuðið og hálsinn þar sem hann var á gangi um götur borgarinnar ásamt öðru fólki og var meðal annars barn í barnavagni með í för. Eftir um sex mínútna útsendingu sést Perkins líta til hægri og segja: „Boy, stop...“ og er þó nokkrum skotum hleypt af og síminn dettur í jörðina.

Samkvæmt fjölmiðlum í Chicago segir lögreglan að Perkins hafi verið meðlimur í glæpasamtökum. 

Atvik sem þessi sýna fram á hve mikil vandræði geta fylgt beinum útsendinum samfélagsmiðla. Myndbandið er enn opið á Facebook. Talsmaður fyrirtækisins segir í samtali við Guardian að myndbandið brjóti ekki gegn skilmálum Facebook.


Tengdar fréttir

Hollande segir morðin óneitanlega hryðjuverk

Liðsmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki myrti hjón í París. Hann sat áður inni fyrir að ráða menn í heilagt stríð. Sór samtökunum hollustueið á Facebook. Forseti Frakklands segir hryðjuverkamenn enn ógna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×