Mikill meðbyr með íslenska landsliðinu í Færeyjum: „Þetta er ógeðslega gaman“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. júní 2016 17:02 Íslenska fánanum er flaggað á strætisvögnum í Færeyjum í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga en Sylvía Hall, sem sjá má á mynd til hægri ásamt lita frænda sínum, segir ansi magnað að vera Íslendingur um þessar mundir á Færeyjum á meðan svo mikill meðbyr er með karlalandsliði Íslands. Vísir/Sylvía Hall. „Þetta er ógeðslega gaman,“ segir Sylvía Hall sem dvelur í Færeyjum yfir sumarið en mikill meðbyr hefur myndast þar með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu eftir vaska frammistöðu þess gegn Portúgölum á Evrópumótinu í knattspyrnu. Íbúar Þórshafnar komu saman í miðbæ höfuðstaðar Færeyja, Þórshafnar, þar sem var búið að setja upp risaskjá þar sem þeir fylgdust með Íslendingum gera jafntefli við Portúgali. Þegar flautað var til leiksloka ærðust viðstaddir úr fögnuði eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.Sjá einnig: Frændur okkar í Færeyjum ærðust af fögnuði í leikslokFagnaðarlætin í Tórshavn eftir lokaspyrnuna. Þau eru ekki einu sinni að spila. Þetta er svo ógeðslega fallegt. pic.twitter.com/og0dZYgYmJ— Sylvía Hall (@sylviaahall) June 14, 2016 „Ég fór niður í bæ að horfa á leikinn og gerði ráð fyrir 50 manns það voru 300 til 400 manns undir lokin og maður sá þegar fólk var að fagna hvað þetta var innilegt og hvað fólk hélt í alvörunni með okkur,“ segir Sylvía. Daginn eftir var henni óskað til hamingju þegar hún fór í strætisvagninn sem hún tekur í vinnuna og þá var enginn skortur á hamingjuóskum þegar hún mætti til vinnu. „Þeim þykir þetta afar merkilegt að við séum á EM og það var látið eins og við hefðum unnið mótið eftir jafnteflið við Portúgali,“ segir Sylvía.Íslenska fánanum er flaggað á strætisvögnum í Færeyjum í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga.Vísir/Sylvía HallÍ dag er svo íslenska fánanum flaggað á öllum strætisvögnum í Færeyjum vegna þjóðhátíðardags Íslendinga en Sylvía á von á fjölmörgum í miðbæ Þórshafnar annað kvöld til að fylgjast með leik Íslands gegn Ungverjalandi. „Laugardagurinn er aðaldagurinn í Færeyjum því það er allt lokað á sunnudögum. Það spáir líka rosa góðu veðri og ég yrði ekki hissa að sjá svipaðan fjölda á morgun og var á þriðjudag,“ segir Sylvía. Hún segir Færeyinga rosalega áhugasama um Ísland og til að mynda margir eldri Færeyingar sem hafa verið til sjós frá Íslandi. „Öllum Færeyingum finnst þeir tengjast Íslandi á einhvern hátt.“ Hún segist vera reglulega spurð hvort hún þekki einhverja af leikmönnum karlaliðsins og þá sérstaklega þegar hún fór til Færeyja síðastliðin vetur með fjórum vinkonum sínum en þá var systir Alfreðs Finnbogasonar með í för. „Í kringum mig er hér í Færeyjum er rosalega mikill áhugi á Alfreð Finnbogasyni.“ Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Þetta er ógeðslega gaman,“ segir Sylvía Hall sem dvelur í Færeyjum yfir sumarið en mikill meðbyr hefur myndast þar með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu eftir vaska frammistöðu þess gegn Portúgölum á Evrópumótinu í knattspyrnu. Íbúar Þórshafnar komu saman í miðbæ höfuðstaðar Færeyja, Þórshafnar, þar sem var búið að setja upp risaskjá þar sem þeir fylgdust með Íslendingum gera jafntefli við Portúgali. Þegar flautað var til leiksloka ærðust viðstaddir úr fögnuði eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.Sjá einnig: Frændur okkar í Færeyjum ærðust af fögnuði í leikslokFagnaðarlætin í Tórshavn eftir lokaspyrnuna. Þau eru ekki einu sinni að spila. Þetta er svo ógeðslega fallegt. pic.twitter.com/og0dZYgYmJ— Sylvía Hall (@sylviaahall) June 14, 2016 „Ég fór niður í bæ að horfa á leikinn og gerði ráð fyrir 50 manns það voru 300 til 400 manns undir lokin og maður sá þegar fólk var að fagna hvað þetta var innilegt og hvað fólk hélt í alvörunni með okkur,“ segir Sylvía. Daginn eftir var henni óskað til hamingju þegar hún fór í strætisvagninn sem hún tekur í vinnuna og þá var enginn skortur á hamingjuóskum þegar hún mætti til vinnu. „Þeim þykir þetta afar merkilegt að við séum á EM og það var látið eins og við hefðum unnið mótið eftir jafnteflið við Portúgali,“ segir Sylvía.Íslenska fánanum er flaggað á strætisvögnum í Færeyjum í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga.Vísir/Sylvía HallÍ dag er svo íslenska fánanum flaggað á öllum strætisvögnum í Færeyjum vegna þjóðhátíðardags Íslendinga en Sylvía á von á fjölmörgum í miðbæ Þórshafnar annað kvöld til að fylgjast með leik Íslands gegn Ungverjalandi. „Laugardagurinn er aðaldagurinn í Færeyjum því það er allt lokað á sunnudögum. Það spáir líka rosa góðu veðri og ég yrði ekki hissa að sjá svipaðan fjölda á morgun og var á þriðjudag,“ segir Sylvía. Hún segir Færeyinga rosalega áhugasama um Ísland og til að mynda margir eldri Færeyingar sem hafa verið til sjós frá Íslandi. „Öllum Færeyingum finnst þeir tengjast Íslandi á einhvern hátt.“ Hún segist vera reglulega spurð hvort hún þekki einhverja af leikmönnum karlaliðsins og þá sérstaklega þegar hún fór til Færeyja síðastliðin vetur með fjórum vinkonum sínum en þá var systir Alfreðs Finnbogasonar með í för. „Í kringum mig er hér í Færeyjum er rosalega mikill áhugi á Alfreð Finnbogasyni.“
Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira