Mikill meðbyr með íslenska landsliðinu í Færeyjum: „Þetta er ógeðslega gaman“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. júní 2016 17:02 Íslenska fánanum er flaggað á strætisvögnum í Færeyjum í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga en Sylvía Hall, sem sjá má á mynd til hægri ásamt lita frænda sínum, segir ansi magnað að vera Íslendingur um þessar mundir á Færeyjum á meðan svo mikill meðbyr er með karlalandsliði Íslands. Vísir/Sylvía Hall. „Þetta er ógeðslega gaman,“ segir Sylvía Hall sem dvelur í Færeyjum yfir sumarið en mikill meðbyr hefur myndast þar með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu eftir vaska frammistöðu þess gegn Portúgölum á Evrópumótinu í knattspyrnu. Íbúar Þórshafnar komu saman í miðbæ höfuðstaðar Færeyja, Þórshafnar, þar sem var búið að setja upp risaskjá þar sem þeir fylgdust með Íslendingum gera jafntefli við Portúgali. Þegar flautað var til leiksloka ærðust viðstaddir úr fögnuði eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.Sjá einnig: Frændur okkar í Færeyjum ærðust af fögnuði í leikslokFagnaðarlætin í Tórshavn eftir lokaspyrnuna. Þau eru ekki einu sinni að spila. Þetta er svo ógeðslega fallegt. pic.twitter.com/og0dZYgYmJ— Sylvía Hall (@sylviaahall) June 14, 2016 „Ég fór niður í bæ að horfa á leikinn og gerði ráð fyrir 50 manns það voru 300 til 400 manns undir lokin og maður sá þegar fólk var að fagna hvað þetta var innilegt og hvað fólk hélt í alvörunni með okkur,“ segir Sylvía. Daginn eftir var henni óskað til hamingju þegar hún fór í strætisvagninn sem hún tekur í vinnuna og þá var enginn skortur á hamingjuóskum þegar hún mætti til vinnu. „Þeim þykir þetta afar merkilegt að við séum á EM og það var látið eins og við hefðum unnið mótið eftir jafnteflið við Portúgali,“ segir Sylvía.Íslenska fánanum er flaggað á strætisvögnum í Færeyjum í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga.Vísir/Sylvía HallÍ dag er svo íslenska fánanum flaggað á öllum strætisvögnum í Færeyjum vegna þjóðhátíðardags Íslendinga en Sylvía á von á fjölmörgum í miðbæ Þórshafnar annað kvöld til að fylgjast með leik Íslands gegn Ungverjalandi. „Laugardagurinn er aðaldagurinn í Færeyjum því það er allt lokað á sunnudögum. Það spáir líka rosa góðu veðri og ég yrði ekki hissa að sjá svipaðan fjölda á morgun og var á þriðjudag,“ segir Sylvía. Hún segir Færeyinga rosalega áhugasama um Ísland og til að mynda margir eldri Færeyingar sem hafa verið til sjós frá Íslandi. „Öllum Færeyingum finnst þeir tengjast Íslandi á einhvern hátt.“ Hún segist vera reglulega spurð hvort hún þekki einhverja af leikmönnum karlaliðsins og þá sérstaklega þegar hún fór til Færeyja síðastliðin vetur með fjórum vinkonum sínum en þá var systir Alfreðs Finnbogasonar með í för. „Í kringum mig er hér í Færeyjum er rosalega mikill áhugi á Alfreð Finnbogasyni.“ Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
„Þetta er ógeðslega gaman,“ segir Sylvía Hall sem dvelur í Færeyjum yfir sumarið en mikill meðbyr hefur myndast þar með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu eftir vaska frammistöðu þess gegn Portúgölum á Evrópumótinu í knattspyrnu. Íbúar Þórshafnar komu saman í miðbæ höfuðstaðar Færeyja, Þórshafnar, þar sem var búið að setja upp risaskjá þar sem þeir fylgdust með Íslendingum gera jafntefli við Portúgali. Þegar flautað var til leiksloka ærðust viðstaddir úr fögnuði eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.Sjá einnig: Frændur okkar í Færeyjum ærðust af fögnuði í leikslokFagnaðarlætin í Tórshavn eftir lokaspyrnuna. Þau eru ekki einu sinni að spila. Þetta er svo ógeðslega fallegt. pic.twitter.com/og0dZYgYmJ— Sylvía Hall (@sylviaahall) June 14, 2016 „Ég fór niður í bæ að horfa á leikinn og gerði ráð fyrir 50 manns það voru 300 til 400 manns undir lokin og maður sá þegar fólk var að fagna hvað þetta var innilegt og hvað fólk hélt í alvörunni með okkur,“ segir Sylvía. Daginn eftir var henni óskað til hamingju þegar hún fór í strætisvagninn sem hún tekur í vinnuna og þá var enginn skortur á hamingjuóskum þegar hún mætti til vinnu. „Þeim þykir þetta afar merkilegt að við séum á EM og það var látið eins og við hefðum unnið mótið eftir jafnteflið við Portúgali,“ segir Sylvía.Íslenska fánanum er flaggað á strætisvögnum í Færeyjum í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga.Vísir/Sylvía HallÍ dag er svo íslenska fánanum flaggað á öllum strætisvögnum í Færeyjum vegna þjóðhátíðardags Íslendinga en Sylvía á von á fjölmörgum í miðbæ Þórshafnar annað kvöld til að fylgjast með leik Íslands gegn Ungverjalandi. „Laugardagurinn er aðaldagurinn í Færeyjum því það er allt lokað á sunnudögum. Það spáir líka rosa góðu veðri og ég yrði ekki hissa að sjá svipaðan fjölda á morgun og var á þriðjudag,“ segir Sylvía. Hún segir Færeyinga rosalega áhugasama um Ísland og til að mynda margir eldri Færeyingar sem hafa verið til sjós frá Íslandi. „Öllum Færeyingum finnst þeir tengjast Íslandi á einhvern hátt.“ Hún segist vera reglulega spurð hvort hún þekki einhverja af leikmönnum karlaliðsins og þá sérstaklega þegar hún fór til Færeyja síðastliðin vetur með fjórum vinkonum sínum en þá var systir Alfreðs Finnbogasonar með í för. „Í kringum mig er hér í Færeyjum er rosalega mikill áhugi á Alfreð Finnbogasyni.“
Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira