Mikill meðbyr með íslenska landsliðinu í Færeyjum: „Þetta er ógeðslega gaman“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. júní 2016 17:02 Íslenska fánanum er flaggað á strætisvögnum í Færeyjum í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga en Sylvía Hall, sem sjá má á mynd til hægri ásamt lita frænda sínum, segir ansi magnað að vera Íslendingur um þessar mundir á Færeyjum á meðan svo mikill meðbyr er með karlalandsliði Íslands. Vísir/Sylvía Hall. „Þetta er ógeðslega gaman,“ segir Sylvía Hall sem dvelur í Færeyjum yfir sumarið en mikill meðbyr hefur myndast þar með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu eftir vaska frammistöðu þess gegn Portúgölum á Evrópumótinu í knattspyrnu. Íbúar Þórshafnar komu saman í miðbæ höfuðstaðar Færeyja, Þórshafnar, þar sem var búið að setja upp risaskjá þar sem þeir fylgdust með Íslendingum gera jafntefli við Portúgali. Þegar flautað var til leiksloka ærðust viðstaddir úr fögnuði eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.Sjá einnig: Frændur okkar í Færeyjum ærðust af fögnuði í leikslokFagnaðarlætin í Tórshavn eftir lokaspyrnuna. Þau eru ekki einu sinni að spila. Þetta er svo ógeðslega fallegt. pic.twitter.com/og0dZYgYmJ— Sylvía Hall (@sylviaahall) June 14, 2016 „Ég fór niður í bæ að horfa á leikinn og gerði ráð fyrir 50 manns það voru 300 til 400 manns undir lokin og maður sá þegar fólk var að fagna hvað þetta var innilegt og hvað fólk hélt í alvörunni með okkur,“ segir Sylvía. Daginn eftir var henni óskað til hamingju þegar hún fór í strætisvagninn sem hún tekur í vinnuna og þá var enginn skortur á hamingjuóskum þegar hún mætti til vinnu. „Þeim þykir þetta afar merkilegt að við séum á EM og það var látið eins og við hefðum unnið mótið eftir jafnteflið við Portúgali,“ segir Sylvía.Íslenska fánanum er flaggað á strætisvögnum í Færeyjum í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga.Vísir/Sylvía HallÍ dag er svo íslenska fánanum flaggað á öllum strætisvögnum í Færeyjum vegna þjóðhátíðardags Íslendinga en Sylvía á von á fjölmörgum í miðbæ Þórshafnar annað kvöld til að fylgjast með leik Íslands gegn Ungverjalandi. „Laugardagurinn er aðaldagurinn í Færeyjum því það er allt lokað á sunnudögum. Það spáir líka rosa góðu veðri og ég yrði ekki hissa að sjá svipaðan fjölda á morgun og var á þriðjudag,“ segir Sylvía. Hún segir Færeyinga rosalega áhugasama um Ísland og til að mynda margir eldri Færeyingar sem hafa verið til sjós frá Íslandi. „Öllum Færeyingum finnst þeir tengjast Íslandi á einhvern hátt.“ Hún segist vera reglulega spurð hvort hún þekki einhverja af leikmönnum karlaliðsins og þá sérstaklega þegar hún fór til Færeyja síðastliðin vetur með fjórum vinkonum sínum en þá var systir Alfreðs Finnbogasonar með í för. „Í kringum mig er hér í Færeyjum er rosalega mikill áhugi á Alfreð Finnbogasyni.“ Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
„Þetta er ógeðslega gaman,“ segir Sylvía Hall sem dvelur í Færeyjum yfir sumarið en mikill meðbyr hefur myndast þar með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu eftir vaska frammistöðu þess gegn Portúgölum á Evrópumótinu í knattspyrnu. Íbúar Þórshafnar komu saman í miðbæ höfuðstaðar Færeyja, Þórshafnar, þar sem var búið að setja upp risaskjá þar sem þeir fylgdust með Íslendingum gera jafntefli við Portúgali. Þegar flautað var til leiksloka ærðust viðstaddir úr fögnuði eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.Sjá einnig: Frændur okkar í Færeyjum ærðust af fögnuði í leikslokFagnaðarlætin í Tórshavn eftir lokaspyrnuna. Þau eru ekki einu sinni að spila. Þetta er svo ógeðslega fallegt. pic.twitter.com/og0dZYgYmJ— Sylvía Hall (@sylviaahall) June 14, 2016 „Ég fór niður í bæ að horfa á leikinn og gerði ráð fyrir 50 manns það voru 300 til 400 manns undir lokin og maður sá þegar fólk var að fagna hvað þetta var innilegt og hvað fólk hélt í alvörunni með okkur,“ segir Sylvía. Daginn eftir var henni óskað til hamingju þegar hún fór í strætisvagninn sem hún tekur í vinnuna og þá var enginn skortur á hamingjuóskum þegar hún mætti til vinnu. „Þeim þykir þetta afar merkilegt að við séum á EM og það var látið eins og við hefðum unnið mótið eftir jafnteflið við Portúgali,“ segir Sylvía.Íslenska fánanum er flaggað á strætisvögnum í Færeyjum í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga.Vísir/Sylvía HallÍ dag er svo íslenska fánanum flaggað á öllum strætisvögnum í Færeyjum vegna þjóðhátíðardags Íslendinga en Sylvía á von á fjölmörgum í miðbæ Þórshafnar annað kvöld til að fylgjast með leik Íslands gegn Ungverjalandi. „Laugardagurinn er aðaldagurinn í Færeyjum því það er allt lokað á sunnudögum. Það spáir líka rosa góðu veðri og ég yrði ekki hissa að sjá svipaðan fjölda á morgun og var á þriðjudag,“ segir Sylvía. Hún segir Færeyinga rosalega áhugasama um Ísland og til að mynda margir eldri Færeyingar sem hafa verið til sjós frá Íslandi. „Öllum Færeyingum finnst þeir tengjast Íslandi á einhvern hátt.“ Hún segist vera reglulega spurð hvort hún þekki einhverja af leikmönnum karlaliðsins og þá sérstaklega þegar hún fór til Færeyja síðastliðin vetur með fjórum vinkonum sínum en þá var systir Alfreðs Finnbogasonar með í för. „Í kringum mig er hér í Færeyjum er rosalega mikill áhugi á Alfreð Finnbogasyni.“
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira