Ungverjar: Ísland á skilið okkar virðingu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. júní 2016 14:30 Szalai fagnar marki sínu gegn Austurríki. vísir/getty Ungverjar voru með blaðamannafund í Marseille rétt áðan og þangað mætti þjálfari liðsins og tveir leikmenn. Þar var talað fallega um íslenska landsliðið. „Ísland er með virkilega gott lið og á skilið okkar virðingu,“ sagði Adam Szalai, framherji Ungverja, en hann skorað annað marka liðsins í sigrinum óvænta gegn Austurríki. „Þetta verður mjög erfiður leikur og við munum þurfa enn meiri stuðning frá áhorfendum til þess að vinna þennan leik líka.“ Rétt eins og á Íslandi er allt á hvolfi í Ungverjalandi út af frábærri byrjun liðsins á EM. „Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þessu. Sjá fólk í landsliðstreyjum út um allt og fá fallegar kveðjur frá almenningi og öðru íþróttafólki. Við fáum mikla orku með öllum þessum kveðjum. Þetta er eitthvað sem skiptir okkur miklu máli.“ Þjálfari ungverska liðsins, Þjóðverjinn Bernd Storck, hrósaði íslenska liðinu og á von á mjög erfiðum leik. „Ísland er gríðarlega sterkt lið. Líkamlega sterkir strákar. Þeir komu mér ekki á óvart gegn Portúgal. Ísland var að gera nákvæmlega það sama í undankeppninni. Þetta verður mjög erfiður leikur og allt öðruvísi en leikurinn gegn Austurríki,“ sagði Storck en hann vildi ekkert ræða hvort hann yrði sáttur með stig í þessum leik þar sem Ungverjar væru þegar komnir með þrjú stig. „Ég spila aldrei upp á jafntefli. Við munum reyna að vinna og gleðja okkar stuðningsmenn. Ef leikurinn endar með jafntefli geturðu prófað að spyrja mig að þessu aftur.“ Ungverjar verða án bakvarðarins Attila Fiola og það mun riðla þeirra leik eitthvað enda Fiola sterkur. „Við undirbúum okkur sérstaklega fyrir hvern leik. Ísland á marga leikmenn með mikla alþjóðalega reynslu og það er góður liðsandi hjá þeim. Ísland spilaði ekki bara vel gegn Ronaldo heldur gegn öllu portúgalska liðinu. Þó svo Portúgal hafi verið meira með boltann skapaði Ísland sér góð færi,“ sagði Storck. „Ísland getur skapað hættu með hraða sínum og við verðum að vera tilbúnir. Við erum að undirbúa okkur fyrir mjög erfiðan leik gegn góðu liði.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira
Ungverjar voru með blaðamannafund í Marseille rétt áðan og þangað mætti þjálfari liðsins og tveir leikmenn. Þar var talað fallega um íslenska landsliðið. „Ísland er með virkilega gott lið og á skilið okkar virðingu,“ sagði Adam Szalai, framherji Ungverja, en hann skorað annað marka liðsins í sigrinum óvænta gegn Austurríki. „Þetta verður mjög erfiður leikur og við munum þurfa enn meiri stuðning frá áhorfendum til þess að vinna þennan leik líka.“ Rétt eins og á Íslandi er allt á hvolfi í Ungverjalandi út af frábærri byrjun liðsins á EM. „Það er ótrúlega gaman að fylgjast með þessu. Sjá fólk í landsliðstreyjum út um allt og fá fallegar kveðjur frá almenningi og öðru íþróttafólki. Við fáum mikla orku með öllum þessum kveðjum. Þetta er eitthvað sem skiptir okkur miklu máli.“ Þjálfari ungverska liðsins, Þjóðverjinn Bernd Storck, hrósaði íslenska liðinu og á von á mjög erfiðum leik. „Ísland er gríðarlega sterkt lið. Líkamlega sterkir strákar. Þeir komu mér ekki á óvart gegn Portúgal. Ísland var að gera nákvæmlega það sama í undankeppninni. Þetta verður mjög erfiður leikur og allt öðruvísi en leikurinn gegn Austurríki,“ sagði Storck en hann vildi ekkert ræða hvort hann yrði sáttur með stig í þessum leik þar sem Ungverjar væru þegar komnir með þrjú stig. „Ég spila aldrei upp á jafntefli. Við munum reyna að vinna og gleðja okkar stuðningsmenn. Ef leikurinn endar með jafntefli geturðu prófað að spyrja mig að þessu aftur.“ Ungverjar verða án bakvarðarins Attila Fiola og það mun riðla þeirra leik eitthvað enda Fiola sterkur. „Við undirbúum okkur sérstaklega fyrir hvern leik. Ísland á marga leikmenn með mikla alþjóðalega reynslu og það er góður liðsandi hjá þeim. Ísland spilaði ekki bara vel gegn Ronaldo heldur gegn öllu portúgalska liðinu. Þó svo Portúgal hafi verið meira með boltann skapaði Ísland sér góð færi,“ sagði Storck. „Ísland getur skapað hættu með hraða sínum og við verðum að vera tilbúnir. Við erum að undirbúa okkur fyrir mjög erfiðan leik gegn góðu liði.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira