Góðkunningjar lögreglu handteknir vegna hvarfs Guðmundar Bjarki Ármannsson skrifar 16. júní 2016 22:25 Frá meðferð málsins árið 1978. Vísir Mennirnir tveir sem handteknir voru í vikunni í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið svokallaða eru báðir góðkunningjar lögreglu. Um er að ræða annars vegar þann mann sem þyngsta refsingu hefur hlotið fyrir íslenskum dómstóli og hins vegar mann sem varð landsþekktur á níunda áratugnum fyrir dvöl sína í spænsku fangelsi. Þeir Þórður Jóhann Eyþórsson og Stefán Almarsson, báðir á sextugsaldri, voru handteknir og yfirheyrðir af lögreglu í fyrradag og húsleit framkvæmd á heimili sambýliskonu annars þeirra. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins snýr rannsókn lögreglu aðallega að því hvort þeir hafi komið að því að flytja lík Guðmundar Einarssonar, sem hvarf sporlaust árið 1974. Þórður Jóhann hefur tvisvar hlotið dóm fyrir manndráp, árið 1983 og aftur árið 1993. Hann var á skilorði þegar hann banaði fyrrverandi sambýlismanni þáverandi kærustu sinnar árið 1993 og hlaut þá tuttugu ára fangelsisdóm við Hæstarétt. Stefán hlaut nokkra frægð á Íslandi þegar hann afplánaði dóm fyrir fíkniefnalagabrot í Malaga á Spáni á níunda áratugnum. Hlaut hann þá viðurnefnið „Malagafanginn“ í fjölmiðlum. Í viðtali við Þórð Jóhann í tímaritinu Eintak árið 1994 kemur fram að þeir Stefán hafi þekkst, í það minnsta á yngri árum.Fréttatíminn hefur eftir Stefáni fyrr í kvöld að hann sé alsaklaus. Hvorki hann né Þórður hafi komið nálægt málinu og handtökurnar komi honum mjög á óvart. Guðmundar – og Geirfinnsmálin eru meðal allra þekktustu og umtöluðustu sakamála Íslandssögunnar. Árið 1980 hlutu fimm manns fangelsisdóma fyrir að hafa myrt þá Guðmund Einarsson og Geirfinn Einarsson, sem hurfu báðir sporlaust á áttunda áratugnum, en í haust stendur til að endurupptökunefnd taki ákvörðun um hvort málin verði tekin upp að nýju. Fimmmenningarnir hafa síðan allir dregið játningar sínar í málinu til baka og haldið því fram að þau hafi verið neydd til að játa á sig glæpinn með líkamlegu og andlegu ofbeldi við yfirheyrslur. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Handtökur í Guðmundarmáli varða líkflutning: Kunningi þegar viðurkennt að hafa flutt lík Guðmundar Húsleit var framkvæmd í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið í fyrradag. 16. júní 2016 08:41 Ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmáli ekki glæný Ábending sem lögreglu barst á síðustu árum og barst svo til endurupptökunefndar leiddi til handtöku tveggja manna. Mennirnir hafa báðir hlotið refsidóma. 16. júní 2016 07:00 Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Tveir menn handteknir og yfirheyrðir Morðin voru framin árið 1974 en eru til rannsóknar nú að nýju. 15. júní 2016 07:36 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Mennirnir tveir sem handteknir voru í vikunni í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið svokallaða eru báðir góðkunningjar lögreglu. Um er að ræða annars vegar þann mann sem þyngsta refsingu hefur hlotið fyrir íslenskum dómstóli og hins vegar mann sem varð landsþekktur á níunda áratugnum fyrir dvöl sína í spænsku fangelsi. Þeir Þórður Jóhann Eyþórsson og Stefán Almarsson, báðir á sextugsaldri, voru handteknir og yfirheyrðir af lögreglu í fyrradag og húsleit framkvæmd á heimili sambýliskonu annars þeirra. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins snýr rannsókn lögreglu aðallega að því hvort þeir hafi komið að því að flytja lík Guðmundar Einarssonar, sem hvarf sporlaust árið 1974. Þórður Jóhann hefur tvisvar hlotið dóm fyrir manndráp, árið 1983 og aftur árið 1993. Hann var á skilorði þegar hann banaði fyrrverandi sambýlismanni þáverandi kærustu sinnar árið 1993 og hlaut þá tuttugu ára fangelsisdóm við Hæstarétt. Stefán hlaut nokkra frægð á Íslandi þegar hann afplánaði dóm fyrir fíkniefnalagabrot í Malaga á Spáni á níunda áratugnum. Hlaut hann þá viðurnefnið „Malagafanginn“ í fjölmiðlum. Í viðtali við Þórð Jóhann í tímaritinu Eintak árið 1994 kemur fram að þeir Stefán hafi þekkst, í það minnsta á yngri árum.Fréttatíminn hefur eftir Stefáni fyrr í kvöld að hann sé alsaklaus. Hvorki hann né Þórður hafi komið nálægt málinu og handtökurnar komi honum mjög á óvart. Guðmundar – og Geirfinnsmálin eru meðal allra þekktustu og umtöluðustu sakamála Íslandssögunnar. Árið 1980 hlutu fimm manns fangelsisdóma fyrir að hafa myrt þá Guðmund Einarsson og Geirfinn Einarsson, sem hurfu báðir sporlaust á áttunda áratugnum, en í haust stendur til að endurupptökunefnd taki ákvörðun um hvort málin verði tekin upp að nýju. Fimmmenningarnir hafa síðan allir dregið játningar sínar í málinu til baka og haldið því fram að þau hafi verið neydd til að játa á sig glæpinn með líkamlegu og andlegu ofbeldi við yfirheyrslur.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Handtökur í Guðmundarmáli varða líkflutning: Kunningi þegar viðurkennt að hafa flutt lík Guðmundar Húsleit var framkvæmd í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið í fyrradag. 16. júní 2016 08:41 Ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmáli ekki glæný Ábending sem lögreglu barst á síðustu árum og barst svo til endurupptökunefndar leiddi til handtöku tveggja manna. Mennirnir hafa báðir hlotið refsidóma. 16. júní 2016 07:00 Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Tveir menn handteknir og yfirheyrðir Morðin voru framin árið 1974 en eru til rannsóknar nú að nýju. 15. júní 2016 07:36 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Handtökur í Guðmundarmáli varða líkflutning: Kunningi þegar viðurkennt að hafa flutt lík Guðmundar Húsleit var framkvæmd í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálið í fyrradag. 16. júní 2016 08:41
Ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmáli ekki glæný Ábending sem lögreglu barst á síðustu árum og barst svo til endurupptökunefndar leiddi til handtöku tveggja manna. Mennirnir hafa báðir hlotið refsidóma. 16. júní 2016 07:00
Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Tveir menn handteknir og yfirheyrðir Morðin voru framin árið 1974 en eru til rannsóknar nú að nýju. 15. júní 2016 07:36