Viðskipti innlent

VÍS bótaskylt fyrir tjón GK Reykjavík

Þórdís Valsdótttir skrifar
Verslunin var áður á Laugavegi 66, en í kjölfar tjónsins var hún óstarfhæf.
Verslunin var áður á Laugavegi 66, en í kjölfar tjónsins var hún óstarfhæf. Fréttablaðið/Vilhelm
Vátryggingafélag Íslands ber ábyrgð á tjóni sem varð á fatnaði og öðrum munum í versluninni GK Reykjavík árið 2013 samkvæmt nýföllnum dómi Hæstaréttar.

GK Clothing ehf., sem rekur verslunina, krafðist þess að viðurkennt yrði að VÍS bæri bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu verktakans Viðskiptavit ehf., og féllst dómurinn á það.

Tjónið varð þegar eigendur húsnæðisins að Laugavegi 66, þar sem verslunin var starfrækt, stóðu í miklum framkvæmdum sem urðu til þess að gat varð til inn á lager verslunarinnar. Í kjölfar þess fann mikið magn af iðnaðarryki sér leið inn í verslunina og var hún óstarfhæf, auk þess sem lagerinn lá undir skemmdum. Eigendur verslunarinnar segja tjónið hafa hlaupið á tugum milljóna króna.

Hæstiréttur taldi Viðskiptavit ehf. ekki hafa viðhaft fullnægjandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir tjónið og að það hafi orðið vegna saknæmra aðgerða verktakans.

Dómurinn taldi ekki hafa verið sýnt fram á eigin sök GK í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×