Viðskipti innlent

Ríkissjóður greiddi upp 62 milljarða króna lán

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lánið var tekið árið 2011 og var skuldabréfið í Bandaríkjadölum en upphæðin samsvarið 62 milljörðum íslenskra króna.
Lánið var tekið árið 2011 og var skuldabréfið í Bandaríkjadölum en upphæðin samsvarið 62 milljörðum íslenskra króna. vísir/vilhelm
Ríkissjóður Íslands greiddi í dag upp skuldabréf sem gefin voru út árið 2011 og voru á gjalddaga í dag. Eftirstöðvar skuldabréfanna námu 503 milljónum Bandaríkjadala eða um 62 milljörðum króna, samkvæmt tilkynningu á vef Fjármálaráðuneytisins. Bréfin verða greidd af gjaldeyrisinnstæðum ríkissjóðs í Seðlabanka Íslands.

Útgáfan árið 2011 var fyrsta útgáfa ríkissjóðs á alþjóðamarkaði eftir hrun fjármálakerfisins árið 2008. Á sínum tíma nam heildarnafnverð útgáfunnar 1000 milljónum Bandaríkjadala en á síðasta ári leysti ríkissjóður til sín um helming af útistandandi bréfium. Uppkaupin voru liður í lausafjár-og skuldastýringu ríkissjóðs.

Eftir að lánið hefur verið greitt upp nema heildarskuldir ríkissjóðs 1252 milljörðum króna. Þar af eru erlendar skuldir 230 milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×