Bjarni Ben svarar pistlahöfundi Wall Street Journal fullum hálsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júní 2016 12:16 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Anton Brink Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, skrifar grein í bandaríska dagblaðið Wall Street Journal í gær þar sem hann svarar pistli James K. Glassman sem birtist í blaðinu þann 13. júní. Pistill Glassman, sem er stofnandi George W. Bush-stofnunarinnar, bar yfirskriftina „Norður-evrópska landið sem hermir eftir Argentínu.“ Eins og nafnið ber með sér líkir Glassman Íslandi við Argentínu í grein sinni og vísar hann aðallega til aðgerða stjórnvalda við losun fjármagnshafta og aflandskrónuútboðið sem fer einmitt fram í dag. Að mati Glassman brjóta stjórnvöld lög með útboðinu sem hann segir gert til þess að sparka fjárfestum út úr landinu í stað þess að reyna að lokka þá til landsins. „Að fara fram með glannalegum hætti í samskiptum við erlenda fjárfesta mun halda skapinu dapurlegu [í íslensku samfélagi]. Ísland er á réttri leið en með því að gera lítið úr lykilatriði – virðingu fyrir réttarríkinu – sem mun eflaust draga kjark úr fjárfestum í framtíðinni. Það seinasta sem Ísland þarf er orðspor um að það sé hrímuð útgáfa af óþokkanum sem var Argentína Cristinu Kirchner sem ögraði alþjóðlegum viðmiðum í fjármálageiranum.“Sjá einnig: Bandarískir vogunarsjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignaréttiHlægilegt að líkja Íslandi við Argentínu Þá segir Glassman einnig að Ísland hafi tekið einhliða ákvörðun um greiðslufall ríkisins líkt og Argentína gerði árið 2001. Í svargrein sinni segir Bjarni að það sem Glassman gefi í skyn með yfirskrift pistils síns, að Ísland sé hermikráka Argentínu, sé hlægilegt í augum allra þeirra sem þekki þó ekki nema lítið til þess hvað gerðist annars vegar í kreppunni í Argentínu og hins vegar í kreppunni á Íslandi. Í greininni rekur Bjarni aðdraganda þess að bankarnir á Íslandi fóru í þrot og það hvers vegna gjaldeyrishöft voru sett hér á. Með höftunum voru aflandskrónurnar, sem voru afleiðing vaxtamunarviðskipta, læstar inn í landinu en líkt og Bjarni nefnir í grein sinni hafa erlendir vogunarsjóðir, sem Glassman hefur meðal annars unnið fyrir, keypt þessar krónueignir af upphaflegu fjárfestunum á miklum afslætti. „Þrátt fyrir að þessar fjárfestingar hafi verið keyptar með fullri vitund um að þær væru læstar inn í hagkerfi með fjarmagnshöftum trúa vogunarsjóðir því nú að þeir eigi rétt á að vera losaðir úr þessari stöðu með miklum hagnaði áður en Ísland byrjar að losa um gjaldeyrishöft á almenning,“ segir Bjarni.Sjá einnig: Seðlabankanum verður heimilt að sekta einstaklinga um allt að 65 milljónir á dagAðeins eitt sem Ísland á sameiginlegt með Argentínu Þá segir hann það fjarri lagið að Ísland hafi tekið einhliða ákvörðun um greiðslufall ríkisins líkt og Argentína á sínum tíma. „Ísland hefur ekki verið í vanskilum með nein ríkislán og áætlar ekki að svo verði. Herra Glassman trúir því augljóslega að það að setja á gjaldeyrishöft í kjölfar efnahagshruns jafngildi því að fara í vanskil með greiðslur á erlendum skuldum ríkissjóðs.“ Bjarni endar síðan grein sína á því að nefna að Argentína og Ísland eigi aðeins eitt sameiginlegt þegar kemur að hruni fjármálakerfis: „Í kjölfar hrunsins keyptu nokkrir vogunarsjóðir innlendar eignir á slikk. Ef þeir eru ósáttir við gróðann sem þeir fá út úr þessum viðskiptum er næsta víst að greinar eftir fullrúa vogunarsjóðanna birtist í fjölmiðlum.“ Lesa grein Bjarna á vef fjármálaráðuneytisins. Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Sjá meira
Bjarni Benediktsson, efnahags-og fjármálaráðherra, skrifar grein í bandaríska dagblaðið Wall Street Journal í gær þar sem hann svarar pistli James K. Glassman sem birtist í blaðinu þann 13. júní. Pistill Glassman, sem er stofnandi George W. Bush-stofnunarinnar, bar yfirskriftina „Norður-evrópska landið sem hermir eftir Argentínu.“ Eins og nafnið ber með sér líkir Glassman Íslandi við Argentínu í grein sinni og vísar hann aðallega til aðgerða stjórnvalda við losun fjármagnshafta og aflandskrónuútboðið sem fer einmitt fram í dag. Að mati Glassman brjóta stjórnvöld lög með útboðinu sem hann segir gert til þess að sparka fjárfestum út úr landinu í stað þess að reyna að lokka þá til landsins. „Að fara fram með glannalegum hætti í samskiptum við erlenda fjárfesta mun halda skapinu dapurlegu [í íslensku samfélagi]. Ísland er á réttri leið en með því að gera lítið úr lykilatriði – virðingu fyrir réttarríkinu – sem mun eflaust draga kjark úr fjárfestum í framtíðinni. Það seinasta sem Ísland þarf er orðspor um að það sé hrímuð útgáfa af óþokkanum sem var Argentína Cristinu Kirchner sem ögraði alþjóðlegum viðmiðum í fjármálageiranum.“Sjá einnig: Bandarískir vogunarsjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignaréttiHlægilegt að líkja Íslandi við Argentínu Þá segir Glassman einnig að Ísland hafi tekið einhliða ákvörðun um greiðslufall ríkisins líkt og Argentína gerði árið 2001. Í svargrein sinni segir Bjarni að það sem Glassman gefi í skyn með yfirskrift pistils síns, að Ísland sé hermikráka Argentínu, sé hlægilegt í augum allra þeirra sem þekki þó ekki nema lítið til þess hvað gerðist annars vegar í kreppunni í Argentínu og hins vegar í kreppunni á Íslandi. Í greininni rekur Bjarni aðdraganda þess að bankarnir á Íslandi fóru í þrot og það hvers vegna gjaldeyrishöft voru sett hér á. Með höftunum voru aflandskrónurnar, sem voru afleiðing vaxtamunarviðskipta, læstar inn í landinu en líkt og Bjarni nefnir í grein sinni hafa erlendir vogunarsjóðir, sem Glassman hefur meðal annars unnið fyrir, keypt þessar krónueignir af upphaflegu fjárfestunum á miklum afslætti. „Þrátt fyrir að þessar fjárfestingar hafi verið keyptar með fullri vitund um að þær væru læstar inn í hagkerfi með fjarmagnshöftum trúa vogunarsjóðir því nú að þeir eigi rétt á að vera losaðir úr þessari stöðu með miklum hagnaði áður en Ísland byrjar að losa um gjaldeyrishöft á almenning,“ segir Bjarni.Sjá einnig: Seðlabankanum verður heimilt að sekta einstaklinga um allt að 65 milljónir á dagAðeins eitt sem Ísland á sameiginlegt með Argentínu Þá segir hann það fjarri lagið að Ísland hafi tekið einhliða ákvörðun um greiðslufall ríkisins líkt og Argentína á sínum tíma. „Ísland hefur ekki verið í vanskilum með nein ríkislán og áætlar ekki að svo verði. Herra Glassman trúir því augljóslega að það að setja á gjaldeyrishöft í kjölfar efnahagshruns jafngildi því að fara í vanskil með greiðslur á erlendum skuldum ríkissjóðs.“ Bjarni endar síðan grein sína á því að nefna að Argentína og Ísland eigi aðeins eitt sameiginlegt þegar kemur að hruni fjármálakerfis: „Í kjölfar hrunsins keyptu nokkrir vogunarsjóðir innlendar eignir á slikk. Ef þeir eru ósáttir við gróðann sem þeir fá út úr þessum viðskiptum er næsta víst að greinar eftir fullrúa vogunarsjóðanna birtist í fjölmiðlum.“ Lesa grein Bjarna á vef fjármálaráðuneytisins.
Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Sjá meira