Fótbolti

Kári Árnason: Maður þekkir helminginn af fólkinu í stúkunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kári var yfirvegaður á blaðamannafundinum í dag.
Kári var yfirvegaður á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm
Miðvörðurinn Kári Árnason var spurður að því hvernig tilfinning það hefði verið að finna sína bestu vini í stúkunni eftir jafnteflið gegn Portúgal. Eins og fram hefur komið á Vísi eru vinir Kára á ferðalagi í Frakklandi sem hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig.

„Það gerði þetta extra special,“ sagði Kári sem fékk faðmlög frá sínum mönnum í Saint-Étienne.  

„Þú þekkir næstum því helminginn af fólkinu sem eru í stúkunni. Það eru ekki margir sem eru með þannig stuðningsmenn,“ sagði Kári.

Hann hafði heyrt í vinum sínum sem eru mættir til Marseille að skemmta sér. Einn þeirra er Andri Tómas Gunnarsson sem spilað með Kára upp yngri flokka í Víkingi. En er hann betri en Kári í fótbolta?

„Hann heldur því fram já,“ sagði Kári léttur.

Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook , Twitter og Snapchat (sport365).

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×