Erlent

Þrjátíu og sex fótboltabullur handteknar í Lille

Vísir/AFP
Alls voru þrjátíu og sex fótboltabullur handteknar í Lille í Frakklandi í gærdag og í gærkvöldi. Sextán þurfti að flytja á slysadeild en mestu ólætin voru í kringum stuðningsmenn enska landsliðsins, sem keppir síðar í dag.

Óeirðalögregla fór gegn stórum hópum Englendinga í gærkvöldi og notaði lögreglan táragas gegn bullunum sem sjálfir kveiktu í flugeldum og köstuðu kínverjum í átt að lögreglumönnunum. England spilar við nágranna sína í Wales klukkan eitt í dag í borginni Lens en þúsundir stuðningsmanna hafa hafst við í Lille sem er í nágreninu og þar hafa mestu ólætin verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×