Erlent

Flak EgyptAir vélarinnar fundið

Bjarki Ármannsson skrifar
66 voru um borð í vélinni þegar hún fórst á leið sinni frá París til Kairó í Egyptalandi.
66 voru um borð í vélinni þegar hún fórst á leið sinni frá París til Kairó í Egyptalandi. Vísir/EPA
Flak farþegaflugvélar EgyptAir sem fórst á Miðjarðarhafi í síðasta mánuði er fundið að sögn yfirvalda í Egyptalandi.

66 voru um borð í vélinni þegar hún fórst á leið sinni frá París til Kairó þann 19. maí síðastliðinn. Vélin hvarf þá af radörum Grikkja og Egypta, að því er virðist án þess að senda neyðarkall.

Umfangsmikil leit hefur staðið yfir að flaki vélarinnar síðan en að því er breska ríkisútvarpið hefur eftir rannsakendum í Egyptalandi hefur mikið brak nú fundist á nokkrum stöðum á hafsbotni.

Enn er óvitað hvers vegna vélin fórst. Ekki er útilokað að hryðjuverkaárás hafi grandað henni en þó hefur enginn hryðjuverkahópur lýst yfir ábyrgð á slíkri árás.

Einnig er mögulegt að mannleg eða tæknileg mistök hafi ollið því að vélin hrapaði. Rannsakendur segja að reykskynjarar hafi numið reyk á salerni vélarinnar og í rafbúnaði vélarinnar stuttu áður en samband við vélina slitnaði.​

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×