Viðskipti innlent

Búið að laga bilunina sem upp kom hjá Nova

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Geta notendur hvorki hringt né nýtt nýtt sér farsímanet í verstu tilfellum en bilunin er misalvarleg eftir löndum.
Geta notendur hvorki hringt né nýtt nýtt sér farsímanet í verstu tilfellum en bilunin er misalvarleg eftir löndum. Vísir
*Uppfært* 18.27 - Samkvæmt upplýsingum frá Nova er búið að komast fyrir bilunina. Upp kom bilun í sambandi Nova við útlönd. Notendur Nova erlendis gætu þurft að slökkva og kveikja á símum sínum svo þeir nái sambandi á ný. Nova hefur opið fyrir neyðarþjónustu í kvöld og nótt ef á þarf að halda.

Alvarleg bilun hefur komið upp í farsímaþjónaþjónustu í Nova erlendis. Geta notendur hvorki hringt né nýtt sér farsímanet í verstu tilfellum en bilunin er misalvarleg eftir löndum.

Bilunin kom upp eftir hádegi í dag og unnið er að viðgerð. Ekki er ljóst hversu langan tíma tekur að koma á sambandi á ný.

Viðskiptavinum er bent á að reyna að komast í Wi-Fi samband til þess að ná sambandi og láta vita af sér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×