Leiðin til Bessastaða: „Höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2016 14:00 Fyrsta verk Sturlu Jónssonar nái hann kjöri sem forseti Íslands verður að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. Hann gefur lítið fyrir þá túlkun fræðimanna á stjórnarskránni að forseti hafi í raun ekki vald til að leggja fram lagafrumvörp einn heldur þurfi alltaf atbeina ráðherra til, og segir að það standi skýrum stöfum í stjórnarskránni að forseti hafi það vald að geta látið ráðherra leggja fram frumvarp á Alþingi. Sturla er áttundi og þar með næstsíðasti frambjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í seinustu viku og þessari hafa viðtölin verið birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal birtist á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Vill að fólk viti hvar það hafi forsetann Aðspurður segist Sturla skilgreina hlutverk forseta samkvæmt stjórnarskrá og að hann lesi stjórnarskrána en túlki hana ekki, líkt og fræðimenn. Þess vegna ætlar hann sér til dæmis að láta ráðherra leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar.En hefur hann ekki íhugað frekar að bjóða sig fram til þings? „Væri ég þingmaður þyrfti ég að eiga við 63 einstaklinga og sannfæra þá um að málið sé mjög gott. Ég vil að vísu frekar hafa beint lýðræði og þá er það þannig ef ég verð forseti að þá þurfa 63 einstaklingar að sannfæra mig um að vísa málinu ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu og eins þurfa þessir 63 einstaklingar að sannfæra þjóðina um að safna ekki 25 þúsund undirskriftum til þess að fá málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá þurfa þeir að vanda lagasetninguna það vel að fólkið sjái ekki ástæðu til þess að kalla lögin til sín. Það kalla ég lýðræði,“ segir Sturla og bætir við að þetta þýði að hann muni alltaf vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu ef hann fær 25 þúsund undirskriftir. „Því fólkið er að kjósa mig, kjósa einstakling sem ætlar að gæta hagsmuna samfélagsins. Ég ætla rétt að vona að fólk sé að kjósa forseta sem er að gæta að hagsmunum sínum. Við höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar.“ Þá er Sturla á því að forsetinn eigi að lýsa afstöðu sinnar til einstakra deilumála. „Já, ég er alveg á því að hann eigi að vera virkur. Fólk þarf að vita hvar það hefur hann. Hann þarf að vera samkvæmur sjálfum sér,“ segir Sturla. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30 Leiðin til Bessastaða: „Ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni“ Ástþór Magnússon býður sig nú fram til forseta í fjórða sinn. Nái hann kjöri nú verður hans fyrsta verk að setja sér starfsreglur um það að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. 14. júní 2016 15:45 Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Fyrsta verk Sturlu Jónssonar nái hann kjöri sem forseti Íslands verður að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. Hann gefur lítið fyrir þá túlkun fræðimanna á stjórnarskránni að forseti hafi í raun ekki vald til að leggja fram lagafrumvörp einn heldur þurfi alltaf atbeina ráðherra til, og segir að það standi skýrum stöfum í stjórnarskránni að forseti hafi það vald að geta látið ráðherra leggja fram frumvarp á Alþingi. Sturla er áttundi og þar með næstsíðasti frambjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í seinustu viku og þessari hafa viðtölin verið birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal birtist á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Vill að fólk viti hvar það hafi forsetann Aðspurður segist Sturla skilgreina hlutverk forseta samkvæmt stjórnarskrá og að hann lesi stjórnarskrána en túlki hana ekki, líkt og fræðimenn. Þess vegna ætlar hann sér til dæmis að láta ráðherra leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar.En hefur hann ekki íhugað frekar að bjóða sig fram til þings? „Væri ég þingmaður þyrfti ég að eiga við 63 einstaklinga og sannfæra þá um að málið sé mjög gott. Ég vil að vísu frekar hafa beint lýðræði og þá er það þannig ef ég verð forseti að þá þurfa 63 einstaklingar að sannfæra mig um að vísa málinu ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu og eins þurfa þessir 63 einstaklingar að sannfæra þjóðina um að safna ekki 25 þúsund undirskriftum til þess að fá málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá þurfa þeir að vanda lagasetninguna það vel að fólkið sjái ekki ástæðu til þess að kalla lögin til sín. Það kalla ég lýðræði,“ segir Sturla og bætir við að þetta þýði að hann muni alltaf vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu ef hann fær 25 þúsund undirskriftir. „Því fólkið er að kjósa mig, kjósa einstakling sem ætlar að gæta hagsmuna samfélagsins. Ég ætla rétt að vona að fólk sé að kjósa forseta sem er að gæta að hagsmunum sínum. Við höfum ekkert við forseta að gera sem er ekki að gæta að hagsmunum okkar.“ Þá er Sturla á því að forsetinn eigi að lýsa afstöðu sinnar til einstakra deilumála. „Já, ég er alveg á því að hann eigi að vera virkur. Fólk þarf að vita hvar það hefur hann. Hann þarf að vera samkvæmur sjálfum sér,“ segir Sturla. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30 Leiðin til Bessastaða: „Ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni“ Ástþór Magnússon býður sig nú fram til forseta í fjórða sinn. Nái hann kjöri nú verður hans fyrsta verk að setja sér starfsreglur um það að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. 14. júní 2016 15:45 Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30
Leiðin til Bessastaða: „Ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni“ Ástþór Magnússon býður sig nú fram til forseta í fjórða sinn. Nái hann kjöri nú verður hans fyrsta verk að setja sér starfsreglur um það að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. 14. júní 2016 15:45
Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30