Kári um Ronaldo: Enn sætari sigur fyrst hann er svona tapsár Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júní 2016 12:00 Ronaldo fékk eitt mjög gott færi í leiknum undir lokin og var góður í fyrri hálfleik. Í þeim síðari voru varnarmenn íslenska liðsins með súperstjörnuna í vasaranum. „Þeir fögnuðu eins og þeir hefðu unnið Evróputitilinn eða eitthvað. Það er merki um lélegt hugarfar. Það er ástæðan fyrir því að þeir munu ekki gera neitt á þessu móti,“ var haft eftir Ronaldo í gærkvöldi.Sjá einnig:Heimir: Kom enginn hingað til að taka í höndina á Ronaldo Kári Árnason, miðvörður Íslands, ræddi við breska fjölmiðla eftir leikinn en þeir ásamt nokkrum Portúgölum voru þeir einu sem fengu að ræða við Ronaldo á viðtalssvæði skrifandi blaðamanna í gær. Kári var spurður út í ummæli Ronaldo sem kom sér einnig hjá því að taka í hendur strákanna okkar í reiði sinni eftir leikinn. „Sigurinn verður bara enn sætari fyrst hann er svona tapsár. Hann getur sagt það sem hann vill. Hann fékk varla færi í dag. Hann fékk eitt færi en gat ekki nýtt það. Hvað get ég sagt. Hann er tapsár,“ sagði Kári. „Ronaldo er frábær fótboltamaður en ekki auðmjúk manneskja. Við vorum alveg nálægt því að stela sigrinum þannig það sem hann segir stemmir ekki við þá staðreynd.“Sjá einnig:Ronaldo fær það óþvegið frá heimsbyggðinni eftir ummæli sín um litla Ísland „Við náðum jafntefli og gátum stolið sigrinum. Augljóslega vorum við ekki að skapa okkur jafn mikið og frábært lið eins og Portúgal en orðin sem hann lætur falla er ástæðan fyrir því að Lionel Messi verður alltaf skrefi á undan honum,“ sagði Kári Árnason.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45 Sjáðu gæsahúðarauglýsingu Icelandair um íslenska landsliðið Icelandair, einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, frumsýndi nýja auglýsingu fyrir leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 11:30 Heimir: Kom enginn hingað til að taka í höndina á Ronaldo "Það hlýtur að vera svekkjandi fyrir hann að hafa ekki náð að sýna betri leik en hann gerði í gær.“ 15. júní 2016 11:16 Falleg forsíða gladdi strákana okkar í Portúgal Íslenska karlalandsliðið í handbolta er statt í Portúgal þar sem liðið mætir heimamönnum annað kvöld. 15. júní 2016 10:45 Strákarnir okkar keyrðu fram úr öllum á frönsku hraðbrautunum Okkar menn voru komnir upp á hótel klukkan 3:15 í nótt og áttu sumir erfitt með að festa svefn. 15. júní 2016 11:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Ronaldo fékk eitt mjög gott færi í leiknum undir lokin og var góður í fyrri hálfleik. Í þeim síðari voru varnarmenn íslenska liðsins með súperstjörnuna í vasaranum. „Þeir fögnuðu eins og þeir hefðu unnið Evróputitilinn eða eitthvað. Það er merki um lélegt hugarfar. Það er ástæðan fyrir því að þeir munu ekki gera neitt á þessu móti,“ var haft eftir Ronaldo í gærkvöldi.Sjá einnig:Heimir: Kom enginn hingað til að taka í höndina á Ronaldo Kári Árnason, miðvörður Íslands, ræddi við breska fjölmiðla eftir leikinn en þeir ásamt nokkrum Portúgölum voru þeir einu sem fengu að ræða við Ronaldo á viðtalssvæði skrifandi blaðamanna í gær. Kári var spurður út í ummæli Ronaldo sem kom sér einnig hjá því að taka í hendur strákanna okkar í reiði sinni eftir leikinn. „Sigurinn verður bara enn sætari fyrst hann er svona tapsár. Hann getur sagt það sem hann vill. Hann fékk varla færi í dag. Hann fékk eitt færi en gat ekki nýtt það. Hvað get ég sagt. Hann er tapsár,“ sagði Kári. „Ronaldo er frábær fótboltamaður en ekki auðmjúk manneskja. Við vorum alveg nálægt því að stela sigrinum þannig það sem hann segir stemmir ekki við þá staðreynd.“Sjá einnig:Ronaldo fær það óþvegið frá heimsbyggðinni eftir ummæli sín um litla Ísland „Við náðum jafntefli og gátum stolið sigrinum. Augljóslega vorum við ekki að skapa okkur jafn mikið og frábært lið eins og Portúgal en orðin sem hann lætur falla er ástæðan fyrir því að Lionel Messi verður alltaf skrefi á undan honum,“ sagði Kári Árnason.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45 Sjáðu gæsahúðarauglýsingu Icelandair um íslenska landsliðið Icelandair, einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, frumsýndi nýja auglýsingu fyrir leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 11:30 Heimir: Kom enginn hingað til að taka í höndina á Ronaldo "Það hlýtur að vera svekkjandi fyrir hann að hafa ekki náð að sýna betri leik en hann gerði í gær.“ 15. júní 2016 11:16 Falleg forsíða gladdi strákana okkar í Portúgal Íslenska karlalandsliðið í handbolta er statt í Portúgal þar sem liðið mætir heimamönnum annað kvöld. 15. júní 2016 10:45 Strákarnir okkar keyrðu fram úr öllum á frönsku hraðbrautunum Okkar menn voru komnir upp á hótel klukkan 3:15 í nótt og áttu sumir erfitt með að festa svefn. 15. júní 2016 11:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Sjáðu eldhressa íslenska stráka á æfingu í morgun Okkar menn brostu í morgunsárið eftir sögulegt jafntefli í gærkvöldi. 15. júní 2016 11:45
Sjáðu gæsahúðarauglýsingu Icelandair um íslenska landsliðið Icelandair, einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, frumsýndi nýja auglýsingu fyrir leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 11:30
Heimir: Kom enginn hingað til að taka í höndina á Ronaldo "Það hlýtur að vera svekkjandi fyrir hann að hafa ekki náð að sýna betri leik en hann gerði í gær.“ 15. júní 2016 11:16
Falleg forsíða gladdi strákana okkar í Portúgal Íslenska karlalandsliðið í handbolta er statt í Portúgal þar sem liðið mætir heimamönnum annað kvöld. 15. júní 2016 10:45
Strákarnir okkar keyrðu fram úr öllum á frönsku hraðbrautunum Okkar menn voru komnir upp á hótel klukkan 3:15 í nótt og áttu sumir erfitt með að festa svefn. 15. júní 2016 11:15