Ætla að leggja mannanafnanefnd niður Samúel Karl Ólason skrifar 15. júní 2016 11:32 Innanríkisráðuneytið hefur unnið drög að frumvarpi um miklar breytingar á mannanafnalöggjöfinni. Samkvæmt drögunum á meðal annars að leggja niður mannanafnanefnd og mannanafnaskrá, fella úr gildi ákvæði um að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og öfugt, fella úr gildi ákvæði um hámarksfjölda nafna, fella úr ákvæði um ættarnöfn og fleira. „Umræða um mannanafnalöggjöfina hefur verið áberandi í samfélaginu, m.a. í tengslum við ákvarðanir mannanafnanefndar sem sker úr álita- eða ágreiningsmálum sem upp kunna að koma um nafngjafir, nafnritun og fleira. Hefur því sjónarmiði vaxið ásmegin að réttur manna til að ráða sjálfir nöfnum sínum og barna sinna sé ríkari en hagsmunir samfélagsins að takmarka þennan rétt,“ segir á vef ráðuneytisins. Drögin hafa verið birt á netinu og óskar ráðuneytið eftir rökstuddum tillögum eða athugasemdum. Um er að ræða umfangsmiklar breytingar á löggjöfinni. Á vef ráðuneytisins segir að eftirtalin atriði myndu meðal annars falla á brott.Ákvæði um hámarksfjölda nafna.Ákvæði um að eiginnafn skuli geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli, megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi og skuli ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Einu kröfurnar sem gerðar yrðu til eiginnafna væru að þau skyldu vera nafnorð, auðkennd með stórum upphafsstaf og án greinis. Væri eiginnafn af íslenskum uppruna skyldi það falla að íslensku beygingarkerfi en sú krafa væri ekki gerð ef um viðurkennt erlent nafn væri að ræða.Ákvæði um að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og dreng karlmannsnafn.Ákvæði um að eiginnöfn megi ekki vera þannig að þau geti orðið nafnbera til ama.Ákvæði um ættarnöfn, engar takmarkanir yrðu á notkun ættarnafna og því félli bæði á brott vernd eldri ættarnafna og bann við nýjum.Ákvæði um takmarkanir á notkun erlendra nafna en kveðið yrði á um að nöfn skuli rita í þjóðskrá með bókstöfum íslenska stafrófsins.Ákvæði um mannanafnanefnd og hlutverk hennar, sem og ákvæði um mannanafnaskrá. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur unnið drög að frumvarpi um miklar breytingar á mannanafnalöggjöfinni. Samkvæmt drögunum á meðal annars að leggja niður mannanafnanefnd og mannanafnaskrá, fella úr gildi ákvæði um að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og öfugt, fella úr gildi ákvæði um hámarksfjölda nafna, fella úr ákvæði um ættarnöfn og fleira. „Umræða um mannanafnalöggjöfina hefur verið áberandi í samfélaginu, m.a. í tengslum við ákvarðanir mannanafnanefndar sem sker úr álita- eða ágreiningsmálum sem upp kunna að koma um nafngjafir, nafnritun og fleira. Hefur því sjónarmiði vaxið ásmegin að réttur manna til að ráða sjálfir nöfnum sínum og barna sinna sé ríkari en hagsmunir samfélagsins að takmarka þennan rétt,“ segir á vef ráðuneytisins. Drögin hafa verið birt á netinu og óskar ráðuneytið eftir rökstuddum tillögum eða athugasemdum. Um er að ræða umfangsmiklar breytingar á löggjöfinni. Á vef ráðuneytisins segir að eftirtalin atriði myndu meðal annars falla á brott.Ákvæði um hámarksfjölda nafna.Ákvæði um að eiginnafn skuli geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli, megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi og skuli ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Einu kröfurnar sem gerðar yrðu til eiginnafna væru að þau skyldu vera nafnorð, auðkennd með stórum upphafsstaf og án greinis. Væri eiginnafn af íslenskum uppruna skyldi það falla að íslensku beygingarkerfi en sú krafa væri ekki gerð ef um viðurkennt erlent nafn væri að ræða.Ákvæði um að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og dreng karlmannsnafn.Ákvæði um að eiginnöfn megi ekki vera þannig að þau geti orðið nafnbera til ama.Ákvæði um ættarnöfn, engar takmarkanir yrðu á notkun ættarnafna og því félli bæði á brott vernd eldri ættarnafna og bann við nýjum.Ákvæði um takmarkanir á notkun erlendra nafna en kveðið yrði á um að nöfn skuli rita í þjóðskrá með bókstöfum íslenska stafrófsins.Ákvæði um mannanafnanefnd og hlutverk hennar, sem og ákvæði um mannanafnaskrá.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira