Strákarnir okkar lögðu Portúgal í Höllinni á sunnudag með þremur mörkum og reyna að verja það forskot á morgun. Takist það fer liðið á HM í Frakklandi í upphafi næsta árs. Ef Ísland vinnur leikinn þá verður Ísland búið að spila þrjá landsleiki gegn Portúgal á fimm dögum án þess að tapa.
Þeir horfðu að sjálfsögðu á leikinn hjá fótboltalandsliðinu í gær og klöppuðu fyrir íslenska liðinu í leikslok.
Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson birti svo fallega mynd á Twitter í dag af forsíðu dagblaðs í Portúgal sem hreinlega gaf honum gæsahúð. Lái honum hver sem vill.
Þetta tók á móti manni í morgunmatnum hèr í Porto... Hef sjaldan fengið gæsahúð fyrir kl. 10:00. #emisland pic.twitter.com/g7sh3U4hXx
— Björgvin Gústavsson (@BjoggiGustavs) June 15, 2016