Steve Kerr á frábærar minningar frá 13. júní | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 21:54 Steve Kerr og Michael Jordan fagna saman NBA-titlinum fyrir 19 árum síðan. Vísir/Getty Steve Kerr er í dag þjálfari NBA-meistara Golden State Warriors og hann og strákana hans vantar nú aðeins einn sigur í viðbót til að verða NBA-meistarar annað árið í röð. Golden State Warriors getur tryggt sér titilinn með sigri í fimmta leiknum á móti Cleveland Cavaliers og takist það hlýtur 13. júní að vera orðinn uppáhaldsdagur Steve Kerr á árinu, jafnvel þótt að hann eigi afmæli 27. september. Á þessum sama degi fyrir nákvæmlega nítján árum skoraði Steve Kerr nefnilega úrslitakörfu í lokúrslitum NBA sem hefur lifað sem ein af þeim eftirminnilegustu í sögu deildarinnar. Steve Kerr tyggði þá Chicago Bulls NBA-titilinn 1997 með því að setja niður skot á úrslitastundu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Michael Jordan. Það sem gerir þessa körfu enn sögulegri eru samskipti Michael Jordan og Steve Kerr í leikhléinu fyrir þessa sókn. Jordan sagði við Kerr: "Vertu tilbúinn, Stockton mun fara frá þér." Kerr svaraði: "Ég verð tilbúinn, ég mun setja þetta skot niður." Steve Kerr stóð við sín orð, setti niður skotið og Chicago Bulls vann leikinn og titilinn. Það má lesa meira um þetta á nba.com. Chicago Bulls var þarna að vinna annað árið í röð eftir að Michael Jordan snéri aftur og í fimmta sinn alls. Þeir áttu síðan eftir að endurtaka leikinn árið eftir. Steve Kerr skoraði bara 9 stig í þessum leik en kringumstæðurnar urðu til þess að frægð hans varð mikil. Hann vann alls fimm NBA-titla sem leikmaður og á nú möguleika á því að vinna NBA-titilinn á tveimur fyrstu árum sínum sem þjálfari í NBA.Fimmti leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Golden State í nótt, hefst klukkan eitt eftir miðnætti og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrir þá sem vilja stytta tímann fram að leik er tilvalið að skoða þessa stórmerkilegu körfu Steve Kerr sem verður 19 ára gömul í kvöld.On this date in 1997, Steve Kerr's shot gave the Bulls a repeat.Can he repeat as a coach tonight? 9 ET on ABC.https://t.co/gz8327rfa0— ESPN (@espn) June 13, 2016 On this day 19 years ago, Steve Kerr helped secure the Bulls' fifth of six titles in 8 years. https://t.co/icNqpceHou— NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 13, 2016 @SteveKerr clinches @ChicagoBulls '97 title (Game 6, June 13); Will his @Warriors do the same tonight? ABC 9 pm/ethttps://t.co/JVst1YHM9U— NBA History (@NBAHistory) June 13, 2016 NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira
Steve Kerr er í dag þjálfari NBA-meistara Golden State Warriors og hann og strákana hans vantar nú aðeins einn sigur í viðbót til að verða NBA-meistarar annað árið í röð. Golden State Warriors getur tryggt sér titilinn með sigri í fimmta leiknum á móti Cleveland Cavaliers og takist það hlýtur 13. júní að vera orðinn uppáhaldsdagur Steve Kerr á árinu, jafnvel þótt að hann eigi afmæli 27. september. Á þessum sama degi fyrir nákvæmlega nítján árum skoraði Steve Kerr nefnilega úrslitakörfu í lokúrslitum NBA sem hefur lifað sem ein af þeim eftirminnilegustu í sögu deildarinnar. Steve Kerr tyggði þá Chicago Bulls NBA-titilinn 1997 með því að setja niður skot á úrslitastundu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Michael Jordan. Það sem gerir þessa körfu enn sögulegri eru samskipti Michael Jordan og Steve Kerr í leikhléinu fyrir þessa sókn. Jordan sagði við Kerr: "Vertu tilbúinn, Stockton mun fara frá þér." Kerr svaraði: "Ég verð tilbúinn, ég mun setja þetta skot niður." Steve Kerr stóð við sín orð, setti niður skotið og Chicago Bulls vann leikinn og titilinn. Það má lesa meira um þetta á nba.com. Chicago Bulls var þarna að vinna annað árið í röð eftir að Michael Jordan snéri aftur og í fimmta sinn alls. Þeir áttu síðan eftir að endurtaka leikinn árið eftir. Steve Kerr skoraði bara 9 stig í þessum leik en kringumstæðurnar urðu til þess að frægð hans varð mikil. Hann vann alls fimm NBA-titla sem leikmaður og á nú möguleika á því að vinna NBA-titilinn á tveimur fyrstu árum sínum sem þjálfari í NBA.Fimmti leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Golden State í nótt, hefst klukkan eitt eftir miðnætti og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrir þá sem vilja stytta tímann fram að leik er tilvalið að skoða þessa stórmerkilegu körfu Steve Kerr sem verður 19 ára gömul í kvöld.On this date in 1997, Steve Kerr's shot gave the Bulls a repeat.Can he repeat as a coach tonight? 9 ET on ABC.https://t.co/gz8327rfa0— ESPN (@espn) June 13, 2016 On this day 19 years ago, Steve Kerr helped secure the Bulls' fifth of six titles in 8 years. https://t.co/icNqpceHou— NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 13, 2016 @SteveKerr clinches @ChicagoBulls '97 title (Game 6, June 13); Will his @Warriors do the same tonight? ABC 9 pm/ethttps://t.co/JVst1YHM9U— NBA History (@NBAHistory) June 13, 2016
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira