Jón Hákon á þurrt um næstu helgi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. júní 2016 19:29 Frá aðgerðum á Ísafjarðardjúpi. Mynd/Landhelgisgæslan Landhelgisgæslan og Rannsóknarnefnd samgönguslysa vinna nú að því að koma fiskibátnum Jóni Hákoni BA 60 á flot. Verkið gengur vel og reiknað er með að takist að koma skipinu á flot á ný um næstu helgi. Aðgerðir hófust á föstudaginn og að verkinu koma varðskipið Þór, sjómælingarbáturinn Baldur, séraðgerðarsvið Landhelgisgæslunnar, Árni Kópsson kafari auk fulltrúum Rannsóknarnefndar samgönguslysa.Frá aðgerðum á ÍsafjarðardjúpiMynd/LandhelgisgæslanAuðunn F. Kristinsson, verkefnastjóri hjá Landhelgisgæslunni segir að vel gangi að koma bátnum á flot en aðstæður hafi verið góðar á Ísafjarðardjúpi. „Þetta hefur verið í undirbúningi frá því í vetur en við vorum í raun bara að bíða eftir sumrinu og öruggari veðri. Nú eru betri birtuskilyrði í sjónum og veðrið hefur verið mjög gott undanfarna daga,“ segir Auðunn. Jón Hákon var á um 80 metra dýpi í Ísafjarðardjúpi eftir að hann sökk síðastliðið sumar. Þremur mönnum var bjargað en einn fórst. Komið hefur í ljós að hvorugur björgunarbátanna kom upp og sleppibúnaður virkaði ekki. Vonast er til þess að hægt verði að varpa ljósi á það hvað gerðist takist að ná bátnum á flot á ný. Aðgerðirnar við að koma bátnum á flot á ný eru í fullum gangi og nú þegar er búið að lyfta skipinu töluvert. Komið var krók í hann og bátnum lyft á grynnri sjó svo betur mætti undirbúa aðgerðina við að koma honum á flot.Frá aðgerðum á Ísafjarðardjúpi.Mynd/Landhelgisgæsla„Við settum hann á fimmtán metra dýpi. Þar getum við kafað við hann og undirbúið það að lyfta honum. Það er verið að tæma úr honum afla úr lestum og veiðarfærum sem fest hafa í honum frá því að hann sökk. Svo þarf að þétta rými svo hægt sé að lyfta honum eftir að við setjum á hann lyftibelgi,“ segir Auðunn. Reiknar Auðunn með að Jóni Hákoni verði kominn á flot í kringum næstu helgi takist allt vel. Eftir það tekur Rannsóknarnefnd samgönguslysa við og heldur áfram rannsókn sinni á slysinu. Jón Hákon sökk við utanvert Ísafjarðardjúp síðastliðið sumar. Þremur mönnum var bjargað en einn fórst. Komið hefur í ljós að hvorugur björgunarbátanna kom upp og sleppibúnaður virkaði ekki. Vonast er til þess að hægt verði að varpa ljósi á það hvað gerðist takist að ná bátnum á flot á ný. Tengdar fréttir Reyna á að ná Jóni Hákoni upp af hafsbotni Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur ákveðið að sækja þurfi Jón Hákon BA 60 sem sökk í sumar af hafsbotni svo ljúka megi rannsókn á sjóslysinu. 16. nóvember 2015 14:27 Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16 Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Sjá meira
Landhelgisgæslan og Rannsóknarnefnd samgönguslysa vinna nú að því að koma fiskibátnum Jóni Hákoni BA 60 á flot. Verkið gengur vel og reiknað er með að takist að koma skipinu á flot á ný um næstu helgi. Aðgerðir hófust á föstudaginn og að verkinu koma varðskipið Þór, sjómælingarbáturinn Baldur, séraðgerðarsvið Landhelgisgæslunnar, Árni Kópsson kafari auk fulltrúum Rannsóknarnefndar samgönguslysa.Frá aðgerðum á ÍsafjarðardjúpiMynd/LandhelgisgæslanAuðunn F. Kristinsson, verkefnastjóri hjá Landhelgisgæslunni segir að vel gangi að koma bátnum á flot en aðstæður hafi verið góðar á Ísafjarðardjúpi. „Þetta hefur verið í undirbúningi frá því í vetur en við vorum í raun bara að bíða eftir sumrinu og öruggari veðri. Nú eru betri birtuskilyrði í sjónum og veðrið hefur verið mjög gott undanfarna daga,“ segir Auðunn. Jón Hákon var á um 80 metra dýpi í Ísafjarðardjúpi eftir að hann sökk síðastliðið sumar. Þremur mönnum var bjargað en einn fórst. Komið hefur í ljós að hvorugur björgunarbátanna kom upp og sleppibúnaður virkaði ekki. Vonast er til þess að hægt verði að varpa ljósi á það hvað gerðist takist að ná bátnum á flot á ný. Aðgerðirnar við að koma bátnum á flot á ný eru í fullum gangi og nú þegar er búið að lyfta skipinu töluvert. Komið var krók í hann og bátnum lyft á grynnri sjó svo betur mætti undirbúa aðgerðina við að koma honum á flot.Frá aðgerðum á Ísafjarðardjúpi.Mynd/Landhelgisgæsla„Við settum hann á fimmtán metra dýpi. Þar getum við kafað við hann og undirbúið það að lyfta honum. Það er verið að tæma úr honum afla úr lestum og veiðarfærum sem fest hafa í honum frá því að hann sökk. Svo þarf að þétta rými svo hægt sé að lyfta honum eftir að við setjum á hann lyftibelgi,“ segir Auðunn. Reiknar Auðunn með að Jóni Hákoni verði kominn á flot í kringum næstu helgi takist allt vel. Eftir það tekur Rannsóknarnefnd samgönguslysa við og heldur áfram rannsókn sinni á slysinu. Jón Hákon sökk við utanvert Ísafjarðardjúp síðastliðið sumar. Þremur mönnum var bjargað en einn fórst. Komið hefur í ljós að hvorugur björgunarbátanna kom upp og sleppibúnaður virkaði ekki. Vonast er til þess að hægt verði að varpa ljósi á það hvað gerðist takist að ná bátnum á flot á ný.
Tengdar fréttir Reyna á að ná Jóni Hákoni upp af hafsbotni Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur ákveðið að sækja þurfi Jón Hákon BA 60 sem sökk í sumar af hafsbotni svo ljúka megi rannsókn á sjóslysinu. 16. nóvember 2015 14:27 Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16 Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Sjá meira
Reyna á að ná Jóni Hákoni upp af hafsbotni Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur ákveðið að sækja þurfi Jón Hákon BA 60 sem sökk í sumar af hafsbotni svo ljúka megi rannsókn á sjóslysinu. 16. nóvember 2015 14:27
Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16
Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20