Aldraðir og öryrkjar kjósa kjarabætur 14. júní 2016 05:00 Nú styttist í alþingiskosningar. Ef marka má yfirlýsingu leiðtoga ríkisstjórnarinnar verður kosið í október. Það er stuttur tími til stefnu og ekki seinna vænna að athuga hvað á að kjósa. Ég tel, að aldraðir og öryrkjar eigi að athuga hvaða flokkar og stjórnmálamenn styðji kjarabætur þeim til handa. Kjörseðillinn er eina vopn aldraðra og öryrkja. Kjörseðillinn er þeirra „verkfallsvopn“. Það ríður á að beita því rétt. Það þarf að kanna kvaða stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn stóðu með öldruðum og öryrkjum við afgreiðslu frumvarps til fjárlaga í desember 2015. Það þarf að athuga hvaða flokkar og stjórnmálamenn hafa viljað hækka lífeyri aldraðra í 300 þúsund krónur á mánuði eins og verkafólk á að fá samkvæmt samningum. Það þarf að kanna hverjir vildu veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar kjarabætur eins og ráðherrar, þingmenn, dómarar og umboðsmaður Alþingis fengu. Og hvaða þingmenn stóðu gegn því. Það er nokkur vinna í að að athuga þetta. En þetta er nauðsynleg vinna svo unnt sé að greiða atkvæði með kjarabótum til handa öldruðum og öryrkjum. En svo þarf einnig að athuga núna hvort stjórnarflokkarnir eru búnir að efna kosningaloforðin, sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir alþingiskosningarnar 2013. Ef alþingismenn vilja komast í vinnu hjá okkur áfram þarf að athuga hvernig þeir hafa staðið sig. Niðurstaðan er þessi: Leiðtogar og frambjóðendur stjórnarflokkanna gáfu öldruðum og öryrkjum það loforð fyrir alþingiskosningarnar 2013, að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði leiðréttur vegna kjaragliðnunar krepputímans 2009-2013. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að gera þetta þannig, að lífeyrir aldraðra yrði hækkaður til samræmis við hækkun lægstu launa 2009-2013. Framsóknarflokkurinn samþykkti, að lífeyrir yrði leiðréttur vegna kjaragliðnunar ( kjaraskerðingar) krepputímans. Það er ekki farið að efna þetta stóra loforð ennþá nú rétt fyrr kosningar. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sendi öldruðum bréf 2013 og lofaði þeim því, að allar tekjutengingar í kerfi almannatrygginga yrðu afnumdar. Það þýddi að hætta að skerða lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Þetta þýddi miklar kjarabætur fyrir aldraða, ef efnt yrði. Það þýðir ekki fyrir Bjarna að biðja um vinnu áfram hjá þjóðinni nema hann efni þetta stóra loforð fyrst. Og loforðin voru fleiri. Stjórnarflokkarnir lofuðu að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Það voru sex atriði. Það er búið að efna þrjú þeirra en þrjú eru eftir. Það verður að efna þau líka Kjörseðillinn er beitt vopn, ef hann er notaður rétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í alþingiskosningar. Ef marka má yfirlýsingu leiðtoga ríkisstjórnarinnar verður kosið í október. Það er stuttur tími til stefnu og ekki seinna vænna að athuga hvað á að kjósa. Ég tel, að aldraðir og öryrkjar eigi að athuga hvaða flokkar og stjórnmálamenn styðji kjarabætur þeim til handa. Kjörseðillinn er eina vopn aldraðra og öryrkja. Kjörseðillinn er þeirra „verkfallsvopn“. Það ríður á að beita því rétt. Það þarf að kanna kvaða stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn stóðu með öldruðum og öryrkjum við afgreiðslu frumvarps til fjárlaga í desember 2015. Það þarf að athuga hvaða flokkar og stjórnmálamenn hafa viljað hækka lífeyri aldraðra í 300 þúsund krónur á mánuði eins og verkafólk á að fá samkvæmt samningum. Það þarf að kanna hverjir vildu veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar kjarabætur eins og ráðherrar, þingmenn, dómarar og umboðsmaður Alþingis fengu. Og hvaða þingmenn stóðu gegn því. Það er nokkur vinna í að að athuga þetta. En þetta er nauðsynleg vinna svo unnt sé að greiða atkvæði með kjarabótum til handa öldruðum og öryrkjum. En svo þarf einnig að athuga núna hvort stjórnarflokkarnir eru búnir að efna kosningaloforðin, sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir alþingiskosningarnar 2013. Ef alþingismenn vilja komast í vinnu hjá okkur áfram þarf að athuga hvernig þeir hafa staðið sig. Niðurstaðan er þessi: Leiðtogar og frambjóðendur stjórnarflokkanna gáfu öldruðum og öryrkjum það loforð fyrir alþingiskosningarnar 2013, að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði leiðréttur vegna kjaragliðnunar krepputímans 2009-2013. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að gera þetta þannig, að lífeyrir aldraðra yrði hækkaður til samræmis við hækkun lægstu launa 2009-2013. Framsóknarflokkurinn samþykkti, að lífeyrir yrði leiðréttur vegna kjaragliðnunar ( kjaraskerðingar) krepputímans. Það er ekki farið að efna þetta stóra loforð ennþá nú rétt fyrr kosningar. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sendi öldruðum bréf 2013 og lofaði þeim því, að allar tekjutengingar í kerfi almannatrygginga yrðu afnumdar. Það þýddi að hætta að skerða lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Þetta þýddi miklar kjarabætur fyrir aldraða, ef efnt yrði. Það þýðir ekki fyrir Bjarna að biðja um vinnu áfram hjá þjóðinni nema hann efni þetta stóra loforð fyrst. Og loforðin voru fleiri. Stjórnarflokkarnir lofuðu að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Það voru sex atriði. Það er búið að efna þrjú þeirra en þrjú eru eftir. Það verður að efna þau líka Kjörseðillinn er beitt vopn, ef hann er notaður rétt.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar