LeBron svaraði skvettubróður en fékk í staðinn skot frá konu Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 21:00 Það hafa skot gengið á milli herbúða NBA-liðanna Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers eftir að lykilmaður Warriors-liðsins, Draymond Green, var dæmdur í eins leiks bann. Draymond Green fékk bannið eftir viðskipti sín við LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í leik fjögur en þeim lenti þar saman. LeBron James talaði um það eftir leikinn að hann hefði verið mjög ósáttur við það sem Draymond Green sagði við hann því þar hafi Green hreinlega farið langt yfir strikið. Draymond Green mátti ekki fá refsistig í viðbót og af því að NBA-deildin dæmdi á hann óíþróttamannslega villu eftir samskipti hans og LeBrons þá var Green kominn í bann í leik fimm þar sem Golden State Warriors getur tryggt sér NBA-titilinn á heimavelli. Fimmti leikurinn er einmitt í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Eftir tvo stórsigra í fyrstu tveimur leikjunum og risasigur Cavs í leik þrjú hefur verið meiri hiti í mönnum eftir fjórða leikinn sem var mun jafnari. Atvikið milli LeBron James og Draymond Green hefur reyndar eignað sér fyrirsagnirnar enda gæti það komið Cleveland Cavaliers aftur inn í einvígið nú þegar Golden State Warriors er án eins síns mikilvægasta leikmanns. Klay Thompson gerði lítið úr viðbrögðum LeBron James eftir að ljóst var að Draymond Green væri kominn í bann. ESPN sagði frá. Klay sagðist vera í sjokki að menn í NBA tækju orðum mótherja síns svona bókstaflega og létu orð þeirra særa sig. Að hans mati er mjög mikið um rusltal í NBA-deildinni og leikmenn eins og LeBron James ættu fyrir löngu að vera orðnir vanir því. „Þetta er deild fyrir karlmenn. Ég hef heyrt margt ljótt í gegnum tíðina en við erum allt keppnismenn. Ég giska á það að honum hafi bara sárnað svona," sagði Klay. LeBron James svaraði þessu skoti frá Klay með því að segja að hann ætlaði ekki að blanda sér í þetta orðastríð en að það væri mjög erfitt að halda haus og láta þetta ekki hafa áhrif á sig. LeBron sagðist hafa verið að gera það í þrettán ár og að það væri mjög erfitt. LeBron notaði orðið „high road“ og það fór ekki vel í fólkið hjá Golden State Warriors. Það voru þó ekki viðbrögð Stephen Curry sem vöktu mesta athygli heldur svar eiginkonu hans, Ayesha Curry, sem skellti sér á Twitter til að tjá sig um orð LeBron James. Ayesha Curry gerði lítið úr orðum LeBron James með því að benda á það að hann hafi stigið yfir Draymond Green þegar önnur leið var auðveldari. Svar Ayesha Curry á Twitter má sjá hér fyrir neðan.High Road. invisible bridge used to step over said person when open floor is available left to right.— Ayesha Curry (@ayeshacurry) June 12, 2016 NBA Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Það hafa skot gengið á milli herbúða NBA-liðanna Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers eftir að lykilmaður Warriors-liðsins, Draymond Green, var dæmdur í eins leiks bann. Draymond Green fékk bannið eftir viðskipti sín við LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í leik fjögur en þeim lenti þar saman. LeBron James talaði um það eftir leikinn að hann hefði verið mjög ósáttur við það sem Draymond Green sagði við hann því þar hafi Green hreinlega farið langt yfir strikið. Draymond Green mátti ekki fá refsistig í viðbót og af því að NBA-deildin dæmdi á hann óíþróttamannslega villu eftir samskipti hans og LeBrons þá var Green kominn í bann í leik fimm þar sem Golden State Warriors getur tryggt sér NBA-titilinn á heimavelli. Fimmti leikurinn er einmitt í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Eftir tvo stórsigra í fyrstu tveimur leikjunum og risasigur Cavs í leik þrjú hefur verið meiri hiti í mönnum eftir fjórða leikinn sem var mun jafnari. Atvikið milli LeBron James og Draymond Green hefur reyndar eignað sér fyrirsagnirnar enda gæti það komið Cleveland Cavaliers aftur inn í einvígið nú þegar Golden State Warriors er án eins síns mikilvægasta leikmanns. Klay Thompson gerði lítið úr viðbrögðum LeBron James eftir að ljóst var að Draymond Green væri kominn í bann. ESPN sagði frá. Klay sagðist vera í sjokki að menn í NBA tækju orðum mótherja síns svona bókstaflega og létu orð þeirra særa sig. Að hans mati er mjög mikið um rusltal í NBA-deildinni og leikmenn eins og LeBron James ættu fyrir löngu að vera orðnir vanir því. „Þetta er deild fyrir karlmenn. Ég hef heyrt margt ljótt í gegnum tíðina en við erum allt keppnismenn. Ég giska á það að honum hafi bara sárnað svona," sagði Klay. LeBron James svaraði þessu skoti frá Klay með því að segja að hann ætlaði ekki að blanda sér í þetta orðastríð en að það væri mjög erfitt að halda haus og láta þetta ekki hafa áhrif á sig. LeBron sagðist hafa verið að gera það í þrettán ár og að það væri mjög erfitt. LeBron notaði orðið „high road“ og það fór ekki vel í fólkið hjá Golden State Warriors. Það voru þó ekki viðbrögð Stephen Curry sem vöktu mesta athygli heldur svar eiginkonu hans, Ayesha Curry, sem skellti sér á Twitter til að tjá sig um orð LeBron James. Ayesha Curry gerði lítið úr orðum LeBron James með því að benda á það að hann hafi stigið yfir Draymond Green þegar önnur leið var auðveldari. Svar Ayesha Curry á Twitter má sjá hér fyrir neðan.High Road. invisible bridge used to step over said person when open floor is available left to right.— Ayesha Curry (@ayeshacurry) June 12, 2016
NBA Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn