Halla mælist með meira fylgi en Andri Snær Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. júní 2016 07:38 Halla Tómasdóttir athafnakona sagðist sjálf ekki taka mark á könnunum fyrr en eftir 21. maí. Vísir/AntonBrink Rúmlega helmingur segist ætla að kjósa Guðna Th. Jóhannesson, sagnfræðing, í embætti forseta Íslands í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið. Halla Tómasdóttir, athafnakona, bætir mestu við sig frá síðustu könnun og fær nú liðlega 12 prósent og er nú komin upp fyrir Andra Snæ Magnason, rithöfund, sem dalar lítillega frá síðustu könnun. Davíð Oddsson er með næst mesta fylgið, eða tæp 16 prósent, en dalar líka frá síðustu könnun.Allir frambjóðendurnir níu.VísirGuðni hefur mælst með nokkuð stöðugt fylgi undanfarnar vikur en í byrjun júní mældist fylgi hans í könnun Félagsvísindastofnunar háskólans 55 prósent en það var talsverð lækkun frá könnunin sem farið var í fyrir mánuði síðan, 12. og 13. maí, þegar Guðni mældist með 67 prósent atkvæða. Fylgi ritstjóra Morgunblaðsins, fyrrum Seðlabankastjóra og fyrrum forsætisráðherra minnkar um heil fjögur prósentustig frá síðustu könnun þegar það mældist hátt í 20 prósent. Andri Snær virðist hafa fundið sinn kjósendahóp og situr sem fastast áfram með fylgið 11 prósent. Það merkilegasta við könnunina er ef til vill að Halla mælist í fyrsta sinn í kosningabaráttunni með meira fylgi en Andri Snær og nálgast Davíð óðfluga. Halla hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum mánuði en í könnun stofnunarinnar fyrir mánuði mældist Halla aðeins með 1,5 prósent fylgi. Aðrir frambjóðendur eru talsvert langt á eftir efstu fjórum frambjóðendunum en af þeim nýtur Sturla Jónsson mest fylgis með 2,2 prósent. Ástþór Magnússon mælist með 1,7 prósent fylgi, Elísabet Jökulsdóttir með 1,1 prósent, Guðrún M. Pálsdóttir með 0,5 prósent og Hildur Þórðardóttir rekur lestina með 0,2 prósent. Þau bæta þó öll lítillega við fylgi sitt. Könnunin var framkvæmd í netpanel Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og náði til 2000 meðlima netpanelsins. Svarhlutfallið var 54 prósent. Hópur kjósenda á bakvið hvern frambjóðanda er nokkuð áhugaverður en sem fyrr hefur Guðni Th. mest fylgi á meðal yngri kjósenda, 18-29, en næstur á eftir honum er Andri Snær sem hefur 20 prósent fylgi meðal kjósendahópsins. Guðni nýtur einnig mesta fylgisins á meðal eldri kjósenda en hann er með 59 prósent hjá kjósendum 60 ára og eldri. Á eftir honum fylgir Davíð sem hefur atkvæði 26 prósent eldri kjósenda. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Rúmlega helmingur segist ætla að kjósa Guðna Th. Jóhannesson, sagnfræðing, í embætti forseta Íslands í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið. Halla Tómasdóttir, athafnakona, bætir mestu við sig frá síðustu könnun og fær nú liðlega 12 prósent og er nú komin upp fyrir Andra Snæ Magnason, rithöfund, sem dalar lítillega frá síðustu könnun. Davíð Oddsson er með næst mesta fylgið, eða tæp 16 prósent, en dalar líka frá síðustu könnun.Allir frambjóðendurnir níu.VísirGuðni hefur mælst með nokkuð stöðugt fylgi undanfarnar vikur en í byrjun júní mældist fylgi hans í könnun Félagsvísindastofnunar háskólans 55 prósent en það var talsverð lækkun frá könnunin sem farið var í fyrir mánuði síðan, 12. og 13. maí, þegar Guðni mældist með 67 prósent atkvæða. Fylgi ritstjóra Morgunblaðsins, fyrrum Seðlabankastjóra og fyrrum forsætisráðherra minnkar um heil fjögur prósentustig frá síðustu könnun þegar það mældist hátt í 20 prósent. Andri Snær virðist hafa fundið sinn kjósendahóp og situr sem fastast áfram með fylgið 11 prósent. Það merkilegasta við könnunina er ef til vill að Halla mælist í fyrsta sinn í kosningabaráttunni með meira fylgi en Andri Snær og nálgast Davíð óðfluga. Halla hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum mánuði en í könnun stofnunarinnar fyrir mánuði mældist Halla aðeins með 1,5 prósent fylgi. Aðrir frambjóðendur eru talsvert langt á eftir efstu fjórum frambjóðendunum en af þeim nýtur Sturla Jónsson mest fylgis með 2,2 prósent. Ástþór Magnússon mælist með 1,7 prósent fylgi, Elísabet Jökulsdóttir með 1,1 prósent, Guðrún M. Pálsdóttir með 0,5 prósent og Hildur Þórðardóttir rekur lestina með 0,2 prósent. Þau bæta þó öll lítillega við fylgi sitt. Könnunin var framkvæmd í netpanel Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og náði til 2000 meðlima netpanelsins. Svarhlutfallið var 54 prósent. Hópur kjósenda á bakvið hvern frambjóðanda er nokkuð áhugaverður en sem fyrr hefur Guðni Th. mest fylgi á meðal yngri kjósenda, 18-29, en næstur á eftir honum er Andri Snær sem hefur 20 prósent fylgi meðal kjósendahópsins. Guðni nýtur einnig mesta fylgisins á meðal eldri kjósenda en hann er með 59 prósent hjá kjósendum 60 ára og eldri. Á eftir honum fylgir Davíð sem hefur atkvæði 26 prósent eldri kjósenda.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira