Obama um skotárásina í Orlando: Áminning um það hversu auðvelt er að nálgast skotvopn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2016 18:31 Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti bandaríska þingið til þess að draga úr aðgengi að hættulegum skotvopnum í ávarpu sínu til bandarísku þjóðarinnar. Vísir/Getty „Þetta fjöldamorð er enn frekari áminning um það hversu auðvelt það er fyrir hvern sem er að nálgast skotvopn sem gerir þeim kleyft að skjóta fólk í skólum, kvikmyndahúsum, kirkjum eða skemmtistöðum,“ sagði Barack Obama er hann ávarpaði þjóð sína eftir mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna í Orlando í nótt. Þetta var í fimmtánda sinn á sjö ára forsetatíð sinni sem Obama ávarpaði þjóð sína eftir skotárás. Kallaði hann eftir því að Bandaríkjaþing myndi grípa til aðgerða til þess að draga úr aðgengi almennings að öflugum skotvopnum. Hefur Obama, reynt án árangurs, að herða skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum og gagnrýndi hann þingið fyrir aðgerðarleysi sitt í ávarpi sínu í dag. „Að gera ekkert í þessu er ákvörðun,“ sagði Obama sem hefur fyrirskipað að bandaríska fánanum verði flaggað í hálfa stöng við Hvíta húsið, sem og við allar opinberar byggingar í Bandaríkjunum, til minnningar um fórnarlömb árásanna. 50 eru látnir og minnst 53 eru særðir eftir að hinn 29 ára gamli Omar Mateen hóf skotárás. Mateen er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, miðnætti að staðartíma, og hafið þar skothríð. Obama sagði árásina hafa verið meira en árás á skemmtistað heldur árás á „stað þar sem fólk kom til þess að dansa, syngja og lifa lífinu sínu. Þetta var staður samkenndar þar sem fólk kom saman til þess að krefjast réttar síns.“ Lofaði Obama því að FBI, bandaríska alríkislögreglan myndi njóta allra krafta bandarísku alríkisstjórnarinnar til þess að rannsaka skotárásina."This was an act of terror and act of hate." —@POTUS on the tragic shooting in #Orlando https://t.co/i7fOS38GzH— The White House (@WhiteHouse) June 12, 2016 Tengdar fréttir Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11 50 myrtir í skotárásinni í Orlando Búið er að bera kennsl á árásarmanninn. 12. júní 2016 14:11 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
„Þetta fjöldamorð er enn frekari áminning um það hversu auðvelt það er fyrir hvern sem er að nálgast skotvopn sem gerir þeim kleyft að skjóta fólk í skólum, kvikmyndahúsum, kirkjum eða skemmtistöðum,“ sagði Barack Obama er hann ávarpaði þjóð sína eftir mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna í Orlando í nótt. Þetta var í fimmtánda sinn á sjö ára forsetatíð sinni sem Obama ávarpaði þjóð sína eftir skotárás. Kallaði hann eftir því að Bandaríkjaþing myndi grípa til aðgerða til þess að draga úr aðgengi almennings að öflugum skotvopnum. Hefur Obama, reynt án árangurs, að herða skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum og gagnrýndi hann þingið fyrir aðgerðarleysi sitt í ávarpi sínu í dag. „Að gera ekkert í þessu er ákvörðun,“ sagði Obama sem hefur fyrirskipað að bandaríska fánanum verði flaggað í hálfa stöng við Hvíta húsið, sem og við allar opinberar byggingar í Bandaríkjunum, til minnningar um fórnarlömb árásanna. 50 eru látnir og minnst 53 eru særðir eftir að hinn 29 ára gamli Omar Mateen hóf skotárás. Mateen er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, miðnætti að staðartíma, og hafið þar skothríð. Obama sagði árásina hafa verið meira en árás á skemmtistað heldur árás á „stað þar sem fólk kom til þess að dansa, syngja og lifa lífinu sínu. Þetta var staður samkenndar þar sem fólk kom saman til þess að krefjast réttar síns.“ Lofaði Obama því að FBI, bandaríska alríkislögreglan myndi njóta allra krafta bandarísku alríkisstjórnarinnar til þess að rannsaka skotárásina."This was an act of terror and act of hate." —@POTUS on the tragic shooting in #Orlando https://t.co/i7fOS38GzH— The White House (@WhiteHouse) June 12, 2016
Tengdar fréttir Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11 50 myrtir í skotárásinni í Orlando Búið er að bera kennsl á árásarmanninn. 12. júní 2016 14:11 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11