Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 10:00 Ragnar Sigurðsson á æfingu íslenska liðsins. vísir/Epa Það styttist í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í fótbolta en strákarnir okkar spila sinn fyrsta leik á stórmóti í sögunni gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne. Strákarnir hafa legið yfir myndböndum af portúgalska liðinu sem er frábært og líklegt til afreka á mótinu með einn besta leikmann heims innan sinna raða. „Við erum aðallega búnir að fara yfir hvernig þeir sækja og skoða hornspyrnunar þeirra. Svo höfum við verið að skoða hvernig þessir gaurar hjá þeim vilja taka skotfintur og reyna að plata okkur. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir allt svoleiðis,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hjá Portúgal snýst allt um Cristiano Ronaldo sem getur bæði bætt leikja- og markametið í sögu Evrópumótsins í Frakklandi. En Portúgal er meira en bara Ronaldo. "Þeir eru með heimsklassa lið sem er ofarlega á heimslistanum. Að sjálfsögðu er þetta ekki bara Ronaldo. Þeir eru með Nani og Quaresma og fullt af öðrum gaurum. Ég hef enga trú á því að þetta verði einhver eins manns sýning hjá Ronaldo,“ segir Ragnar.Ragnar Sigurðsson vill taka á Ronaldo.vísir/vilhelmGetum gert hvað sem er Ronaldo hefur spilað mikið sem framherji hjá portúgalska landsliðinu en ekki úti á kantinum eins og hjá Real Madrid. Miðvörðurinn vill fá Ronaldo í fangið í kvöld. „Það væri þægilegra að hafa Ronaldo í níunni þar sem maður getur verið nær honum og látið hann finna fyrir því. Hann er hættulegri þegar hann kemur á ferðinni á þig. Maður veit samt alveg hvernig hann spilar. Hann er svolítið að hanga úti á kantinum þegar lítið er í gangi en svo kemur hann inn í teiginn og er stórhættulegur þar,“ segir Ragnar sem hefur fulla trú á góðum úrslitum í kvöld. „Að sjálfsögðu. Maður er alltaf að blaðra um þetta gamla bull en við höfum unnið lið eins og Holland, Tyrkland og Tékkland," segir hann. „Við getum gert hvað sem er en við þurfum bara að standa okkur núna. Við þurfum að standa saman því við erum ekki með neinn eins og Ronaldo. Þetta verðum við að gera saman og ef við gerum það eins og við höfum áður gert þá eigum við góða möguleika,“ segir Ragnar Sigurðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Það styttist í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í fótbolta en strákarnir okkar spila sinn fyrsta leik á stórmóti í sögunni gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne. Strákarnir hafa legið yfir myndböndum af portúgalska liðinu sem er frábært og líklegt til afreka á mótinu með einn besta leikmann heims innan sinna raða. „Við erum aðallega búnir að fara yfir hvernig þeir sækja og skoða hornspyrnunar þeirra. Svo höfum við verið að skoða hvernig þessir gaurar hjá þeim vilja taka skotfintur og reyna að plata okkur. Við þurfum að vera tilbúnir fyrir allt svoleiðis,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hjá Portúgal snýst allt um Cristiano Ronaldo sem getur bæði bætt leikja- og markametið í sögu Evrópumótsins í Frakklandi. En Portúgal er meira en bara Ronaldo. "Þeir eru með heimsklassa lið sem er ofarlega á heimslistanum. Að sjálfsögðu er þetta ekki bara Ronaldo. Þeir eru með Nani og Quaresma og fullt af öðrum gaurum. Ég hef enga trú á því að þetta verði einhver eins manns sýning hjá Ronaldo,“ segir Ragnar.Ragnar Sigurðsson vill taka á Ronaldo.vísir/vilhelmGetum gert hvað sem er Ronaldo hefur spilað mikið sem framherji hjá portúgalska landsliðinu en ekki úti á kantinum eins og hjá Real Madrid. Miðvörðurinn vill fá Ronaldo í fangið í kvöld. „Það væri þægilegra að hafa Ronaldo í níunni þar sem maður getur verið nær honum og látið hann finna fyrir því. Hann er hættulegri þegar hann kemur á ferðinni á þig. Maður veit samt alveg hvernig hann spilar. Hann er svolítið að hanga úti á kantinum þegar lítið er í gangi en svo kemur hann inn í teiginn og er stórhættulegur þar,“ segir Ragnar sem hefur fulla trú á góðum úrslitum í kvöld. „Að sjálfsögðu. Maður er alltaf að blaðra um þetta gamla bull en við höfum unnið lið eins og Holland, Tyrkland og Tékkland," segir hann. „Við getum gert hvað sem er en við þurfum bara að standa okkur núna. Við þurfum að standa saman því við erum ekki með neinn eins og Ronaldo. Þetta verðum við að gera saman og ef við gerum það eins og við höfum áður gert þá eigum við góða möguleika,“ segir Ragnar Sigurðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00
Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00
Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00