Erlent

Ekki vitað af hverju Christina Grimmie var skotin

Samúel Karl Ólason skrifar
Christina Grimmie og James Loibl.
Christina Grimmie og James Loibl. Vísir/Getty
Enn er ekki vitað hvers vegna James Loibl skaut hina 22 ára gömlu söngkonu, Christinu Grimmie til bana á föstudaginn. Loibl gekk upp að henni þar sem hún var að skrifa eiginhandaráritanir eftir tónleika og skaut hana. Bróðir Grimmie réðst á Loibl sem skaut sjálfan sig til bana í átökun. Lögreglan segir að bróðirinn hafi líklegast bjargað mannslífum þar sem árásarmaðurinn var vopnaður tveimur skammbyssum og með auka skotfæri.

Svo virðist sem að Loibl hafi ferðast sérstaklega frá bænum St. Petersburg í Flórída til Orlandi, til þess að myrða Grimmie. Hann mun ekki hafa þekkt hana né hitt hana áður. Lögreglan tölur mögulegt að hann hafi átt við geðræn vandamál að stríða.

Marcus Grimmie, bróðir Christinu, birti í gær myndir af sér og systur sinni þar sem hann minntist hennar. Hann þakkaði fólki fyrir stuðninginn, en færslu hans má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Söngkona skotin til bana á tónleikum

Bróðir söngkonunnar reyndi að yfirbuga árásarmanninn en áður en tókst að afvopna hann náði hann að skjóta sjálfan sig til bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×