Fótbolti

Gerrard myndi láta Rooney byrja á miðjunni gegn Rússum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gerrard og Rooney spiluðu ófáa landsleikina saman.
Gerrard og Rooney spiluðu ófáa landsleikina saman. víisr/getty
Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins, myndi láta Wayne Rooney byrja á miðjunni þegar England mætir Rússlandi í fyrsta leik sínum á EM 2016 á morgun.

Gerrard, sem leikur með Los Angeles Galaxy í bandarísku MLS-deildinni, skrifar reglulega pistla fyrir the Telegraph og í tilefni af fyrsta leik Englands á EM var þessi mikla Liverpool-goðsögn fengin til að velja það lið sem hann myndi láta byrja gegn Rússum.

Gerrard stillir upp í leikkerfið 4-3-3 með þá Rooney og Dele Alli fyrir framan Eric Dier á miðjunni. Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu Rooney í enska liðinu; hvar Roy Hodgson muni stilla honum upp og hvort hann muni yfirhöfuð byrja í Frakklandi.

Sjá einnig: Rooney er ekki sami leikmaður og hann yar

Gerrard segir ennfremur að ef Jack Wilshere væri í topp leikformi myndi hann byrja með Arsenal-manninn aftastan á miðjunni í stað Diers.

Gerrard setur fyrrverandi samherja sína hjá Liverpool, Adam Lallana og Raheem Sterling, á sitt hvorn kantinn og fremstur er svo Harry Kane, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Gerrard spilaði með enska landsliðinu á sex stórmótum en hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir HM 2014 í Brasilíu þar sem England vann ekki leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×