Bíó og sjónvarp

Gibson vinnur að framhaldi Passion of the Christ

Samúel Karl Ólason skrifar
Jim Caviezel og Mel Gibson við tökur á Passion of the Christ.
Jim Caviezel og Mel Gibson við tökur á Passion of the Christ. Vísir/AFP
Mel Gibson vinnur nú að framhaldsmynd Passion of the Christ. Hann og handritshöfundurinn Randall Wallace, sem skrifaði Braveheart, undirbúa nú framleiðslu myndarinnar sem á að fjalla um upprisu Jesús.

Wallace sagði Hollywood Reporter að hann væri byrjaður á handriti myndarinnar.

„Mig langaði alltaf að segja þessa sögu. Passion var byrjunin og það á enn eftir að segja stóran hluta sögunnar,“ segir Wallace.

Upprunalega myndin þénaði 612 milljónir dala en kostaði einungis 30 milljónir í framleiðslu. Lengi hefur verið talið að Gibson myndi gera framhald, en hann virtist ekki hafa áhuga. Samkvæmt Hollywood Reporter fór þó orðrómur um framhald af stað í síðasta mánuði.

Þá var Gibson spurður út í framhald og gaf hann loðin svör.

Framleiðsla myndarinnar er ekki komin langt á veg og hefur ekkert kvikmyndaver eða fjárfestar sett fjármagn í myndina. Wallace segir þó að áhuginn sé til staðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.