Viðskipti innlent

Þeistareykir fjármagnaðir

Svavar Hávarðsson skrifar
Fjármögnun er lokið fyrir fyrsta áfanga.
Fjármögnun er lokið fyrir fyrsta áfanga. Mynd/Landsvirkjun
Evrópski fjárfestingabankinn (EIB) hefur undirritað lánssamning að fjárhæð 17 milljarðar íslenskra króna [125 milljónir evra] við Landsvirkjun til fjármögnunar á jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum. Þetta er fyrsta verkefni Evrópska fjárfestingabankans á Íslandi frá árinu 2011.

Fjármögnunin verður nýtt til þess að styðja við hönnun, byggingu og rekstur 90 MW jarðvarmavirkjunar Landsvirkjunar á Þeistareykjum, þar sem níu vinnsluholur með 50 MW afkastagetu hafa þegar verið boraðar og prófaðar.

Lánið er fyrsta verkefni EIB á Íslandi frá því árið 2011, þegar bankinn lánaði 70 milljónir evra, einnig til Landsvirkjunar, til byggingar á Búðarhálsvirkjun á Suðurlandi, þegar Tungnaá og Kaldakvísl voru virkjaðar. Á síðasta ári var meira en fjórðungur verkefna sem nutu stuðnings EIB í formi verkefna sem stuðla að verndun umhverfisins. – shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×