Enn betri Reykjavík Halldór Auðar Svansson skrifar 10. júní 2016 07:00 Reykjavíkurborg hefur síðan 2010 haldið úti vefsíðunni www.betrireykjavik.is í samstarfi við sjálfseignarstofnunina Íbúa. Betri Reykjavík er samt meira en bara vefsíða heldur er þetta stærra fyrirbæri sem tengist beint inn í stjórnsýslu borgarinnar. Á síðunni geta íbúar lagt fram hugmyndir, rökrætt þær og kosið um þær sín á milli. Reykjavíkurborg skuldbindur sig síðan til að taka vinsælustu hugmyndir hvers mánaðar til formlegrar umfjöllunar innan borgarkerfisins. Sumar eru samþykktar og öðrum hafnað en ferlið er þó alltaf gagnsætt og ákvarðanir rökstuddar, rétt eins og gerist með t.d. tillögur sem borgarfulltrúar leggja fram innan borgarkerfisins. Með þessu hafa íbúar borgarinnar rödd beint inn í kerfið. Jafnframt hefur farið fram árleg söfnun og forgangsröðun á hugmyndum íbúa að framkvæmdum í hverfum borgarinnar undir formerkinu Betri hverfi, þar sem 300 milljónir úr borgarsjóði eru eyrnamerktar framkvæmdum sem íbúar leggja fram og kjósa síðan um sjálfir. Þannig eru Betri hverfi svipuð og Betri Reykjavík, nema þau afmarkast við tiltekin mál (framkvæmdir) en eru líka með upphæð sem er úthlutað fyrirfram úr borgarsjóði sem tryggir að þær hugmyndir sem íbúar kjósa að setja í forgang ná alltaf fram að ganga. Betri hverfi eru einnig þróuð og rekin af Íbúum þó vefsvæðið og vörumerkið hafi hingað til verið annað. Í samstarfssáttmála þeirra fjögurra flokka sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn segir að „Gerð verði úttekt á kostum og göllum Betri Reykjavíkur og Betri hverfa og gerðar tillögur um næstu skref í rafrænu þátttökulýðræði“. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands var fengin til verksins og skilaði hún úttektarskýrslu sinni í janúar á þessu ári. Stjórnkerfis- og lýðræðisráð ásamt starfshópi embættismanna hefur síðan verið að vinna úr niðurstöðum hennar og nýta þær til að móta formlegri stefnu gagnvart Betri Reykjavík og rafrænu lýðræði í Reykjavík almennt en verið hefur. Hverfið mitt Eitt sem þegar hefur verið ákveðið er að bregðast við þeim ruglingi sem það hefur skapað að reyna að viðhalda tveimur vörumerkjum, Betri Reykjavík og Betri hverfum, með því að fella Betri hverfi einfaldlega undir Betri Reykjavík og gefa því árlega átaki heitið Hverfið mitt. Þannig sjáum við fyrir okkur að undir Betri Reykjavík geti verið ýmislegt í gangi og að Hverfið mitt sé bara eitt af mörgu sem borgin býður íbúum upp á undir formerkjum Betri Reykjavíkur. Hverfið mitt er nú í fullum gangi og íbúar geta lagt fram hugmyndir til 15. júní. Hugmyndirnar verða síðan rýndar af umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar, kostnaðarmetnar og drög að því hvernig þær myndu líta út teiknuð upp. Þær fara þaðan í kosningu meðal íbúa 1.–8. nóvember næstkomandi og í framkvæmd sumarið 2017. Framkvæmdapotturinn hefur verið hækkaður úr 300 milljónum í 450 milljónir, en halda má því til haga að þar sem lengt hefur verið í ferlinu til að gefa borginni meiri tíma til að vinna úr hugmyndum áður en þær fara í kosningu verður ekkert framkvæmt undir formerkjum hverfakosninga á þessu ári. Með hækkuðum potti mun þetta þó jafna sig út og gott betur á fáeinum árum. Svo vill síðan til að Íbúar hafa setið hörðum höndum við að þróa nýja útgáfu af kerfinu sínu til að laga það að kröfum nútímans og bæta við virkni þess. Betri Reykjavík hefur því verið uppfærð og nú getur fólk t.d. látið myndefni og staðsetningu á korti fylgja með hugmyndum sínum. Kópavogur hefur tekið sama kerfi upp á sína arma í samstarfi við Íbúa en nú stendur yfir í fyrsta sinn hjá bænum átak svipað Hverfinu mínu sem heitir Okkar Kópavogur. Sveitarfélögin tvö munu án efa njóta góðs af reynslu hvort annars – og vonandi slást þau fleiri í hópinn sem fyrst. Hvað Reykjavíkurborg varðar munum við væntanlega halda áfram að þróa Betri Reykjavík í samstarfi við Íbúa, sem og aðrar lausnir í lýðræði á netinu út frá langtímastefnumörkun. Eitt atriði sem bent er á að vanti í úttektarskýrslu Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála er aukið samtal milli íbúa og borgarinnar á netinu, bæði um þær hugmyndir sem íbúar hafa og fyrirætlanir borgarinnar. Betri Reykjavík hefur hingað til að mestu boðið upp á einhliða samskipti frá íbúum til borgarinnar, sem er fínt svo langt sem það nær en það má setja markið hærra. Í raun hafa þessi markmið um gagnvirk samskipti nú þegar verið sett niður í gildandi upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar, en hún var uppfærð af stýrihópi á vegum stjórnkerfis- og lýðræðisráðs í fyrra eftir að hafa verið óbreytt í fimmtán ár. Fyrir liggja því mörg útfærsluatriði og ný útgáfa af vefsíðu Betri Reykjavíkur gefur fullt af tækifærum til að koma þeim í framkvæmd. Þá er bara að nýta þau vel. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur síðan 2010 haldið úti vefsíðunni www.betrireykjavik.is í samstarfi við sjálfseignarstofnunina Íbúa. Betri Reykjavík er samt meira en bara vefsíða heldur er þetta stærra fyrirbæri sem tengist beint inn í stjórnsýslu borgarinnar. Á síðunni geta íbúar lagt fram hugmyndir, rökrætt þær og kosið um þær sín á milli. Reykjavíkurborg skuldbindur sig síðan til að taka vinsælustu hugmyndir hvers mánaðar til formlegrar umfjöllunar innan borgarkerfisins. Sumar eru samþykktar og öðrum hafnað en ferlið er þó alltaf gagnsætt og ákvarðanir rökstuddar, rétt eins og gerist með t.d. tillögur sem borgarfulltrúar leggja fram innan borgarkerfisins. Með þessu hafa íbúar borgarinnar rödd beint inn í kerfið. Jafnframt hefur farið fram árleg söfnun og forgangsröðun á hugmyndum íbúa að framkvæmdum í hverfum borgarinnar undir formerkinu Betri hverfi, þar sem 300 milljónir úr borgarsjóði eru eyrnamerktar framkvæmdum sem íbúar leggja fram og kjósa síðan um sjálfir. Þannig eru Betri hverfi svipuð og Betri Reykjavík, nema þau afmarkast við tiltekin mál (framkvæmdir) en eru líka með upphæð sem er úthlutað fyrirfram úr borgarsjóði sem tryggir að þær hugmyndir sem íbúar kjósa að setja í forgang ná alltaf fram að ganga. Betri hverfi eru einnig þróuð og rekin af Íbúum þó vefsvæðið og vörumerkið hafi hingað til verið annað. Í samstarfssáttmála þeirra fjögurra flokka sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn segir að „Gerð verði úttekt á kostum og göllum Betri Reykjavíkur og Betri hverfa og gerðar tillögur um næstu skref í rafrænu þátttökulýðræði“. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands var fengin til verksins og skilaði hún úttektarskýrslu sinni í janúar á þessu ári. Stjórnkerfis- og lýðræðisráð ásamt starfshópi embættismanna hefur síðan verið að vinna úr niðurstöðum hennar og nýta þær til að móta formlegri stefnu gagnvart Betri Reykjavík og rafrænu lýðræði í Reykjavík almennt en verið hefur. Hverfið mitt Eitt sem þegar hefur verið ákveðið er að bregðast við þeim ruglingi sem það hefur skapað að reyna að viðhalda tveimur vörumerkjum, Betri Reykjavík og Betri hverfum, með því að fella Betri hverfi einfaldlega undir Betri Reykjavík og gefa því árlega átaki heitið Hverfið mitt. Þannig sjáum við fyrir okkur að undir Betri Reykjavík geti verið ýmislegt í gangi og að Hverfið mitt sé bara eitt af mörgu sem borgin býður íbúum upp á undir formerkjum Betri Reykjavíkur. Hverfið mitt er nú í fullum gangi og íbúar geta lagt fram hugmyndir til 15. júní. Hugmyndirnar verða síðan rýndar af umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar, kostnaðarmetnar og drög að því hvernig þær myndu líta út teiknuð upp. Þær fara þaðan í kosningu meðal íbúa 1.–8. nóvember næstkomandi og í framkvæmd sumarið 2017. Framkvæmdapotturinn hefur verið hækkaður úr 300 milljónum í 450 milljónir, en halda má því til haga að þar sem lengt hefur verið í ferlinu til að gefa borginni meiri tíma til að vinna úr hugmyndum áður en þær fara í kosningu verður ekkert framkvæmt undir formerkjum hverfakosninga á þessu ári. Með hækkuðum potti mun þetta þó jafna sig út og gott betur á fáeinum árum. Svo vill síðan til að Íbúar hafa setið hörðum höndum við að þróa nýja útgáfu af kerfinu sínu til að laga það að kröfum nútímans og bæta við virkni þess. Betri Reykjavík hefur því verið uppfærð og nú getur fólk t.d. látið myndefni og staðsetningu á korti fylgja með hugmyndum sínum. Kópavogur hefur tekið sama kerfi upp á sína arma í samstarfi við Íbúa en nú stendur yfir í fyrsta sinn hjá bænum átak svipað Hverfinu mínu sem heitir Okkar Kópavogur. Sveitarfélögin tvö munu án efa njóta góðs af reynslu hvort annars – og vonandi slást þau fleiri í hópinn sem fyrst. Hvað Reykjavíkurborg varðar munum við væntanlega halda áfram að þróa Betri Reykjavík í samstarfi við Íbúa, sem og aðrar lausnir í lýðræði á netinu út frá langtímastefnumörkun. Eitt atriði sem bent er á að vanti í úttektarskýrslu Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála er aukið samtal milli íbúa og borgarinnar á netinu, bæði um þær hugmyndir sem íbúar hafa og fyrirætlanir borgarinnar. Betri Reykjavík hefur hingað til að mestu boðið upp á einhliða samskipti frá íbúum til borgarinnar, sem er fínt svo langt sem það nær en það má setja markið hærra. Í raun hafa þessi markmið um gagnvirk samskipti nú þegar verið sett niður í gildandi upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar, en hún var uppfærð af stýrihópi á vegum stjórnkerfis- og lýðræðisráðs í fyrra eftir að hafa verið óbreytt í fimmtán ár. Fyrir liggja því mörg útfærsluatriði og ný útgáfa af vefsíðu Betri Reykjavíkur gefur fullt af tækifærum til að koma þeim í framkvæmd. Þá er bara að nýta þau vel. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun